menu button

Þarf meira fé til framleiðslu íslenskra þáttaraða

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir að það þurfi aukið fjármagn til framleiðslu íslenskra sjónvarpsþáttaraða í ljósi mikillar eftirspurnar erlendis. Hann segir að RÚV verji fjórfalt meira fé en áður til slíkrar framleiðslu.

Skarphéðinn var gestur Huldu og Hvata í Magasíninu á K100. Þar var hann spurður um orð Hilmars Sigurðssonar, forstjóra Sagafilm, í þættinum í gær þar sem Hilmar hvatti til þess að opinber framlög til sjónvarpsþáttaframleiðslu yrðu aukin.

Pattstaða vegna kvikmyndasjóðs

„Þetta er alveg rétt sem Hilmar segir, það þarf að koma miklu, miklu meira fjármagn inn í íslenska sjónvarpsþáttagerð einfaldlega vegna þess að við stöndum á þeim tímamótum að það er gríðarleg eftirspurn eftir þessu erlendis. Það er í rauninni allt einhvern veginn í pattstöðu hér heima af því að það er ekki nægilegt fjármagn í kvikmyndasjóðnum,“ sagði Skarphéðinn í Magasíninu.

RÚV þarf að leggja sitt af mörkum, segir Skarphéðinn, og bætir við að með breyttri forgangsröðun undanfarið séu framlög RÚV til framleiðslu íslenskra sjónvarpsþáttaraða fjórfalt hærri en áður.

Höfuðáhersla á þætti á íslensku

Skarphéðinn var einnig spurður út í þau orð Hilmars hjá Sagafilm um að fyrirtækið íhugi að að framleiða sjónvarpsþáttaraðir á ensku í stað íslensku þar sem hlutfall erlends fjármagns til slíkrar framleiðslu fari hækkandi. Myndi RÚV kaupa íslenska þáttaröð á ensku? „Við útilokum ekki neitt, auðvitað kjósum við helst að hafa íslenskar þáttaraðir á íslensku. En hafandi sagt það er ég viss um að í framtíðinni verður allur gangur á þessu. Það er mikil eftirspurn eftir íslenskum sögum og þeir sem fjármagna geta sett fram ýmsar kröfur,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, en ítrekaði að RÚV myndi alltaf leggja höfuðáherslu á að sjónvarpsefni væri á íslensku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ingileif ásamt unnustu sinni Maríu Rut Kristinsdóttur.
Viðtöl

Samdi lagið í sturtunni

Fjölmiðlakonan og laganeminn Ingileif Friðriksdóttir sendi frá sér í dag sitt fyrsta lag sem nefnist „At last“. Ingileif hefur lítinn sem engan bakgrunn úr tónlist en þetta er fyrsta lagið sem hún semur. Nánar »

Eyjamenn velta þessa dagana fyrir sér nafni á nýrri ferju og á Bolludag stóð bakarí í Eyjum fyrir skemmtilegri nafnakosningu.
Viðtöl

Herjólfur vinsælli en Vilborg

Fjörugar umræður urðu meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að netmiðillinn Eyjar.net birti vangaveltur um að ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. Eyjabakarí ákvað að taka óformlega stöðuna á málinu með heimamönnum. Nánar »

Fréttir

Varar við ofneyslu saltkjöts

Í dag er sprengidagur og fjölmargir Íslendingar halda upp á daginn með því að borða saltkjöt og baunir. Gunnar Geir Markússon næringarfræðingur varar fólk við ofneyslu saltkjöts og sérstaklega þá sem eru með of háan blóðþrýsting. Nánar »

Svala mun gefa út nýtt efni undir eigin nafni á árinu.
Viðtöl

Verður heima í mars

Svala Björgvins og Einar Egilisson koma í fyrsta skipti opinberlega fram undir nafninu BLISSFUL á Sonar í mars. Nánar »

Tara semur lögin sín sjálf og þá yfirleitt á píanó eða ukulele.
Viðtöl

„Ég vil meina að þetta sé svona píkupopp“

Hin 19 ára gamla Tara Sóley eða Tara Mobee eins og hún kallar sig er að feta sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Nánar »

Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona lést undir lok ársins 2013.
Viðtöl

Valdís var drottning útvarpsins

Valdís Gunnarsdóttir innleiddi rómantík í íslenskt útvarp, segir Jón Axel Ólafsson sem vann með Valdísi um árabil. „Hún hafði sínar sérstöku skoðanir á hlutunum og var ekkert að fela það,“ sagði Jón í spjalli við Huldu og Hvata á K100 í tilefni Valentínusardagsins. Nánar »

Fréttir

Ekki fyrir alla að eiga hund

Þórhildur Bjartmarz, fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands og hundaþjálfari, bendir á að það sé binding til um það bil 15 ára að eignast hund. Þessari bindingu fylgir mikil ábyrgð. Sumir hundar þurfa mikla útiveru á meðan aðrir þarfnast fyrst og fremst félagsskapar. Nánar »

Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að koma vinsælasta söngleik í heimi á svið. Um 100 manna uppfærsla einsöngvara, leikara, kórs, dansara og hljómsveitarinnar SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.
Viðtöl

Óperudraugurinn á svið í Hörpu

Meira en 130 milljónir áhorfenda hafa séð vinsælasta söngleik í heimi og nú er komið að því að setja Phantom of The Opera á svið í Hörpu í lok febrúar. Af því tilefni kíktu Eiður Arnarsson, aðstandandi verksins, og Þór Breiðfjörð, sem fer með aðalhlutverk sýningarinnar, í spjall í sídegisþáttinn á K100. Nánar »

Fréttir

„Börn þurfa að vinna betur saman.“

Arndís Klara Hrannarsdóttir er 9 ára stúlka sem hugsar mikið um lífið og tilveruna, samskipti barna og hvað við þurfum að gera til að ná árangri í lífinu. Nánar »

Viðtöl

Þekktur í Minnesota eftir leikinn

Stefán Sæbjörnsson var einn vígalegu víkinganna sem birtust í auglýsingu Dodge RAM-bílaframleiðandans í leikhléi Ofurskálarinnar, úrslitaleik ameríska fótboltans. Verkefnið tók nokkur ár og leikstjórinn var hinn frægi Joe Pytka, sem unnið hefur með stjórstjörnum á borð við Michael Jackson og Bítlana. Nánar »