menu button

Óperudraugurinn á svið í Hörpu

Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að ...
Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að koma vinsælasta söngleik í heimi á svið. Um 100 manna uppfærsla einsöngvara, leikara, kórs, dansara og hljómsveitarinnar SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Mynd/Magasínið K100

Meira en 130 milljónir áhorfenda hafa séð vinsælasta söngleik í heimi og nú er komið að því að setja Phantom of The Opera á svið í Hörpu í lok febrúar. Phantom, eftir Andrew Lloyd Webber, er langlífasta sýningin í sögu Broadway og eru sýningar þar löngu orðnar fleiri en tíu þúsund talsins. Fólk í 145 borgum og 27 löndum hefur séð sýninguna, sem er ekkert smá verk. Þrjár sýningar eru áætlaðar hérlendis og nú þegar uppselt á tvær þeirra. 

Í Magasíninu var spjallað við Eið Arnarsson, einn aðstandenda sýningarinnar, og Þór Breiðfjörð sem fer með aðalhlutverk sýningarinnar sem „hinn auðmjúki draugur“ líkt og Þór lýsir hlutverki sínu. 

Verkið hefur vinningin á heimsvísu

Spjallað var meðal annars um höfundarréttinn og leyfið til að setja sýninguna á svið. „Þeir halda fastast í þetta verk og vernda mest,“ segir Eiður og Þór nefnir að Vesalingarnir og Óperudraugurinn séu langstærstu og vinsælustu verkin á heimsvísu. „Þeir hafa verið sýndir í flestum löndum fyrir flest fólk,“ segir Þór. 

„Þetta eru svona verkin sem Webber ákvað að sýna hvað hann væri flott tónskáld. Hann var náttúrulega búinn að sýna það í framsækna rokkinu í Superstar og Evitu og fleira. En hann einhvern veginn virkilega leggur sig í líma við að hafa þetta mjög fágað, en einmitt með þessum sniðugu línum sem hann er svo sniðugur með.“ 

Tónleikauppfærsla kallar á meiri kröfur

Eiður segir kröfurnar þannig að ef um leikhúsuppfærslu er að ræða þá þurfi að hafa að lágmarki 27 manna hljómsveit, með tilheyrandi hlutverkum, kór, dönsurum, leikmunum og annað segir Eiður.  

„Við erum hins vegar að gera tónleikauppfærslu og þá aukast kröfurnar. Vegna þess að þá er lágmarkskrafa á 45 manna hljómsveit, svo erum við með 30 manna kór, 10 söngvara, sex dansara,“ segir Eiður sem segir þá hafa upplifað gagnkvæmt traust við uppfærsluna, enda hafa sömu aðilar sett upp Jesus Christ Superstar og því komin reynsla á samstarfið. 

Viðtalið má hlusta á í heild hér að neðan. 

mbl.is
Hrönn Bjarnadóttir í Magasíninu.
Magasínið

Bakar brúðartertuna sjálf

Ofursnapparinn Hrönn Bjarnadóttir mætti í Magasínið og deildi góðum ráðum varðandi brúðkaup og skreytingar. Auk þess sagði Hrönn frá eigin brúðkaupstertu sem hún bakar sjálf. Nánar »

Logi, Þorsteinn og Rikka eldhress í morgunsárið.
Ísland vaknar

Bataskólinn bætir líf fólks

„Bataskóli Íslands er skóli sem er er ætlaður fólki með geðrænar áskoranir. Geðrænar áskoranir er allt sem lýtur að geðrænum veikindum eins og kvíði, ADHD, þunglyndi og svo líka þyngri sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum.“ Nánar »

Siggi Gunnars og Páll Óskar klárir í stúdíói K100 fyrir Pallaball í beinni.
Fréttir

Páll Óskar í beinni á Hinsegin100

Í dag skiptir útvarpsstöðin K100 um nafn og heitir Hinsegin100 í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Hápunktur dagsins verður kl. 15 þegar Páll Óskar mætir á svæðið og slær upp Pallaballi í beinni ásamt Sigga Gunnars. Nánar »

Vala Árnadóttir, framkvæmdastýra Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Ísland vaknar

Auðvelt að vera vegan á Íslandi

„Ég varð vegan árið 2016 og þá var það strax orðið auðveldara. Í dag er úrvalið miklu meira en þá og hægt að fá vegan í öllum verslunum og veitingastöðum.“ Nánar »

Ísland vaknar

Forseti Kína pappakassi vikunnar

Felix Bergsson fór yfir vikuna sem er að líða í Ísland vaknar þar sem hann valdi m.a. snilling, gleði og pappakassa vikunnar. Nánar »

Hvati, Silja Mist og Þóra í Magasíninu.
Magasínið

Bleika súkkulaðið kynnt í 600 manna veislu

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að bleika Rúbínsúkkulaðið verði kynnt í 600 manna teiti í Hörpu í næstu viku. Örfáir hafa fengið að smakka nýja súkkulaðið. Nánar »

Manúela Ósk Harðardóttir hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu
Ísland vaknar

Upplifði sig eina í æsku

„Þetta er frekar slæmt þar sem ég er engin hlaupamanneskja, ég ætla bara að taka minn tíma,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn skipuleggjandi Miss Universe Iceland keppninnar en hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu.
Magasínið

Ólafur Darri og Ilmur safna áheitum

Þau Darri Ólafs og Ilmur Kristjánsdóttir, andlit auglýsingaherferðar Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka sögðu sína sögu og hvaða góðgerðarmálefni þau ætla að styrkja í gegnum hlaupastyrk.is. Nánar »

Hljómsveitin Albatross, þeir Sverrir Bergman og Halldór Gunnar Pálsson, hér með Herbert Guðmundssyni, höfundi lagsins Can´t Walk Away, sem þeir félagar hafa nú endurgert.
Magasínið

Samdi lagið í fangaklefanum

Hljómsveitin Albatross, sem þeir Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergman skipa, kíktu í Magasínið til að ræða nýja útgáfu af laginu Can´t Walk Away sem Herbert Guðmundsson samdi og söng upphaflega. Nánar »

Ísland vaknar

Kynjajafnrétti í íþróttum

Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir ráðstefnu um kynjajafnrétti í íþróttum sem fer fram á Íslandi, á vegum HR og ÍSÍ, dagana 15. - 17. ágúst. Hún var gestur í Ísland vaknar í morgun. Nánar »