menu button

Varar við ofneyslu saltkjöts

Í dag er sprengidagur og fjölmargir Íslendingar halda upp á daginn með því að borða saltkjöt og baunir. Gunnar Geir Markússon næringarfræðingur varar fólk við ofneyslu saltkjöts og sérstaklega þá sem eru með of háan blóðþrýsting. Fram kom í máli Gunnars að allt sé gott í hófi og finna megi góða næringu í sprengidagsfæðunni.

Salkjöt næringarríkt

Að mörgu leyti er salkjöt næringarríkt og gott. Kjötið og baunirnar eru próteinríkar og rófan er full af C-vítamínum sem er heilsusamlegt og gott. Gunnar hvetur til meðalhófsins í neyslu sprengidagsfæðunnar eins og allrar annarrar fæðu. „Við leggjum ekki niður sprengidaginn af einhverjum hollustuástæðum. Þetta er skemmtileg hefð sem gott er að halda í,“ sagði Gunnar í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun.  

Sprengidagsmatur getur hækkað blóðþrýstinginn

„Karlar sem eru komnir um miðjan aldur ættu að fara varlega í saltneyslunni og sérstaklega þeir sem glíma við háþrýsting,“ sagði Gunnar en hann hvetur þá sem borða saltkjötið til að drekka vatn í kjölfarið.

mbl.is
Fókushópurinn tekur lagið Battlefield í Eurovision Live Lounge K100.
Fréttir

Eurovisionvonbiðlar syngja á K100

Hápunktur Söngvakeppni Sjónvarpsins nálgast en úrslitakvöld hennar er laugardaginn 3. mars næst komandi. Alls munu sex atriði keppa um að fara fyrir hönd Íslands í Eurovision. Nánar »

Jón Víðis Jakobsson dáleiddi dagskrárgerðarkonuna Kristínu Sif í þættinum Ísland vaknar.
Viðtöl

Kristín Sif neitaði að gelta í dáleiðslunni

Jón Víðis Jakobsson dáleiddi dagskrárgerðarkonuna Kristínu Sif þannig að í hvert skipti sem nafnið hennar var nefnt rétti hún upp hægri höndina. Hún var þó ekki tilbúin að gelta og fékk hroll í hvert sinn sem það var reynt. Sjón er sögu ríkari í þetta sinn! Nánar »

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, hefur áður staðið vaktina í kringum stórmót í íþróttum en hún var starfandi sendiherra í Frakklandi í kringum Evrópumótið í knattspyrnu karla árið 2016.
Viðtöl

Bannað að fara í sumarfrí

Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Nánar »

Ingileif ásamt unnustu sinni Maríu Rut Kristinsdóttur.
Viðtöl

Samdi lagið í sturtunni

Fjölmiðlakonan og laganeminn Ingileif Friðriksdóttir sendi frá sér í dag sitt fyrsta lag sem nefnist „At last“. Ingileif hefur lítinn sem engan bakgrunn úr tónlist en þetta er fyrsta lagið sem hún semur. Nánar »

Eyjamenn velta þessa dagana fyrir sér nafni á nýrri ferju og á Bolludag stóð bakarí í Eyjum fyrir skemmtilegri nafnakosningu.
Viðtöl

Herjólfur vinsælli en Vilborg

Fjörugar umræður urðu meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að netmiðillinn Eyjar.net birti vangaveltur um að ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. Eyjabakarí ákvað að taka óformlega stöðuna á málinu með heimamönnum. Nánar »

Logi Bergmann Eiðsson, Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verða umsjónarmenn þáttarins.
Fréttir

Rikka, Logi og Rúnar Freyr í nýjum morgunþætti

Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Nánar »

Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Söngvakeppninnar í ár líkt og undanfarin ár.
Viðtöl

„Hægt og rólega kemur þjóðin með“

Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fór fram um helgina og hafa sex lög verið valin til að taka þátt í úrslitaþættinum 3. mars. Eitt þessara laga verður framlag okkar Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri keppninnar kíkti í Magasínið. Nánar »

Fréttamaðurinn Sindri Sindrason og Sigmar Vilhjálmsson fóru yfir það helsta úr liðinni viku í Magasíninu á K100.
Fréttir

Það helsta frá liðinni viku 

Það besta, í það minnsta það skemmtilegasta og áhugaverðasta, úr liðinni viku var rætt í Magasíninu með fjölmiðlamönnunum Simma Vill og Sindra Sindrasyni. Nánar »

Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona lést undir lok ársins 2013.
Viðtöl

Valdís var drottning útvarpsins

Valdís Gunnarsdóttir innleiddi rómantík í íslenskt útvarp, segir Jón Axel Ólafsson sem vann með Valdísi um árabil. „Hún hafði sínar sérstöku skoðanir á hlutunum og var ekkert að fela það,“ sagði Jón í spjalli við Huldu og Hvata á K100 í tilefni Valentínusardagsins. Nánar »

Fréttir

Ekki fyrir alla að eiga hund

Þórhildur Bjartmarz, fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands og hundaþjálfari, bendir á að það sé binding til um það bil 15 ára að eignast hund. Þessari bindingu fylgir mikil ábyrgð. Sumir hundar þurfa mikla útiveru á meðan aðrir þarfnast fyrst og fremst félagsskapar. Nánar »