menu button

Grease lifir

K100

Söngvararnir Jón Jósep Snæbjörnsson og Jógvan Hansen komu í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar og töluðu um Grease tónleikana sem fara fram í Háskólabíói næstu helgi.   „Þegar maður er kallaður til í svona verkefni þá man maður eftir því hvar maður var þegar maður sá þetta í fyrsta í skipti,” segir Jónsi en hann lék aðalhlutverkið í uppfærslu á Grease í Borgarleikhúsinu 2003.

Íslenskir áhorfendur þekkja Grease vel, en söngleikurinn hefur verið sýndur þrisvar sinnum hér á landi.  „Við gætum bókstaflega slegið fyrsta hljóminn í You’re  the one that I want og þá syngur salurinn rest,” segir Jónsi.  Hann sagði frá því þegar hann fór í prufurnar fyrir Grease árið 1998: „Ég var í prufunum og var ekki valinn, ég var með 39°C hita og við hliðina á mér í prufunum var stelpa, við vorum jafn léleg, hún heitir Ágústa Eva.”

Þær Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavarsdóttir munu syngja með Jónsa og Jógvan á tónleikunum en auk þeirra verða á sviðinu sjö manna hljómsveit og dansarar.  Tónleikarnir fara fram um næstu helgi eins og áður sagði en nú hefur verið bætt við aukatónleikum á föstudeginum kl. 19.30.  Hægt er að nálgast miða á tix.is.

 Viðtalið í heild má finna horfa á hér.

 

mbl.is
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir ásamt Sighvati Jónssyni og Ásgeiri Páli Ágústssyni þáttarstjórnendum Magasínsins á K100.
Fréttir

Strigaskór að koma í tísku

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir eigandi vefsíðunnar tiska.is segir að í heimi tískunnar gangi allt í hringi. Margt af því sem fylgir vortískunni getum við tengt við 80s tímabilið. Nánar »

Gunnar Helgason, rithöfundur
Viðtöl

Viðkvæmir taki vasaklútana með

„Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Nánar »

Viðtöl

Náði kjörþyngdinni á 8 mánuðum

Margrét Guðmundsdóttir kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hún sendi nýlega frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Nánar »

Elínrós og Andri fóru yfir helstu atburði vikunnar í spjalli við Hvata og Ásgeir Pál í Magasíninu.
Viðtöl

„Þá var öllum drullusama“

Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, og Elínrós Líndal, blaðamaður á Smartlandinu, fóru hressilega yfir helstu atburði vikunnar í Magasíninu á K100. Þegar talið barst að nýju landsliðbúningum KSÍ rifjaði Andri upp að áður hafi öllum verið sama um landsliðið. Nánar »

Viðtöl

Snillingar og pappakassar vikunnar

Þau Fanney Birna Jónsdóttir fjölmiðlakona og Andrés Jónsson almannatengill komu í morgunþáttinn í morgun og fóru yfir vikuna með skemmtilegum hætti þar sem þau völdu snilling, pappakassa, brandara, gleði og skandal vikunnar og sitthvað fleira. Nánar »

Bola-dósin fannst í Gufunesi.
Viðtöl

Bolinn vökvar skeiðvöllinn

Hreiðar Þór Jónsson, markaðsstjóri hjá Ölgerðinni, segir að sex metra háa Bola-bjórdósin, sem var stolið um helgina frá hestamannafélagi, eigi að innihalda vatn. Þjófarnir hafi kannski haldið að í henni væru 3.000 lítrar af bjór. Nánar »

Viðtöl

Kettir eru róandi

Eigendur fyrsta kattakaffihúss landsins komu í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar og með þeim einn af íbúunum, Fabio, tíu ára fress, sem þurfti að kynna sér hljóðverið á meðan á viðtalinu stóð. Nánar »

Viðtöl

Rómantískt hælsæri

Það er misjafnt hvað fólk gerir um helgar. Flestir slaka á en ekki Rikka. Hún ákvað að fara í rómantíska helgarferð til Lillehammer og ganga 54 kílómetra á gönguskíðum Nánar »

Sam Smith.
Fréttir

Vann ferð fyrir tvo á tónleika með Sam Smith

Birgir Þór Ingvarsson vann rétt í þessu ferð fyrir tvo á tónleika með Sam Smith í London. Nánar »

Viðtöl

Karlar þurfa einfalda hluti

Mottumars stendur nú sem hæst og beinist sérstaklega að körlum eins og venjulega. Þeir ganga í sérstökum sokkum og þemað er rakarastofan, með kvartett sem syngur fyrir Randver Þorláksson í frábærum auglýsingum. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist