menu button

Áhrifavaldar Íslands

Berglind Berndsen, innanhússarkítekt og sjónvarpskona
Berglind Berndsen, innanhússarkítekt og sjónvarpskona Axel Sigurðarson

„Þetta eru ekki heimsóknarþættir,“ segir Berglind Berndsen innanhússarkitekt og umsjónarkona þáttaraðarinnar Strúktúr sem hóf nýverið sýningu sína í Sjónvarpi Símans.

„Við lögðum upp með að búa til faglega þætti um fólkið okkar, hönnuðina okkar, arkitekta okkar og kynnast þeim og verkum þeirra.“ Þættirnir eru átta talsins þar sem rætt er við valda hönnuði, áhorfendur fá að kynnast verkum þeirra og vinnubrögðum; hvaðan þeir sækja innblástur og örvun, hverjir eru áhrifavaldar og hvað hrífur þá. „Málið er að við eigum svo flott fólk, flotta hönnuði og arkitekta en ég er ekki viss um að margir viti af því, nema kannski við sem erum í geiranum.“

Láttu heimilið vera

Berglind er sjálf mörgum kunn enda þekkt í heimi innanhússhönnunar hér á landi. Aðspurð hvaða hönnunarstíl hún heillist helst af segist hún vera sannur mínimalisti. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri frekar skandinavískur, tímalaus, áreynslulaus og hlýlegur. Einfaldleiki og tímaleysi er hinn fullkomni grunnur fyrir mér.“ Berglind er óhrædd við að breyta og bæta heima hjá sér og fær þá oftar en ekki hugmyndaflugið að ráða för við misjafnar undirtektir heimilisfólks. „Maðurinn minn er með góðan punkt þegar ég segi: „Já, mig langar svolítið til að fara að mála hérna, breyta þessu eða kaupa þetta.“ Þá segir hann bara að í fyrsta lagi sé heimilið orðið eins og lampabúð og í öðru lagi að ég skuli leika mér annars staðar, láta heimilið vera.“ Berglind fann aftur á móti fína lausn við þessum athugasemdum eiginmannsins og fékk málara til að mála svefnherbergi þeirra hjóna með þeim skilyrðum að hann myndi mæta eftir að maðurinn hennar færi í vinnuna og væri farinn áður en hann kæmi heim. „Þetta tókst ekki alveg því maðurinn minn hafði gleymt einhverju heima og sá auðvitað málarann inni í svefnherbergi.“ Þegar Berglind er spurð út í hvort framhald verði á þáttunum segir hún að of snemmt sé að segja til um það enn sem komið er. Alla átta þættina af Strúktúr má finna í Sjónvarpi Símans.

Á myndinni er hluti nemendanefndarinnar, Ragnheiður Torfadóttir, Thelma Ragnarsdóttir, Katrín Magnúsdóttir ásamt aðalleikurum sýningarinnar þeim Mími Bjarka Pálmasyni og Kolbrúnu Maríu Másdóttur.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Xanadu-söngleikurinn á svið

Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Nánar »

Samuel L. Jackson, Bruce Willis og James McAvoy fara með hlutverk í Glass og í kvikmyndinni Close fer Noomi Rapace með aðalhlutverkið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Bíógagnrýni: Glass og Close

Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Nánar »

Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Nánar »

Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir.
Ísland vaknar

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »