Hugmyndin fæddist í ræktinni

Hugmyndin að laginu fæddist í föstudagstíma í ræktinni hjá þjálfaranum Birki Vagni í World Class. Egill Ploder og Nökkvi Fjalar úr Áttunni sækja tímann ásamt góðu fólki, meðal annars þeim Sturlu Atlas og Arnari Ingasyni. Í tímunum fæddist sú hugmynd að Áttan myndi senda lag inn í keppnina og aðstoðuðu þeir Sturla og Arnar við lagasmíðina. Það má segja að þarna mætast tveir ólíkir heimar, Áttan og 101 Boys. 

Það eru þau Egill Ploder og Sonjia Valdin flytja lagið fyrir hönd Áttunnar.

Sjáðu flutning þeirra af laginu „Here for you“ í Eurovision Live Lounge í spilaranum hér að ofan og viðtal Sigga Gunnars við þau á K100 í spilaranum hér að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir