menu button

Stór dagur fyrir Landspítalann

Ómar Óskarsson

Það fór kannski ekki mikið fyrir auglýsingu á blaðsíðu 73 í Morgunblaðinu í dag. Hún er engu að síður býsna merkileg enda er þar verið að óska eftir tilboðum í miklar framkvæmdir við nýja Landspílann við Hringbraut. 

Í auglýsingunni er óskað eftir tilboðum í upprifi á götum, göngustígum, bílastæðum og fleiru, göng undir Snorrabraut, alla jarðvinnu við meðferðarkjarna, gerð bráðabirgðabílastæða og margt fleira. Tilboðin verða opnuð 6. júní.

„Það er búið að bíða eftir þessum áfanga í langan tíma. Þrátt fyrir að þessi framkvæmd hafi byrjað þegar við fórum að hanna. En þegar byrjað er að grafa fyrir stærsta húsinu, sem er meðferðarkjarninn, þá finnst fólki þetta vera byrja. Þannig að þetta er stór dagur,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri LSPH. 

Það hefur ekki farið framhjá neinum að ekki eru allir eitt sáttir við að spítalinn skuli rísa við Hringbraut. Miðflokkurinn hefur til dæmis sagst vilja hafa spítalann við Keldur og Vífilstaðir hafa líka verið nefndir. Útboð á þessum framkvæmdum ættu að vera skýr skilaboð um að Landspítalinn verði við Hringbraut.

„Það hafa átta ríkisstjórnir fjallað um málið og hátt í fjögur hundruð þingmenn og aldrei hafa verið greidd atkvæði gegn því,“ segir Gunnar. Hann segir að vissulega megi búast við miklu raski, enda mikil framkvæmd hér á ferð. Verkefnið sé ekki óumdeilt, en sjúklingar séu búnir að bíða nógu lengi eftir nýja spítalanum.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Gunnar hér og svo er hægt að hlusta á allan þáttinn og fylgjast með í beinni útsendingu á K100.is 

mbl.is
Siggi Gunnars

Hlaup: Æfir 12 sinnum í hverri viku

Hlynur Andrésson er einn okkar fremsti hlaupari sem stefnir hátt. Hann gaf góð hlauparáð á K100. Nánar »

Fréttir

„Mikilvægara að vera í stuði en að syngja vel“

Tvíeykið Hits&Tits stendur fyrir útikarókí á morgun, Menningarnótt. Nánar »

Ísland vaknar

Diskósúpa Með Evu Ruza og Hjálmari á Menningarnótt

Á Menningarnótt vekur Nettó athygli á matarsóun og býður upp á súpu á Klambratúni. Nánar »

Fréttir

K100 kemur hlaupurum í gírinn

Hlauparar leggja peppaðir af stað á laugardag því K100 sér um alla tónlist á stóra sviðinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Fréttir

Heilsufarsmæling með sjálfu

Með einungis einni andlitsmynd segjast þeir, sem standa að baki forritinu, geta náð í miklu fleiri gögn til að meta heilsufarsástand en áður hefur verið hægt. Nánar »

Siggi Gunnars

Nýjasta á markaðnum fyrir hlaupið á morgun

Siggi Gunnars er í dag í beinni á K100 frá Fit & Run stórsýningunni í Laugardalshöll. Nánar »

Fréttir

20 farþegar í vetnisflugvél 

Nýsköpunarfyrirtækið ZeroAvia hefur komið fram á sjónarsviðið með nýstárlega flugvél sem knúin er vetni. Nánar »

Ísland vaknar

ÖR-námskeið í góðum félagsskap

Hefur þú brennandi áhuga á einhverju sem þig langar að deila með öðrum í góðum félagsskap? Nú er hægt að halda svokölluð ÖR-námskeið. Nánar »

Grace Davies er að slá aftur í gegn.
Fréttir

Besta áheyrnarprufa allra tíma?

Netheimar hafa logað síðustu daga vegna áheyrnarprufu frá 2017 sem aftur er komin á flug. Sumir segja að þetta sé besta áheyrnarprufa allra tíma. Nánar »

Ísland vaknar

Jói Pé og Króli hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni

Stjörnudúettinn Jói Pé og Króli ætla að hlaupa í maraþoninu um helgina og eru örlítið kvíðnir. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist