menu button

Óperudraugurinn á svið í Hörpu

Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að ...
Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að koma vinsælasta söngleik í heimi á svið. Um 100 manna uppfærsla einsöngvara, leikara, kórs, dansara og hljómsveitarinnar SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Mynd/Magasínið K100

Meira en 130 milljónir áhorfenda hafa séð vinsælasta söngleik í heimi og nú er komið að því að setja Phantom of The Opera á svið í Hörpu í lok febrúar. Phantom, eftir Andrew Lloyd Webber, er langlífasta sýningin í sögu Broadway og eru sýningar þar löngu orðnar fleiri en tíu þúsund talsins. Fólk í 145 borgum og 27 löndum hefur séð sýninguna, sem er ekkert smá verk. Þrjár sýningar eru áætlaðar hérlendis og nú þegar uppselt á tvær þeirra. 

Í Magasíninu var spjallað við Eið Arnarsson, einn aðstandenda sýningarinnar, og Þór Breiðfjörð sem fer með aðalhlutverk sýningarinnar sem „hinn auðmjúki draugur“ líkt og Þór lýsir hlutverki sínu. 

Verkið hefur vinningin á heimsvísu

Spjallað var meðal annars um höfundarréttinn og leyfið til að setja sýninguna á svið. „Þeir halda fastast í þetta verk og vernda mest,“ segir Eiður og Þór nefnir að Vesalingarnir og Óperudraugurinn séu langstærstu og vinsælustu verkin á heimsvísu. „Þeir hafa verið sýndir í flestum löndum fyrir flest fólk,“ segir Þór. 

„Þetta eru svona verkin sem Webber ákvað að sýna hvað hann væri flott tónskáld. Hann var náttúrulega búinn að sýna það í framsækna rokkinu í Superstar og Evitu og fleira. En hann einhvern veginn virkilega leggur sig í líma við að hafa þetta mjög fágað, en einmitt með þessum sniðugu línum sem hann er svo sniðugur með.“ 

Tónleikauppfærsla kallar á meiri kröfur

Eiður segir kröfurnar þannig að ef um leikhúsuppfærslu er að ræða þá þurfi að hafa að lágmarki 27 manna hljómsveit, með tilheyrandi hlutverkum, kór, dönsurum, leikmunum og annað segir Eiður.  

„Við erum hins vegar að gera tónleikauppfærslu og þá aukast kröfurnar. Vegna þess að þá er lágmarkskrafa á 45 manna hljómsveit, svo erum við með 30 manna kór, 10 söngvara, sex dansara,“ segir Eiður sem segir þá hafa upplifað gagnkvæmt traust við uppfærsluna, enda hafa sömu aðilar sett upp Jesus Christ Superstar og því komin reynsla á samstarfið. 

Viðtalið má hlusta á í heild hér að neðan. 

mbl.is
Á myndinni er hluti nemendanefndarinnar, Ragnheiður Torfadóttir, Thelma Ragnarsdóttir, Katrín Magnúsdóttir ásamt aðalleikurum sýningarinnar þeim Mími Bjarka Pálmasyni og Kolbrúnu Maríu Másdóttur.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Xanadu-söngleikurinn á svið

Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Nánar »

Samuel L. Jackson, Bruce Willis og James McAvoy fara með hlutverk í Glass og í kvikmyndinni Close fer Noomi Rapace með aðalhlutverkið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Bíógagnrýni: Glass og Close

Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Nánar »

Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Nánar »

Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir.
Ísland vaknar

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »