menu button

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í ...
Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í morgun.

„Ég hef verið þarna síðan árið 1976 og reiknið nú,“ sagði María Einarsdóttir við þau Kristínu, Víking og Ólaf Darra stjórendur Turnsins í morgun þegar hún var spurð hversu lengi hún hafi staðið vaktina í Bæjarin beztu. María er fyrir löngu orðin þekkt andlit enda hafa þúsundir Íslendinga verslað við hana í gegnum árin. Svo er líka fyrir löngu orðið frægt að hún afgreiddi Bill Clinton um pylsu. „Þetta var nú tilviljanakennt allt saman. Maður sá að það var einhver hersing að koma labbandi þarna eftir götunni, einhver myndarlegur maður í blárri vestispeysu. Svo sagði einhver þetta er Clinton,“ segir María um það þegar hún afgreiddi Clinton. Einhver kallaði til Clinton og sagði honum að þarna væru bestu pylsur í heimi og úr varð að hann ákvað að prófa. Hann er þó ekki eini nafntogaði einstaklingurinn sem hún hefur afgreitt, t.d. afgreiddi hún Metallica sem kunnu vel að meta pylsurnar.

Óréttlátt að eldra fólki sé ekki leyft að vinna

María vinnur nú þrjá daga vikunnar, var alltaf fimm daga. „Mér finnst mjög gaman þarna og það eru engin aldurstakmörk á mér þarna niðri í vagni,“ segir María sem er komin á eftirlaunaaldur. „Ég spái ekkert í það en auðvitað er það náttúrulega ekki réttlátt að fólk sem er í fullu fjöri fái ekki að vinna, þó ekki nema hálfan dag,“ segir María, spurð út í hið margumtalaða frítekjumark. „Fólk getur koðnað niður. Það hafa ekki allir í sér að fara í það allt sem er fyrir eldri borgara,“ segir María sem telur ekki réttlátt að nýta ekki reynslu hinna eldri sem gætu t.d. kennt þeim yngri. „Ég er þarna enn þá og sé engin teikn um að ég þurfi að fara neitt út af, aldrei,“ segir María.

Hlustaðu á viðtalið við Maríu hér að neðan og heyrðu m.a. hversu lengi hún er að setja á eina pylsu.

 

Turninn er á dagskrá K100 alla laugardagsmorgna frá 9 - 12. Þú getur hlustað á eldri þætti og hljóðbrot hér. 

mbl.is
Elínrós og Andri fóru yfir helstu atburði vikunnar í spjalli við Hvata og Ásgeir Pál í Magasíninu.
Viðtöl

„Þá var öllum drullusama“

Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, og Elínrós Líndal, blaðamaður á Smartlandinu, fóru hressilega yfir helstu atburði vikunnar í Magasíninu á K100. Þegar talið barst að nýju landsliðbúningum KSÍ rifjaði Andri upp að áður hafi öllum verið sama um landsliðið. Nánar »

Viðtöl

Snillingar og pappakassar vikunnar

Þau Fanney Birna Jónsdóttir fjölmiðlakona og Andrés Jónsson almannatengill komu í morgunþáttinn í morgun og fóru yfir vikuna með skemmtilegum hætti þar sem þau völdu snilling, pappakassa, brandara, gleði og skandal vikunnar og sitthvað fleira. Nánar »

Jóhann Alfreð, Dóri DNA, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi skipa uppistandshópinn Mið-Ísland.
Viðtöl

Á íslensku fyrir Íslendinga

MIð-Ísland hópurinn var stofnaður árið 2009 og ljóst að vinsældir hópsins hafa sjaldan verið meiri. Eftir páska ætla þeir að færa sig yfir í Háskólabíó og bjóða upp á enn stærri sýningu. Nánar »

Grunnhugmyndin á bakvið hönnu landsliðsbúninginn er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið.
Viðtöl

Engin spútník hönnun

„Mér finnst þetta ekkert slæm niðurstaða, en maður hefur alveg séð þetta áður,“ sagði Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og kjólameistari, í Magasíniniu á K100. Hún harmar þó að íslenskir hönnuðir hafi ekki verið fengnir að hönnun búningsins. Nánar »

Logi Már Einarsson
Viðtöl

Ég er Kládíus

„Ég var eini strákurinn á heimilinu og var dubbaður upp í matrósarföt og ætlaði meira að segja að gifta mig í svoleiðis fötum.“ Nánar »

Sam Smith.
Fréttir

Vann ferð fyrir tvo á tónleika með Sam Smith

Birgir Þór Ingvarsson vann rétt í þessu ferð fyrir tvo á tónleika með Sam Smith í London. Nánar »

Viðtöl

Karlar þurfa einfalda hluti

Mottumars stendur nú sem hæst og beinist sérstaklega að körlum eins og venjulega. Þeir ganga í sérstökum sokkum og þemað er rakarastofan, með kvartett sem syngur fyrir Randver Þorláksson í frábærum auglýsingum. Nánar »

Leikfélag Menntaskólans í Kópavogi býður upp á söngleikinn Hairspray eftir Thomas Meehan og Mark O'Donnell byggður á mynd John Waters.
Viðtöl

Söngleikurinn Hairspray á svið

Menntaskólinn í Kópavogi frumsýndi söngleikinn Hairspray í gær. Monika Melkorka Arnarsdóttir, í stjórn leikfélags MK, og Kristinn Örn Sigurðsson, leikari í sýningunni, segja að það megi læra margt á söguþræði verksins. Þau segja fordómana skína í gegn. Nánar »

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra
Fréttir

Fermdist í heimasaumaðri dragt

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kom í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun og ræddi viðbrögð við mistökum á framkvæmd samræmdu prófanna, áreiðanleika Pisa-kannana, ferminguna sína og óákveðnu fornöfnin. Nánar »

Matthías Stefáns og Valgerður Guðnadóttir fluttu lag sem er að finna á plötunni Draumskógur sem kom út árið 2010.
Viðtöl

Valgerður Guðna sem Pocahontas

Valgerður Guðnadóttir flytur þessa dagana íslensk dægurlög í nýjum búningi í Salnum í Kópavogi og kíkti hún, ásamt Matthíasi Stefánssyni gítarleikara, í spjall í Magasínið á K100. Þar var söngur hennar í Pocahontas einnig rifjaður upp. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist