menu button

Skellihlegið yfir slysi á leikonu

Birna Rún Eiríksdóttir í viðtali á Magasíninu K100
Birna Rún Eiríksdóttir í viðtali á Magasíninu K100 K100

Birna Rún Eiríksdóttir leikkona í Borgarleikhúsinu slasaðist á sýningu á verkinu Sýningin sem klikkar þannig að fella þurfti sýninguna eftir hlé.  Í atriðinu átti hún að hlaupa á hurð sem var að opnast, en bera höndunum örsnöggt fyrir sig og slá í hurðina, þó þannig að svo sýndist sem hún hlypi á hurðina. Þar sem hurðin opnaðist hraðar en venjulega náði Birna ekki að bera höndum fyrir sig og því skall hurðin á andliti leikkonunnar.  Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna, fer ýmsilegt þar úrskeiðis og því gekk treglega að sannfæra áhorfendur um að slys hefði í alvörunni orðið.  Eftir að þeim var tilkynnt að sýningunni yrði ekki haldið áfram og þeim boðinn annar miði var mikið hlegið og fólk beið rólega eftir að sýningin hefðist að nýju. Þegar starfsfólk Borgarleikhússins kom í annað skipti og ítrekaði fréttirnar runnu á þá tvær grímur og smátt og smátt áttuðu þeir sig á hvers kyns var.    

Vildi halda áfram með sýninguna

Birna lýsti því með myndrænum hætti hvernig slysið bar að í viðtali við Hvata og Ásgeir Pál í Magasíninu á K100.  Hún er eftir slysið með bólgna vör og marblett innan í nefinu.  „Starfsfólk Borgarleikhússins stumraði yfir mér í hléinu og þrátt fyrir að ég hafi viljað halda áfram með sýninguna var mér tilkynnt að sýningin yrði stöðvuð“; sagði Birna Rún sem þrátt fyrir bólgna vör og þrútið nef er komin aftur til starfa sólarhring síðar.

Birna Rún er bólgin eftir slysið á sviðinu.
Birna Rún er bólgin eftir slysið á sviðinu. K100
mbl.is

Bloggað um fréttina

Þernur, sem svipar til þernanna úr þáttunum Handmaid´s Tale, hafa sést göngu um Reykjavík að undanförnu og hefur það vakið vakið forvitni meðal vegfarenda.
Viðtöl

Þernur úr Handmaid´s Tale?

Þernur, sem svipar til þernanna úr þáttunum Handmaid´s Tale, hafa sést á göngu um Reykjavík að undanförnu og hefur það vakið vakið forvitni meðal vegfarenda. Ekki er vitað hvað þær eru að gera hérlendis, en margt bendir til þess að þetta sé hluti af kynningu á nýrri þáttaröð. Nánar »

Ísland vaknar

Mikið kynjamisrétti í fótboltanum

Kynjamisrétti er algert í umgjörð fótboltaliða í efstu deild á Íslandi samkvæmt rannsókn sem Margrét Björg Ástvaldsdóttir gerði og skrifaði BA-ritgerð um í félagsfræði við Háskóla Íslands. Margrét Björg og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, voru viðmælendur í Ísland vaknar í morgun. Nánar »

Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild Háskóla Ísland
Ísland vaknar

Kvíði er eðlileg viðbrögð

Það er ekki langt síðan almenn umræða hófst um kvíða hjá börnum og svo virðist sem hann fari vaxandi. Urður Njarðvík, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að muna að kvíði sé eðlileg viðbrögð líkamans og að það þurfi að bregðast rétt við honum. Nánar »

Friðjón R. Friðjónsson.
Ísland vaknar

Trump verður ekki endurkjörinn

Friðjón R. Friðjónsson almannatengill kom í Ísland í dag í morgun og ræddi m.a. um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stöðuna í alþjóðastjórnmálum. Nánar »

Króli og JóiPé í viðtali við Sigga Gunnars á K100 í gær.
Siggi Gunnars

Rappa um áráttu- og þráhyggjuröskun

Þeir JóiPé og Króli, sem á urður stjörnur á einni nóttu, gefa út nýtt lag og nýja plötu í vikunni. Nánar »

Fjölmiðlafólkið Sölvi Tryggvason og Ásdís Olsen voru gestir Magasínsins í vikulokin og ræddu fréttir vikunnar og eigin verkefni að undanförnu.
Viðtöl

Sölvi og Ásdís ræða fréttavikuna

Sölvi Tryggvason segist ekki hafa þurft að hugsa sig um með þátttöku í dansþáttunum Allir geta dansað. Hann fór yfir markverðar fréttir frá liðinni viku ásamt fjölmiðlakonunni Ásdísi Olsen. Nánar »

Áslaug Hulda og Breki Logason fóru yfir vikuna í hnotskurn
Fréttir

Snillingur, brandari, sigurvegari

Sindri Þór er maður vikunnar í huga Áslaugar Huldu Jónsdóttur og Breka Logasonar í vikkunni í hnotskurn í Ísland vaknar. Nánar »

Páll Winkel, fangelsismálastjóri
Fréttir

Sá fyrsti sem strýkur

Leit stendur enn yfir að Sindra Þór Stefánssyni sem strauk úr fangelsinu að Sogni. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að hann hafi ekki verið talinn líklegur til að flýja og hann finnist örugglega. Nánar »

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ísland vaknar

Það snjóar um helgina

Einar Sveinbjörnsson spjallaði við Loga, Rikku og Rúnar Frey í Ísland vaknar í morgun og fór yfir hvernig veðrið verður í sumar. Einar segir að það muni kólna um helgina og að fyrir norðan og austan fari mjög líklega að snjóa. Það verður því einhver bið eftir sumrinu eins og svo oft áður. Nánar »

Ísland vaknar

Lost in Space og Rampage

Ragnar Eyþórsson kvikmynda- og sjónvarpsþáttagagnrýnandi Ísland vaknar mætti í morgun og sagði okkur frá kvikmyndinni Rampage og nýrri sjónvarpsseríu, Lost in space. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist