Eitthvað fallegt með Kristjönu Stefáns og Svavari Knúti

Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og Ragnheiður Gröndal halda jólatónleikana „Eitthvað fallegt“ á nokkrum stöðum á landinu. Kristjana og Svavar kíktu í Live-Lounge jólaboð Sigga Gunnars á K100 og léku nokkur lög.

Tónleikarnir verða á eftirtöldum dögum og stöðum.

7. des. kl. 21 - Græni Hatturinn - Akureyri
9. des. kl. 17 og 21 - Fríkirkjan - Reykjavík
14. des. kl. 21 - Edinborgarhúsið, Ísafirði
15. des. kl. 21 - Hólmavíkurkirkja, Hólmavík
16. des. kl. 21 - Bjarteyjarsandur, Hvalfjarðarsveit

Jólaboð K100 Live Lounge er á dagskrá alla fimmtudaga fram að jólum. Þættirnir eru frumfluttir klukkan 11:30 á morgnana í útvarpi og sjónvarpi K100 og svo aðgengilegir á netinu.

Húsbúnaður í K100 Live Lounge er frá DANCO.

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur í jólaboði K100 hjá Sigga …
Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur í jólaboði K100 hjá Sigga Gunnars. K100
mbl.is

#taktubetrimyndir