menu button

Rómeó er vælandi og væminn gaur

Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, heimsótti þau Loga, Rikku og Rúnar Frey í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. Það er alltaf mikið að gerast í kringum Gísla en hann frumsýnir leikritið Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu á föstudaginn og svo leikur hann aðalhlutverkið í nýrri íslenski kvikmynd, Vargar, sem verður frumsýnd 4. maí.

Gísli sýndi mikla leikni þegar þáttastjórnendur báðu hann um að nota sína fögru rödd til að búa til stiklu fyrir þáttinn, bæði á íslensku og norsku, en Gísli talar norsku reiprennandi. Hann fór m.a. yfir það að það væri t.d. erfitt að láta setninguna „ég elska þig“ hljóma sannfærandi á norsku. „Það er til heil bíómynd sem fjallar um það hvernig það er hægt að láta það ganga upp að segja þessa setningu á norsku,“ segir Gísli sem leysti ýmis álitamál fyrir þáttastjórnendur en hann sagði t.d. frá því að miðvikudagur væri sá dagur sem væri kallaður litli laugardagur. 

Gísli Örn greindi líka frá því hvernig honum liði með að sýna sömu sýninguna 500 sinnum en eins og alkunna er fór Vesturportssýningin hans, Rómeó og Júlía, sigurför um allan heiminn í rúmlega áratug þar sem Gísli fór með hlutverk Rómeós. „Þegar maður leikur 8 sýningar á viku, þá fer þetta dáldið mikið að reyna á sálfræðihliðina, maður er alveg fastur í deja vu,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi meira gaman af því leika vonda kallinn. „Ég get kannski sagt það núna að Rómeó er ekkert sérstaklega skemmtilegt hlutverk. Hann er bara væminn, vælandi gaur.“ 

Þú getur hlustað og horft á allt spjallið hér að neðan.

Ísland vaknar er á dagskrá alla virka daga klukkan 06.45-09.00 á útvarpstöðinni K100 og í Sjónvarpi Símans á rás 9.

mbl.is
Þernur, sem svipar til þernanna úr þáttunum Handmaid´s Tale, hafa sést göngu um Reykjavík að undanförnu og hefur það vakið vakið forvitni meðal vegfarenda.
Viðtöl

Þernur úr Handmaid´s Tale?

Þernur, sem svipar til þernanna úr þáttunum Handmaid´s Tale, hafa sést á göngu um Reykjavík að undanförnu og hefur það vakið vakið forvitni meðal vegfarenda. Ekki er vitað hvað þær eru að gera hérlendis, en margt bendir til þess að þetta sé hluti af kynningu á nýrri þáttaröð. Nánar »

Ísland vaknar

Mikið kynjamisrétti í fótboltanum

Kynjamisrétti er algert í umgjörð fótboltaliða í efstu deild á Íslandi samkvæmt rannsókn sem Margrét Björg Ástvaldsdóttir gerði og skrifaði BA-ritgerð um í félagsfræði við Háskóla Íslands. Margrét Björg og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, voru viðmælendur í Ísland vaknar í morgun. Nánar »

Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild Háskóla Ísland
Ísland vaknar

Kvíði er eðlileg viðbrögð

Það er ekki langt síðan almenn umræða hófst um kvíða hjá börnum og svo virðist sem hann fari vaxandi. Urður Njarðvík, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að muna að kvíði sé eðlileg viðbrögð líkamans og að það þurfi að bregðast rétt við honum. Nánar »

Friðjón R. Friðjónsson.
Ísland vaknar

Trump verður ekki endurkjörinn

Friðjón R. Friðjónsson almannatengill kom í Ísland í dag í morgun og ræddi m.a. um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stöðuna í alþjóðastjórnmálum. Nánar »

Króli og JóiPé í viðtali við Sigga Gunnars á K100 í gær.
Siggi Gunnars

Rappa um áráttu- og þráhyggjuröskun

Þeir JóiPé og Króli, sem á urður stjörnur á einni nóttu, gefa út nýtt lag og nýja plötu í vikunni. Nánar »

Fjölmiðlafólkið Sölvi Tryggvason og Ásdís Olsen voru gestir Magasínsins í vikulokin og ræddu fréttir vikunnar og eigin verkefni að undanförnu.
Viðtöl

Sölvi og Ásdís ræða fréttavikuna

Sölvi Tryggvason segist ekki hafa þurft að hugsa sig um með þátttöku í dansþáttunum Allir geta dansað. Hann fór yfir markverðar fréttir frá liðinni viku ásamt fjölmiðlakonunni Ásdísi Olsen. Nánar »

Áslaug Hulda og Breki Logason fóru yfir vikuna í hnotskurn
Fréttir

Snillingur, brandari, sigurvegari

Sindri Þór er maður vikunnar í huga Áslaugar Huldu Jónsdóttur og Breka Logasonar í vikkunni í hnotskurn í Ísland vaknar. Nánar »

Páll Winkel, fangelsismálastjóri
Fréttir

Sá fyrsti sem strýkur

Leit stendur enn yfir að Sindra Þór Stefánssyni sem strauk úr fangelsinu að Sogni. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að hann hafi ekki verið talinn líklegur til að flýja og hann finnist örugglega. Nánar »

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ísland vaknar

Það snjóar um helgina

Einar Sveinbjörnsson spjallaði við Loga, Rikku og Rúnar Frey í Ísland vaknar í morgun og fór yfir hvernig veðrið verður í sumar. Einar segir að það muni kólna um helgina og að fyrir norðan og austan fari mjög líklega að snjóa. Það verður því einhver bið eftir sumrinu eins og svo oft áður. Nánar »

Ísland vaknar

Lost in Space og Rampage

Ragnar Eyþórsson kvikmynda- og sjónvarpsþáttagagnrýnandi Ísland vaknar mætti í morgun og sagði okkur frá kvikmyndinni Rampage og nýrri sjónvarpsseríu, Lost in space. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist