menu button

Áhrifavaldar Íslands

Berglind Berndsen, innanhússarkítekt og sjónvarpskona
Berglind Berndsen, innanhússarkítekt og sjónvarpskona Axel Sigurðarson

„Þetta eru ekki heimsóknarþættir,“ segir Berglind Berndsen innanhússarkitekt og umsjónarkona þáttaraðarinnar Strúktúr sem hóf nýverið sýningu sína í Sjónvarpi Símans.

„Við lögðum upp með að búa til faglega þætti um fólkið okkar, hönnuðina okkar, arkitekta okkar og kynnast þeim og verkum þeirra.“ Þættirnir eru átta talsins þar sem rætt er við valda hönnuði, áhorfendur fá að kynnast verkum þeirra og vinnubrögðum; hvaðan þeir sækja innblástur og örvun, hverjir eru áhrifavaldar og hvað hrífur þá. „Málið er að við eigum svo flott fólk, flotta hönnuði og arkitekta en ég er ekki viss um að margir viti af því, nema kannski við sem erum í geiranum.“

Láttu heimilið vera

Berglind er sjálf mörgum kunn enda þekkt í heimi innanhússhönnunar hér á landi. Aðspurð hvaða hönnunarstíl hún heillist helst af segist hún vera sannur mínimalisti. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri frekar skandinavískur, tímalaus, áreynslulaus og hlýlegur. Einfaldleiki og tímaleysi er hinn fullkomni grunnur fyrir mér.“ Berglind er óhrædd við að breyta og bæta heima hjá sér og fær þá oftar en ekki hugmyndaflugið að ráða för við misjafnar undirtektir heimilisfólks. „Maðurinn minn er með góðan punkt þegar ég segi: „Já, mig langar svolítið til að fara að mála hérna, breyta þessu eða kaupa þetta.“ Þá segir hann bara að í fyrsta lagi sé heimilið orðið eins og lampabúð og í öðru lagi að ég skuli leika mér annars staðar, láta heimilið vera.“ Berglind fann aftur á móti fína lausn við þessum athugasemdum eiginmannsins og fékk málara til að mála svefnherbergi þeirra hjóna með þeim skilyrðum að hann myndi mæta eftir að maðurinn hennar færi í vinnuna og væri farinn áður en hann kæmi heim. „Þetta tókst ekki alveg því maðurinn minn hafði gleymt einhverju heima og sá auðvitað málarann inni í svefnherbergi.“ Þegar Berglind er spurð út í hvort framhald verði á þáttunum segir hún að of snemmt sé að segja til um það enn sem komið er. Alla átta þættina af Strúktúr má finna í Sjónvarpi Símans.

Þernur, sem svipar til þernanna úr þáttunum Handmaid´s Tale, hafa sést göngu um Reykjavík að undanförnu og hefur það vakið vakið forvitni meðal vegfarenda.
Viðtöl

Þernur úr Handmaid´s Tale?

Þernur, sem svipar til þernanna úr þáttunum Handmaid´s Tale, hafa sést á göngu um Reykjavík að undanförnu og hefur það vakið vakið forvitni meðal vegfarenda. Ekki er vitað hvað þær eru að gera hérlendis, en margt bendir til þess að þetta sé hluti af kynningu á nýrri þáttaröð. Nánar »

Ísland vaknar

Mikið kynjamisrétti í fótboltanum

Kynjamisrétti er algert í umgjörð fótboltaliða í efstu deild á Íslandi samkvæmt rannsókn sem Margrét Björg Ástvaldsdóttir gerði og skrifaði BA-ritgerð um í félagsfræði við Háskóla Íslands. Margrét Björg og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, voru viðmælendur í Ísland vaknar í morgun. Nánar »

Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild Háskóla Ísland
Ísland vaknar

Kvíði er eðlileg viðbrögð

Það er ekki langt síðan almenn umræða hófst um kvíða hjá börnum og svo virðist sem hann fari vaxandi. Urður Njarðvík, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að muna að kvíði sé eðlileg viðbrögð líkamans og að það þurfi að bregðast rétt við honum. Nánar »

Friðjón R. Friðjónsson.
Ísland vaknar

Trump verður ekki endurkjörinn

Friðjón R. Friðjónsson almannatengill kom í Ísland í dag í morgun og ræddi m.a. um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stöðuna í alþjóðastjórnmálum. Nánar »

Króli og JóiPé í viðtali við Sigga Gunnars á K100 í gær.
Siggi Gunnars

Rappa um áráttu- og þráhyggjuröskun

Þeir JóiPé og Króli, sem á urður stjörnur á einni nóttu, gefa út nýtt lag og nýja plötu í vikunni. Nánar »

Fjölmiðlafólkið Sölvi Tryggvason og Ásdís Olsen voru gestir Magasínsins í vikulokin og ræddu fréttir vikunnar og eigin verkefni að undanförnu.
Viðtöl

Sölvi og Ásdís ræða fréttavikuna

Sölvi Tryggvason segist ekki hafa þurft að hugsa sig um með þátttöku í dansþáttunum Allir geta dansað. Hann fór yfir markverðar fréttir frá liðinni viku ásamt fjölmiðlakonunni Ásdísi Olsen. Nánar »

Áslaug Hulda og Breki Logason fóru yfir vikuna í hnotskurn
Fréttir

Snillingur, brandari, sigurvegari

Sindri Þór er maður vikunnar í huga Áslaugar Huldu Jónsdóttur og Breka Logasonar í vikkunni í hnotskurn í Ísland vaknar. Nánar »

Páll Winkel, fangelsismálastjóri
Fréttir

Sá fyrsti sem strýkur

Leit stendur enn yfir að Sindra Þór Stefánssyni sem strauk úr fangelsinu að Sogni. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að hann hafi ekki verið talinn líklegur til að flýja og hann finnist örugglega. Nánar »

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ísland vaknar

Það snjóar um helgina

Einar Sveinbjörnsson spjallaði við Loga, Rikku og Rúnar Frey í Ísland vaknar í morgun og fór yfir hvernig veðrið verður í sumar. Einar segir að það muni kólna um helgina og að fyrir norðan og austan fari mjög líklega að snjóa. Það verður því einhver bið eftir sumrinu eins og svo oft áður. Nánar »

Ísland vaknar

Lost in Space og Rampage

Ragnar Eyþórsson kvikmynda- og sjónvarpsþáttagagnrýnandi Ísland vaknar mætti í morgun og sagði okkur frá kvikmyndinni Rampage og nýrri sjónvarpsseríu, Lost in space. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist