menu button

„Ég datt út þegar þú fórst að tala um krem“

Sirrý Arnardóttir og nemendur hennar í fjölmiðlafærni við háskólann á ...
Sirrý Arnardóttir og nemendur hennar í fjölmiðlafærni við háskólann á Bifröst. Mynd/K100

Sirrý Arnardóttir mætti með hóp nemenda sinna í fjölmiðlafærni við háskólann á Bifröst í Magasínið á K100. Í léttu spjalli um námið og heimsókn nemendanna í hljóð- og myndver sló Hvati Sirrý út af laginu með óvæntri spurningu.

„Þú ert eins og Oprah, þú breytist aldrei,“ sagði Hvati við Sirrý í upphafi viðtals um fjölmiðlanámið á Bifröst. Sirrý brosti sínu blíðasta og var ánægð með hrósið. „Þegar maður er komin yfir fimmtugt er svona mjög vel þegið,“ sagði Sirrý og sló á létta strengi. Þegar Hvati spurði Sirrý í framhaldi hvaða krem hún notaði til að halda sér svona vel áttu hún og nemendur hennar erfitt með að halda aftur af hlátrinum.

Vísindaferð í útvarpsþátt

Níu nemendur Sirrýjar kynntu sér útvarpsstöðina K100 og fylgdust með útsendingu síðdegisþáttarins Magasínið. „Við erum í vísindaferð,“ sagði Sirrý og bætti við að nemendur hennar hefðu kynnt sér ýmsa miðla að undanförnu til að fræðast um störf við fjölmiðla og almannatengsl.

Eyjólfur, einn nemendanna, sagði að hópurinn hefði séð margt spennandi í vettvangsferðum sínum. „Við erum að finna út með þessu námi, hvað við viljum í raun og veru gera. Með því að skoða fjömiðla hérlendis og erlendis þá kannski komumst við nær ákvörðun um hvort þetta sé starfsvettvangur sem við ætlum okkur.“

Skemmtilegt spjall við fjölmiðlanemana og Sirrý Arnardóttur kennara þeirra má sjá í spilaranum að neðan.

mbl.is
Hrönn Bjarnadóttir í Magasíninu.
Magasínið

Bakar brúðartertuna sjálf

Ofursnapparinn Hrönn Bjarnadóttir mætti í Magasínið og deildi góðum ráðum varðandi brúðkaup og skreytingar. Auk þess sagði Hrönn frá eigin brúðkaupstertu sem hún bakar sjálf. Nánar »

Logi, Þorsteinn og Rikka eldhress í morgunsárið.
Ísland vaknar

Bataskólinn bætir líf fólks

„Bataskóli Íslands er skóli sem er er ætlaður fólki með geðrænar áskoranir. Geðrænar áskoranir er allt sem lýtur að geðrænum veikindum eins og kvíði, ADHD, þunglyndi og svo líka þyngri sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum.“ Nánar »

Siggi Gunnars og Páll Óskar klárir í stúdíói K100 fyrir Pallaball í beinni.
Fréttir

Páll Óskar í beinni á Hinsegin100

Í dag skiptir útvarpsstöðin K100 um nafn og heitir Hinsegin100 í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Hápunktur dagsins verður kl. 15 þegar Páll Óskar mætir á svæðið og slær upp Pallaballi í beinni ásamt Sigga Gunnars. Nánar »

Vala Árnadóttir, framkvæmdastýra Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Ísland vaknar

Auðvelt að vera vegan á Íslandi

„Ég varð vegan árið 2016 og þá var það strax orðið auðveldara. Í dag er úrvalið miklu meira en þá og hægt að fá vegan í öllum verslunum og veitingastöðum.“ Nánar »

Ísland vaknar

Forseti Kína pappakassi vikunnar

Felix Bergsson fór yfir vikuna sem er að líða í Ísland vaknar þar sem hann valdi m.a. snilling, gleði og pappakassa vikunnar. Nánar »

Hvati, Silja Mist og Þóra í Magasíninu.
Magasínið

Bleika súkkulaðið kynnt í 600 manna veislu

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að bleika Rúbínsúkkulaðið verði kynnt í 600 manna teiti í Hörpu í næstu viku. Örfáir hafa fengið að smakka nýja súkkulaðið. Nánar »

Manúela Ósk Harðardóttir hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu
Ísland vaknar

Upplifði sig eina í æsku

„Þetta er frekar slæmt þar sem ég er engin hlaupamanneskja, ég ætla bara að taka minn tíma,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn skipuleggjandi Miss Universe Iceland keppninnar en hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu.
Magasínið

Ólafur Darri og Ilmur safna áheitum

Þau Darri Ólafs og Ilmur Kristjánsdóttir, andlit auglýsingaherferðar Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka sögðu sína sögu og hvaða góðgerðarmálefni þau ætla að styrkja í gegnum hlaupastyrk.is. Nánar »

Hljómsveitin Albatross, þeir Sverrir Bergman og Halldór Gunnar Pálsson, hér með Herbert Guðmundssyni, höfundi lagsins Can´t Walk Away, sem þeir félagar hafa nú endurgert.
Magasínið

Samdi lagið í fangaklefanum

Hljómsveitin Albatross, sem þeir Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergman skipa, kíktu í Magasínið til að ræða nýja útgáfu af laginu Can´t Walk Away sem Herbert Guðmundsson samdi og söng upphaflega. Nánar »

Ísland vaknar

Kynjajafnrétti í íþróttum

Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir ráðstefnu um kynjajafnrétti í íþróttum sem fer fram á Íslandi, á vegum HR og ÍSÍ, dagana 15. - 17. ágúst. Hún var gestur í Ísland vaknar í morgun. Nánar »