menu button

Mörg tækifæri til að gera betur

Hinsegin dagar fara fram í Reykjavík dagana 8. - 13. ágúst 2017 og er opnunarhátíðin haldin í Gamla bíói í kvöld. Af því tilefni bauð Magasínið Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, í heimsókn til að fara yfir stöðu mála hérlendis og vinnu framundan varðandi málefni hinsegin fólks. 

Samkvæmt heimildum ILGA-Europe  (International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association) uppfyllir Ísland 47% lagalegra skilyrða til að borgararéttindi hinsegin fólks séu tryggð og er því í 16. sæti í álfunni að meðaltali og jafnvel mun neðar, eða í 36. sæti, er kemur að málaflokki ráðherrans “Equality & non-discrimination".

Aðrar þjóðir metnaðarfyllri í málefnum hinsegin fólks

„Það er bara hundfúlt,“ segir ráðherra aðspurður um stöðu Íslands í þessum alþjóðasamanburði. „Við erum samfélag sem höfum einmitt verið mjög opið og framarlega myndi ég segja með umburðarlynt samfélag og mikill stuðningur við öflugt mannréttindaumhverfi. Almennt séð held ég að staða hinsegin fólks hafi verið sterk í íslensku samfélagi,  sérstaklega á undanförnum árum eftir áratuga baráttu fyrir auknum réttindum. Ég held hinsvegar að sú barátta hafi verið leidd áfram af samtökunum og forystufólki úr hópi hinsegin fólks en það er kannski orðið löngu tímabært að samfélagið taki svolítið allt undir í þessari baráttu því þetta er ekki einkamál hinsegin fólks.“ Hann bætir við að við höfum áður náð niður í 9. sæti og að við þurfum nú að taka okkur á enda hafi þróunin verið hröð og við látið okkar eftir liggja meðan aðrir hafa tekið á málefnum þessu tengdu.

Áherslan á trans og intersex 

Þorsteinn hefur gefið út að í undirbúningi sé aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks sem hann vonast til að hægt verði að leggja fyrir Alþingi í vetur. En hvar mun áhersla ráðherrans og ráðuneytisins liggja.

„Þar eru svona tvö til þrjú meginþemu sem ég held að við verðum að horfa sérstaklega á. Við þurfum að horfa sérstaklega á. Við þurfum að horfa sérstaklega á stöðu trans og intersex en þar sitjum mjög eftir í alþjóðlegum samanburði. Við þurfum að styrkja mjög réttarstöðu þessa hóps, sjálfsákvörðunarétt við til dæmis nafnabreytinga og skráningar á kyni í þjóðskrá og svo framvegis, þar þurfum við að styrkja réttarumhverfið verulega.“

Hann segir að almennt, þegar kemur að vernd gegn mismunun, þá vanti mismunarlöggjöf og það hafi ekki náð fram að ganga í tímahraki á síðasta þingi. Hann segist bjartsýnn á það það nái í gegn fyrir áramót.

Réttarstaða og málefni hinsegin fjölskyldna, flóttafólks sem hefur flúið heimaland sitt vegna ofsókna og intersex börn voru einnig rædd við Þorstein og má hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.


mbl.is
Jón Víðisson dáleiddi dagskrárgerðarkonuna Kristínu Sif í þættinum Ísland vaknar.
Viðtöl

Kristín Sif neitaði að gelta í dáleiðslunni

Jón Víðis Jakobsson dáleiddi dagskrárgerðarkonuna Kristínu Sif þannig að í hvert skipti sem nafnið hennar var nefnt rétti hún upp hægri höndina. Hún var þó ekki tilbúin að gelta og fékk hroll í hvert sinn sem það var reynt. Sjón er sögu ríkari í þetta sinn! Nánar »

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, hefur áður staðið vaktina í kringum stórmót í íþróttum en hún var starfandi sendiherra í Frakklandi í kringum Evrópumótið í knattspyrnu karla árið 2016.
Viðtöl

Bannað að fara í sumarfrí

Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Nánar »

Ingileif ásamt unnustu sinni Maríu Rut Kristinsdóttur.
Viðtöl

Samdi lagið í sturtunni

Fjölmiðlakonan og laganeminn Ingileif Friðriksdóttir sendi frá sér í dag sitt fyrsta lag sem nefnist „At last“. Ingileif hefur lítinn sem engan bakgrunn úr tónlist en þetta er fyrsta lagið sem hún semur. Nánar »

Eyjamenn velta þessa dagana fyrir sér nafni á nýrri ferju og á Bolludag stóð bakarí í Eyjum fyrir skemmtilegri nafnakosningu.
Viðtöl

Herjólfur vinsælli en Vilborg

Fjörugar umræður urðu meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að netmiðillinn Eyjar.net birti vangaveltur um að ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. Eyjabakarí ákvað að taka óformlega stöðuna á málinu með heimamönnum. Nánar »

Fréttir

Varar við ofneyslu saltkjöts

Í dag er sprengidagur og fjölmargir Íslendingar halda upp á daginn með því að borða saltkjöt og baunir. Gunnar Geir Markússon næringarfræðingur varar fólk við ofneyslu saltkjöts og sérstaklega þá sem eru með of háan blóðþrýsting. Nánar »

Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Söngvakeppninnar í ár líkt og undanfarin ár.
Viðtöl

„Hægt og rólega kemur þjóðin með“

Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fór fram um helgina og hafa sex lög verið valin til að taka þátt í úrslitaþættinum 3. mars. Eitt þessara laga verður framlag okkar Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri keppninnar kíkti í Magasínið. Nánar »

Fréttamaðurinn Sindri Sindrason og Sigmar Vilhjálmsson fóru yfir það helsta úr liðinni viku í Magasíninu á K100.
Fréttir

Það helsta frá liðinni viku 

Það besta, í það minnsta það skemmtilegasta og áhugaverðasta, úr liðinni viku var rætt í Magasíninu með fjölmiðlamönnunum Simma Vill og Sindra Sindrasyni. Nánar »

Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona lést undir lok ársins 2013.
Viðtöl

Valdís var drottning útvarpsins

Valdís Gunnarsdóttir innleiddi rómantík í íslenskt útvarp, segir Jón Axel Ólafsson sem vann með Valdísi um árabil. „Hún hafði sínar sérstöku skoðanir á hlutunum og var ekkert að fela það,“ sagði Jón í spjalli við Huldu og Hvata á K100 í tilefni Valentínusardagsins. Nánar »

Fréttir

Ekki fyrir alla að eiga hund

Þórhildur Bjartmarz, fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands og hundaþjálfari, bendir á að það sé binding til um það bil 15 ára að eignast hund. Þessari bindingu fylgir mikil ábyrgð. Sumir hundar þurfa mikla útiveru á meðan aðrir þarfnast fyrst og fremst félagsskapar. Nánar »

Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að koma vinsælasta söngleik í heimi á svið. Um 100 manna uppfærsla einsöngvara, leikara, kórs, dansara og hljómsveitarinnar SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.
Viðtöl

Óperudraugurinn á svið í Hörpu

Meira en 130 milljónir áhorfenda hafa séð vinsælasta söngleik í heimi og nú er komið að því að setja Phantom of The Opera á svið í Hörpu í lok febrúar. Af því tilefni kíktu Eiður Arnarsson, aðstandandi verksins, og Þór Breiðfjörð, sem fer með aðalhlutverk sýningarinnar, í spjall í sídegisþáttinn á K100. Nánar »