menu button

Óperudraugurinn á svið í Hörpu

Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að ...
Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að koma vinsælasta söngleik í heimi á svið. Um 100 manna uppfærsla einsöngvara, leikara, kórs, dansara og hljómsveitarinnar SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Mynd/Magasínið K100

Meira en 130 milljónir áhorfenda hafa séð vinsælasta söngleik í heimi og nú er komið að því að setja Phantom of The Opera á svið í Hörpu í lok febrúar. Phantom, eftir Andrew Lloyd Webber, er langlífasta sýningin í sögu Broadway og eru sýningar þar löngu orðnar fleiri en tíu þúsund talsins. Fólk í 145 borgum og 27 löndum hefur séð sýninguna, sem er ekkert smá verk. Þrjár sýningar eru áætlaðar hérlendis og nú þegar uppselt á tvær þeirra. 

Í Magasíninu var spjallað við Eið Arnarsson, einn aðstandenda sýningarinnar, og Þór Breiðfjörð sem fer með aðalhlutverk sýningarinnar sem „hinn auðmjúki draugur“ líkt og Þór lýsir hlutverki sínu. 

Verkið hefur vinningin á heimsvísu

Spjallað var meðal annars um höfundarréttinn og leyfið til að setja sýninguna á svið. „Þeir halda fastast í þetta verk og vernda mest,“ segir Eiður og Þór nefnir að Vesalingarnir og Óperudraugurinn séu langstærstu og vinsælustu verkin á heimsvísu. „Þeir hafa verið sýndir í flestum löndum fyrir flest fólk,“ segir Þór. 

„Þetta eru svona verkin sem Webber ákvað að sýna hvað hann væri flott tónskáld. Hann var náttúrulega búinn að sýna það í framsækna rokkinu í Superstar og Evitu og fleira. En hann einhvern veginn virkilega leggur sig í líma við að hafa þetta mjög fágað, en einmitt með þessum sniðugu línum sem hann er svo sniðugur með.“ 

Tónleikauppfærsla kallar á meiri kröfur

Eiður segir kröfurnar þannig að ef um leikhúsuppfærslu er að ræða þá þurfi að hafa að lágmarki 27 manna hljómsveit, með tilheyrandi hlutverkum, kór, dönsurum, leikmunum og annað segir Eiður.  

„Við erum hins vegar að gera tónleikauppfærslu og þá aukast kröfurnar. Vegna þess að þá er lágmarkskrafa á 45 manna hljómsveit, svo erum við með 30 manna kór, 10 söngvara, sex dansara,“ segir Eiður sem segir þá hafa upplifað gagnkvæmt traust við uppfærsluna, enda hafa sömu aðilar sett upp Jesus Christ Superstar og því komin reynsla á samstarfið. 

Viðtalið má hlusta á í heild hér að neðan. 

mbl.is
Hreimur Örn Heimisson verður gestasöngvari á tónleikum Kristínar Stefánsdóttur, en hún endurtekur leikinn á ný og býður upp á Burt Bacarach tónleika nú í annað sinn.
Magasínið

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Nánar »

Göngugarpur. Sirrý gengur nú í annað sinn um Himalaya-fjallgarðinn. Hún segir þetta engu líkt.
Magasínið

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Nánar »

Dominique Gyða Sigrúnardóttir og starfsmenn Sjóvá fara með hlutverk í myndbandi sem framleitt var í tengslum við Jafnvægisvogina.
Fréttir

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Nánar »

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Hér með kók drykk, en það var það eina sem róaði ógleðina í sjónum.
Magasínið

„Shut up and swim!“

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Nánar »

Björgvin Franz Gíslason.
Siggi Gunnars

„Lærðum að eiga ekki pening“

„Í Bandaríkjunum lærðum við að eiga ekki pening og höfum aldrei verið hamingjusamari,“ segir Björgvin Franz í samtali við Sigga Gunnars í Lögum lífsins á K100. Nánar »

Söngvarinn  Stefán Jakobsson hér sem blóðugi presturinn í Halloween Horror Show.
Magasínið

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Nánar »

Falleg ljósmynd af óléttri konu úti í mosa. Myndin er tekin á setti við tökur á þáttunum Líf kviknar.
Magasínið

Líf kviknar í kvöld

Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur, leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Nánar »

Mjölormar á hafragraut í Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Kom með orma í morgunmat á K100

Það var öðruvísi morgunverður á borðum í Ísland vaknar í morgunsárið þegar Kristín Sif einn þáttarstjórnenda mætti með mjölorma í nestisboxinu. Nánar »

Margeir Ingólfsson stjórnarformaður Hugsmiðjunnar segir styttingu vinnuvikunnar hafa skilað sér margfalt og það sé góð reynsla af þeirri breytingu.
Magasínið

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Nánar »

Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður og Sævar Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður í viðtali á K100.
Ísland vaknar

Hrikalegur veruleiki fíkla

Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist