menu button

Bannað að fara í sumarfrí

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, hefur áður staðið vaktina ...
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, hefur áður staðið vaktina í kringum stórmót í íþróttum en hún var starfandi sendiherra í Frakklandi í kringum Evrópumótið í knattspyrnu karla árið 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú stendur Berglind Ásgeirsdóttir vaktina í Rússlandi og því með reynslu sem má nýta þegar Ísland tekur þátt í HM í knattspyrnu karla. Þau Hvati og Hulda í Magasíninu slógu á þráðinn til Berglindar í Moskvu og náðu henni stuttu eftir blaðamannafund sem haldinn var til að kynna Ísland og framkvæmdina í kringum íslenska liðið. 

Fimmtungur þjóðarinnar vill komast á HM 

Á blaðamannafundi, sem haldinn var á dögunum, sagðist Berglind hafa farið vítt og breitt yfir sviðið. Það hafi þó vakið athygli hennar að rússnesku miðlarnir voru aðeins áhugasamir um tvennt. Og bara þetta tvennt miðað við það sem birt hefur verið í kjölfarið. Það að allt að 20% þjóðarinnar hefði hug á að fylgjast með liðinu í Rússlandi og að starfsfólk sendiráðsins fengi ekki að fara í frí fyrr en að móti loknu. 

Bannað að fara í sumarfrí

Berglind var sendiherra Íslands í Frakklandi þegar Evrópumótið í knattspyrnu fór þar fram og hefur hún því sankað að sér dýrmætri reynslu til að nýta nú. Árangurinn var framúrskarandi góður í Frakklandi líkt og þekkt er orðið og bjóst enginn við því að þurfa að standa vaktina jafnlengi það sumar og raunin varð. Starfsfólk sendiráðsins fór í sumarleyfin sín á þeim tíma, en þó þegar þörf var á starfskröftum þeirra í kringum velgengni landsliðsins. Berglind segir engan hafa trúað því að liðið myndi ná svo langt, en nú sé gert ráð fyrir öllu. „Starfsmenn sendiráðsins fá ekki frí fyrr en eftir HM,“ sagði Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, í Magasíninu. „Þannig að við erum alveg undirbúin ef liðið fer alla leið!“mbl.is
Brosmilt þríeyki í morgunsárið.
Ísland vaknar

Peysan sem bætir heiminn

„Okkur langaði að hanna flík með skilaboðum á og höfðum þess vegna samband við UN Women,“ segir Helga Ólafsdóttir, fatahönnuður og eigandi barnafatamerkisins Iglo + Indi um Empwr Women-peysuna sem fer í sölu í dag. Nánar »

Hvati, Silja Mist og Þóra í Magasíninu.
Magasínið

Bleika súkkulaðið kynnt í 600 manna veislu

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að bleika Rúbínsúkkulaðið verði kynnt í 600 manna teiti í Hörpu í næstu viku. Örfáir hafa fengið að smakka nýja súkkulaðið. Nánar »

Manúela Ósk Harðardóttir hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ísland vaknar

Upplifði sig eina í æsku

„Þetta er frekar slæmt þar sem ég er engin hlaupamanneskja, ég ætla bara að taka minn tíma,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn skipuleggjenda Miss Universe Iceland-keppninnar, en hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu.
Magasínið

Ólafur Darri og Ilmur safna áheitum

Þau Darri Ólafs og Ilmur Kristjánsdóttir, andlit auglýsingaherferðar Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka sögðu sína sögu og hvaða góðgerðarmálefni þau ætla að styrkja í gegnum hlaupastyrk.is. Nánar »

Hljómsveitin Albatross, þeir Sverrir Bergman og Halldór Gunnar Pálsson, hér með Herbert Guðmundssyni, höfundi lagsins Can´t Walk Away, sem þeir félagar hafa nú endurgert.
Magasínið

Samdi lagið í fangaklefanum

Hljómsveitin Albatross, sem þeir Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergman skipa, kíktu í Magasínið til að ræða nýja útgáfu af laginu Can´t Walk Away sem Herbert Guðmundsson samdi og söng upphaflega. Nánar »

Hrönn Bjarnadóttir í Magasíninu.
Magasínið

Bakar brúðartertuna sjálf

Ofursnapparinn Hrönn Bjarnadóttir mætti í Magasínið og deildi góðum ráðum varðandi brúðkaup og skreytingar. Auk þess sagði Hrönn frá eigin brúðkaupstertu sem hún bakar sjálf. Nánar »

Logi, Þorsteinn og Rikka eldhress í morgunsárið.
Ísland vaknar

Bataskólinn bætir líf fólks

„Bataskóli Íslands er skóli sem er er ætlaður fólki með geðrænar áskoranir. Geðrænar áskoranir er allt sem lýtur að geðrænum veikindum eins og kvíði, ADHD, þunglyndi og svo líka þyngri sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum.“ Nánar »

Siggi Gunnars og Páll Óskar klárir í stúdíói K100 fyrir Pallaball í beinni.
Fréttir

Páll Óskar í beinni á Hinsegin100

Í dag skiptir útvarpsstöðin K100 um nafn og heitir Hinsegin100 í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Hápunktur dagsins verður kl. 15 þegar Páll Óskar mætir á svæðið og slær upp Pallaballi í beinni ásamt Sigga Gunnars. Nánar »

Vala Árnadóttir, framkvæmdastýra Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Ísland vaknar

Auðvelt að vera vegan á Íslandi

„Ég varð vegan árið 2016 og þá var það strax orðið auðveldara. Í dag er úrvalið miklu meira en þá og hægt að fá vegan í öllum verslunum og veitingastöðum.“ Nánar »

Ísland vaknar

Forseti Kína pappakassi vikunnar

Felix Bergsson fór yfir vikuna sem er að líða í Ísland vaknar þar sem hann valdi m.a. snilling, gleði og pappakassa vikunnar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist