menu button

Heppnir hlustendur gætu verið á leið á tónleika með Sam Smith

Þessa viku mun útvarpsstöðin K100 standa fyrir leik þar sem hlustendum gefst tækifæri á að næla sér í miða á tónleika Sam Smith í London í apríl. Um er að ræða ferð með flugi, gistingu og miðum á tónleikana.

Hinn 25 ára gamli Sam Smith er einhver allra vinsælasti tónlistarmaður dagsins í dag. Hann spratt fram á sjónarsviðið síðla árs 2012 og hefur átt ótrúlegan feril síðan þá. Fyrsta plata hans, In the lonely hour, sem kom út árið 2014 hlaut mikið lof og seldist í milljónum eintaka um allan heim. Í kjölfarið var honum boðið að semja einkennislag James Bond myndarinnar Spectre en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir þá lagasmíð. Mikið álag fylgir slíkum vinsældum og ákvað Smith að draga sig úr sviðsljósinu í rúmt ár þangað til platan The Thrill of it All kom út síðasta haust. Smith fylgir nú plötunni með tónleikaferðalagi um heiminn.

Hlustendur K100 geta unnið miða á tónleikana

Í apríl mun Smith koma fram í heimaborg sinni, London. K100 ætlar í samstarfi við ferðaskrifstofuna Gaman Ferðir að gefa miða á tónleika hans í London ásamt flugi og gistingu. Um tveggja nátta ferð er að ræða. Til þess að eiga möguleika á því að vinna miða á tónleikana þarf að hlusta náið á K100 alla vikuna. Þegar hlustendur heyra tvö lög í röð með Sam Smith eiga þeir að hringja í 571 – 1111 því þá gætu þeir átt möguleika á að vinna miða á tónleikana. Leikurinn verður í gangi alla virka daga frá 09:00 – 16:00 alla þessa viku og það eina sem þarf að gera er að hlusta vel á K100 og vera með símanúmerið á hreinu.

mbl.is
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir ásamt Sighvati Jónssyni og Ásgeiri Páli Ágústssyni þáttarstjórnendum Magasínsins á K100.
Fréttir

Strigaskór að koma í tísku

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir eigandi vefsíðunnar tiska.is segir að í heimi tískunnar gangi allt í hringi. Margt af því sem fylgir vortískunni getum við tengt við 80s tímabilið. Nánar »

Gunnar Helgason, rithöfundur
Viðtöl

Viðkvæmir taki vasaklútana með

„Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Nánar »

Viðtöl

Náði kjörþyngdinni á 8 mánuðum

Margrét Guðmundsdóttir kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hún sendi nýlega frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Nánar »

Elínrós og Andri fóru yfir helstu atburði vikunnar í spjalli við Hvata og Ásgeir Pál í Magasíninu.
Viðtöl

„Þá var öllum drullusama“

Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, og Elínrós Líndal, blaðamaður á Smartlandinu, fóru hressilega yfir helstu atburði vikunnar í Magasíninu á K100. Þegar talið barst að nýju landsliðbúningum KSÍ rifjaði Andri upp að áður hafi öllum verið sama um landsliðið. Nánar »

Viðtöl

Snillingar og pappakassar vikunnar

Þau Fanney Birna Jónsdóttir fjölmiðlakona og Andrés Jónsson almannatengill komu í morgunþáttinn í morgun og fóru yfir vikuna með skemmtilegum hætti þar sem þau völdu snilling, pappakassa, brandara, gleði og skandal vikunnar og sitthvað fleira. Nánar »

Bola-dósin fannst í Gufunesi.
Viðtöl

Bolinn vökvar skeiðvöllinn

Hreiðar Þór Jónsson, markaðsstjóri hjá Ölgerðinni, segir að sex metra háa Bola-bjórdósin, sem var stolið um helgina frá hestamannafélagi, eigi að innihalda vatn. Þjófarnir hafi kannski haldið að í henni væru 3.000 lítrar af bjór. Nánar »

Viðtöl

Kettir eru róandi

Eigendur fyrsta kattakaffihúss landsins komu í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar og með þeim einn af íbúunum, Fabio, tíu ára fress, sem þurfti að kynna sér hljóðverið á meðan á viðtalinu stóð. Nánar »

Viðtöl

Rómantískt hælsæri

Það er misjafnt hvað fólk gerir um helgar. Flestir slaka á en ekki Rikka. Hún ákvað að fara í rómantíska helgarferð til Lillehammer og ganga 54 kílómetra á gönguskíðum Nánar »

Sam Smith.
Fréttir

Vann ferð fyrir tvo á tónleika með Sam Smith

Birgir Þór Ingvarsson vann rétt í þessu ferð fyrir tvo á tónleika með Sam Smith í London. Nánar »

Viðtöl

Karlar þurfa einfalda hluti

Mottumars stendur nú sem hæst og beinist sérstaklega að körlum eins og venjulega. Þeir ganga í sérstökum sokkum og þemað er rakarastofan, með kvartett sem syngur fyrir Randver Þorláksson í frábærum auglýsingum. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist