Aron Hannes Emilsson er rétt rúmlega tvítugur söngvari sem vakið hefur athygli síðustu ár. Aron tók þátt í Söngvakeppninni í fyrra með lagið „Tonight“ og er nú mættur öðru sinni með lagið Gold Digger.
Aron vil taka skýrt fram að lagið sé ekki byggt á eigin reynslu en lagið er undir sterkum áhrifum Bruno Mars, sannkallaður nútíma motown slagari.
Einhverjir muna eftir norsku rokksveitinni WigWam sem tók þátt í Eurovision 2005. Aron segist vera mikill aðdáandi þeirrar sveitar sem sumum þyki ansi sérstakt. „Ég ræddi um þessa aðdáun mína á WigWam við Norðmann um daginn og sem taldi mig mjög skrýtinn fyrir vikið,“ segir Aron og hlær.
Í gær kom út splúnku nýtt myndband fyrir lagið sem frumsýnt var fyrir fullu húsi í Laugarásbíó og er ljóst að Aron og meðreiðarsveinar hans eru klárir í slaginn á laugardagskvöld.
Horfðu á Aron flytja Gold digger í alveg hreint magnaðri funk útgáfu í spilarnum hér að ofan. Í spilaranum hér að neðan getur þú séð viðtal Sigga Gunnars við Aron sem tekið var fyrr í febrúar og einnig nýja myndbandið.