menu button

Kettir eru róandi

mbl.is/​Hari

Eigendur fyrsta kattakaffihúss landsins komu í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar og með þeim einn af íbúunum, Fabio, tíu ára fress, sem þurfti að kynna sér hljóðverið á meðan á viðtalinu stóð. Hann er annar tveggja katta á kaffihúsinu þessa dagana en kettirnir þar eru að leita sér að heimili og því verður þeim skipt út reglulega. 

Margir hafa komið á kattakaffihús í útlöndum og þar hefur viðhorfið verið annaðn og frjálslegra til gæludýra. Með reglugerðabreytingu var heimilt að hafa gæludýr á veitingastöðum. „Það er ekki langt síðan þessi hugmynd kviknaði og svo bauðst okkur þetta húsnæði og þá ákváðum við að slá til,“ segir Ragnheiður Birgisdóttir, sem á kaffihúsið ásamt Gígju Björnsson. Kaffihúsið er á Bergstaðastræti 10a og þar er hægt að fá kaffi og ýmiskonar meðlæti. 

Þær stefna að því að hafa 3-4 ketti í einu og gestir geta komið á kaffihúsið og klappað köttum, ef þeir eru í þannig stuði, nú eða bara horft á þá sofa, sem er mjög róandi. Þess má geta að kettirnir sem búa á kaffihúsinu eru flestir að leita sér að framtíðarheimili og má því búast við að margir finni sálufélagann á kaffihúsinu.

Hægt er að sjá þær Ragnheiði og Gígju og að sjálfsögðu Fabio hér og hlusta á önnur brot úr þættinum og útsendingu K100 á K100.is og í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans á rás 9

 

 

mbl.is
Fréttir

Stór dagur fyrir Landspítalann

Í morgun birtist auglýsing um útboð á framkvæmdum við nýja Landspítalann við Hringbraut. Þar eru boðaðar miklar framkvæmdir, m.a. uprif gatna, göng undir Snorrabraut og fleira. Nánar »

Ísland vaknar

Svaraðu RÉTT til að vinna!

Sigrún Reynisdóttir sigraði spurningakeppnina í Ísland vaknar í morgun og vann sér inn bröns fyrir fjóra á veitingastaðnum Geira Smart. Nánar »

Siggi Gunnars

„Þriðja kryddið er lífstíll“

Sævar Pétur Eysteinsson betur þekktur sem Prins Póló sendir frá sér sína þriðju hljómplötu á föstudaginn. Platan heitir Þriðja kryddið og að sögn Prinsins er Þriðja kryddið ekki bara MSG heldur lífstíll. Nánar »

Ísland vaknar

Mið-Ísland í Háskólabíói

Bergur Ebbi var skilgreindur sem grínisti, lögfræðingur, tónlistarmaður, heimspekingur og rithöfundur í þættinum Ísland vaknar í morgun, en sjálfur segir hann allar svona skilgreiningar úreltar. Nánar »

Ólafur Arnarson hagfræðingur segir það hafa gerbreytt lífi sínu að fara í magaermaraðgerð.
Magasínið

Ólafur missti 50 kíló á 11 mánuðum

„Já, ég er búinn að losa mig við 50 kíló og það er eitthvað vel yfir einn þriðji af því sem ég var,“ segir Ólafur Arnarson hagfræðingur varðandi þyngdartap sitt í kjölfar magaermaraðgerðar. Í aðgerðinni voru um 80% af maganum fjarlægð og í kjölfarið getur viðkomandi borðað miklu minna en áður. Nánar »

Árni Friðleifsson og Þórhildur Elín Elínardóttir ræddu hærri sektir í Ísland vaknar í morgun.
Fréttir

Má ekki svara Heimi Hallgríms

Um mánaðamótin hækka sektir verulega og þeir sem nota síma, án handfrjáls búnaðar, gætu þurft að borga 40 þúsund krónur í sekt. Nánar »

Ísland vaknar

Hásar raddir eru þokkafullar

Logi, Rikka, Rúnar Freyr fóru um víðan völl í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Þau ræddu m.a. hásar raddir og Logi hélt því fram að þær væru kynþokkafullar. Nánar »

Ari Edwald ræddi Samkeppniseftirlitið í morgunþættinum Ísland vaknar
Fréttir

Óttast gervivísindi

Ari Edwald, forstjóri MS, líkir samkeppniseftirliti á Íslandi við gervivísindi. Hann að litið sé framhjá stórum þáttum í samkeppni á Íslandi sem geri stöðu fyrirtækja mjög erfiða og þau óttist samkeppnisyfirvöld. Nánar »

Ísland vaknar

Kjaftasögur og samtöl í ræktinni

Það var víða komið við í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Það þurfti aðeins að ræða kjaftasögur og hvenær eigi að slá á þær, Guns 'n roses og samtöl við hin ýmsu tækifæri. Nánar »

Karl Sigurðsson og Tobba Marínós
Ísland vaknar

Annað barn á leiðinni

Tobba færði þáttastjórnendum morgunþáttarins Ísland vaknar gleðifréttir að sjálf ætti hún von á barni ásamt eiginmanni sínum, Karli Sigurðssyni, en fyrir eiga þau þriggja ára dóttur. Ísland vaknar óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Nánar »