Vilja ekki lifa í eftirsjá

„Ég vil ekki lifa í eftirsjá, ég vil berjast“ sungu meðlimir Fókushópsins í fyrri undankeppni Söngvakeppninni og ruku beint í úrslitin. Sönghópurinn hefur starfað í tæpt ár en þau kynntust öll við tökur á annari seríu The Voice Ísland í fyrra. Þau hafa sungið saman við hin ýmsu tilefni síðast liðið ár og taka nú þátt í Söngvakeppninni með þetta kraftmikla og dramatíska lag. 

Undirbúningur fyrir úrslitin standa yfir þessa dagana en meðal annars er verið að hanna og sauma búninga fyri þau. Lagið verður sungið á ensku á laugardaginn og verður kallað Battleline. 

Fókus komu í heimsókn á K100 og fluttu órafmaganaða útgáfu af laginu sínu og hituðu um leið upp fyrir helgina. Myndbandið má í spilaranum hér að ofan. 

Horfðu á viðtal Sigga Gunnars við Fókushópinn sem tekið var fyrir undankeppnina í spilaranum hér að neðan. Live Lounge Fókushópurinn flytur lagið sitt Battleline í K100 Live …
Live Lounge Fókushópurinn flytur lagið sitt Battleline í K100 Live Lounge. Eggert
mbl.is

#taktubetrimyndir