menu button

Þóttist senda skilaboð óvart og opnaði dyrnar inn í tónlistarbransann

Bríet sendi frá sér metnaðarfullt myndband við fyrsta lagið sitt, ...
Bríet sendi frá sér metnaðarfullt myndband við fyrsta lagið sitt, In too deep.

„Þetta byrjaði á menningarnótt í fyrra, ég var stödd í partýi og þar kom stelpa upp að mér og sagði, „oh my god veistu hver Pálmi er?“ Hann er bestur í heimi og er að gera geggjaða tónlist og hefur áhuga á þér,“ segir Bríet spurð út í upphaf þess að hún hóf samstarf við upptökustjórann Pálma Ragnar Ásgeirsson sem m.a. er þekktur fyrir störf sín með StopWaitGo. „Ég fór þá að reyna að fiffa þetta til. Ég ákvað að þykjast senda honum óvart skilaboð á Facebook og spurði hvort hann vissi klukkan hvað flugeldasýningin væri og sendi svo „ó, afsakaðu, vitlaus Pálmi“ í kjölfarið,“ segir Bríet og þessi óvenjulega áætlun hennar virtist svínvirka því hún náði athygli Pálma. „Ég sá hann svo stuttu síðar út í sal á tónleikum sem ég var að syngja á og hann kom talaði við mig eftir tónleikana,“ segir Bríet sem hefur undanfarin tvö ár haldið tónleika á Íslenska barnum á hverju einasta miðvikudagskvöldi þar sem hún syngur aðallega jazz. Hafa þau nú starfað saman í um hálft ár og bar samvinnan ávöxt í lok mars þegar EP platan „22.03.99“ kom út með fimm nýjum lögum. Bríet er nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð en hún viðurkennir að fátt annað en tónlistin komist að þessa dagana og hafi námið því setið á hakanum.

Kærastinn innblástur

Bríet sendi frá sér fyrstu smáskífuna sína í janúar, lagið In Too Deep, ásamt metnaðarfullu myndbandi sem hún vann sjálf ásamt ljósmyndaranum Önnu Maggý. Næsta smáskífa heitir Twin og varð kærasti Bríetar innblástur hennar við gerð lagsins. „Fyrir nokkru síðan var ég Prikinu og það stígur strákur á skóinn minn, mjög myndarlegur strákur sem er kærastinn minn í dag. Nema þegar ég lít upp sé ég að það er annar strákur eiginlega alveg eins við hliðina á honum og ég uppgötva að hann er tvíburi. Þá var ég nýbúin að semja þetta lag og ég ákvað að láta það heita Twin,“ segir Bríet og það virðist ekkert skorta á skondnar sögur í kringum hana, hvort sem þær eru um lævís skilaboð til þeirra sem hana langar til að vinna með eða af því hvernig ástin kviknar í miðborginni. Hægt er að hlusta á tónlist Bríetar á Spotify með því að fletta upp BRÍET og undir því nafni er einnig síða á Facebook.

Horfðu og hlustaðu á viðtal Sigga Gunnars við Bríeti í spilarnum hér að neðan.

 

Þernur, sem svipar til þernanna úr þáttunum Handmaid´s Tale, hafa sést göngu um Reykjavík að undanförnu og hefur það vakið vakið forvitni meðal vegfarenda.
Viðtöl

Þernur úr Handmaid´s Tale?

Þernur, sem svipar til þernanna úr þáttunum Handmaid´s Tale, hafa sést á göngu um Reykjavík að undanförnu og hefur það vakið vakið forvitni meðal vegfarenda. Ekki er vitað hvað þær eru að gera hérlendis, en margt bendir til þess að þetta sé hluti af kynningu á nýrri þáttaröð. Nánar »

Ísland vaknar

Mikið kynjamisrétti í fótboltanum

Kynjamisrétti er algert í umgjörð fótboltaliða í efstu deild á Íslandi samkvæmt rannsókn sem Margrét Björg Ástvaldsdóttir gerði og skrifaði BA-ritgerð um í félagsfræði við Háskóla Íslands. Margrét Björg og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, voru viðmælendur í Ísland vaknar í morgun. Nánar »

Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild Háskóla Ísland
Ísland vaknar

Kvíði er eðlileg viðbrögð

Það er ekki langt síðan almenn umræða hófst um kvíða hjá börnum og svo virðist sem hann fari vaxandi. Urður Njarðvík, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að muna að kvíði sé eðlileg viðbrögð líkamans og að það þurfi að bregðast rétt við honum. Nánar »

Friðjón R. Friðjónsson.
Ísland vaknar

Trump verður ekki endurkjörinn

Friðjón R. Friðjónsson almannatengill kom í Ísland í dag í morgun og ræddi m.a. um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stöðuna í alþjóðastjórnmálum. Nánar »

Króli og JóiPé í viðtali við Sigga Gunnars á K100 í gær.
Siggi Gunnars

Rappa um áráttu- og þráhyggjuröskun

Þeir JóiPé og Króli, sem á urður stjörnur á einni nóttu, gefa út nýtt lag og nýja plötu í vikunni. Nánar »

Fjölmiðlafólkið Sölvi Tryggvason og Ásdís Olsen voru gestir Magasínsins í vikulokin og ræddu fréttir vikunnar og eigin verkefni að undanförnu.
Viðtöl

Sölvi og Ásdís ræða fréttavikuna

Sölvi Tryggvason segist ekki hafa þurft að hugsa sig um með þátttöku í dansþáttunum Allir geta dansað. Hann fór yfir markverðar fréttir frá liðinni viku ásamt fjölmiðlakonunni Ásdísi Olsen. Nánar »

Áslaug Hulda og Breki Logason fóru yfir vikuna í hnotskurn
Fréttir

Snillingur, brandari, sigurvegari

Sindri Þór er maður vikunnar í huga Áslaugar Huldu Jónsdóttur og Breka Logasonar í vikkunni í hnotskurn í Ísland vaknar. Nánar »

Páll Winkel, fangelsismálastjóri
Fréttir

Sá fyrsti sem strýkur

Leit stendur enn yfir að Sindra Þór Stefánssyni sem strauk úr fangelsinu að Sogni. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að hann hafi ekki verið talinn líklegur til að flýja og hann finnist örugglega. Nánar »

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ísland vaknar

Það snjóar um helgina

Einar Sveinbjörnsson spjallaði við Loga, Rikku og Rúnar Frey í Ísland vaknar í morgun og fór yfir hvernig veðrið verður í sumar. Einar segir að það muni kólna um helgina og að fyrir norðan og austan fari mjög líklega að snjóa. Það verður því einhver bið eftir sumrinu eins og svo oft áður. Nánar »

Ísland vaknar

Lost in Space og Rampage

Ragnar Eyþórsson kvikmynda- og sjónvarpsþáttagagnrýnandi Ísland vaknar mætti í morgun og sagði okkur frá kvikmyndinni Rampage og nýrri sjónvarpsseríu, Lost in space. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist