menu button

Óvissa um K2 leiðangur vegna snjóflóðs

Skjáskot úr kynningarstiklu heimildarmyndar um John Snorra.
Skjáskot úr kynningarstiklu heimildarmyndar um John Snorra. Kári Schram

Snjófljóð féll í hlíðum fjallsins K2 í nótt en John Snorri Sigurjónsson hyggst reyna að verða fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp þess. Engan sakaði í hópi Íslendinganna en óvíst er um framhald leiðangurins.

Óvíst um búnað íslenska hópsins

Hjördís Guðmundsdóttir, frá styrktarfélaginu Lífi, sem John Snorri styður með fjallgöngu sinni, sagði í Magasíninu á K100 í dag að snjófljóð hafi fallið efst í fjallinu K2 í nótt. Hún segir að John Snorri hafi sent sér upplýsingar um málið í netskilaboðum. Óvíst sé hvort flóðið hafi haft einhver áhrif á búnað sem var búið að koma fyrir í fjallinu vegna leiðangursins. Á Facebooksíðu verkefnisins kemur fram að flóðið hafi líklega „tekið búðir 3 og allan þann búnað sem þar er.“

Aðstæður kannaðar á morgun

Aðstoðarmenn John Snorra skoða aðstæður í fjallinu á morgun og fá þá úr því skorið hver staðan er á ýmsum búnaði vegna fjallgöngunnar, svo sem línum, tjöldum og súrefnisbúnaði. Óvíst er því um framhald leiðangursins en í það minnsta má búast við að einhver töf verði á því að John Snorri hefji för sína upp fjallið.

Klífur til styrktar Lífi

Samhliða fjallgöngunni safnar hinn fimm barna faðir áheitum til styrktar Lífi. Þeir sem vilja styðja John Snorra og styrktarfélagið Líf geta gert það á heimasíðunni Lífsspor.is eða með því að hringja í áheitasímann 908-1515.

Sjáðu viðtalið við Hjördísi í Magasíninu á K100 í dag.

Hlustaðu á viðtal við John Snorra úr grunnbúðunum í gær.

Enginn var í fjallinu þegar flóðið féll þar sem allir ...
Enginn var í fjallinu þegar flóðið féll þar sem allir eru í grunnbúðunum. Af Facebook síðunni Lífsspor á K2
mbl.is
Ingileif ásamt unnustu sinni Maríu Rut Kristinsdóttur.
Viðtöl

Samdi lagið í sturtunni

Fjölmiðlakonan og laganeminn Ingileif Friðriksdóttir sendi frá sér í dag sitt fyrsta lag sem nefnist „At last“. Ingileif hefur lítinn sem engan bakgrunn úr tónlist en þetta er fyrsta lagið sem hún semur. Nánar »

Eyjamenn velta þessa dagana fyrir sér nafni á nýrri ferju og á Bolludag stóð bakarí í Eyjum fyrir skemmtilegri nafnakosningu.
Viðtöl

Herjólfur vinsælli en Vilborg

Fjörugar umræður urðu meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að netmiðillinn Eyjar.net birti vangaveltur um að ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. Eyjabakarí ákvað að taka óformlega stöðuna á málinu með heimamönnum. Nánar »

Fréttir

Varar við ofneyslu saltkjöts

Í dag er sprengidagur og fjölmargir Íslendingar halda upp á daginn með því að borða saltkjöt og baunir. Gunnar Geir Markússon næringarfræðingur varar fólk við ofneyslu saltkjöts og sérstaklega þá sem eru með of háan blóðþrýsting. Nánar »

Svala mun gefa út nýtt efni undir eigin nafni á árinu.
Viðtöl

Verður heima í mars

Svala Björgvins og Einar Egilisson koma í fyrsta skipti opinberlega fram undir nafninu BLISSFUL á Sonar í mars. Nánar »

Tara semur lögin sín sjálf og þá yfirleitt á píanó eða ukulele.
Viðtöl

„Ég vil meina að þetta sé svona píkupopp“

Hin 19 ára gamla Tara Sóley eða Tara Mobee eins og hún kallar sig er að feta sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Nánar »

Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona lést undir lok ársins 2013.
Viðtöl

Valdís var drottning útvarpsins

Valdís Gunnarsdóttir innleiddi rómantík í íslenskt útvarp, segir Jón Axel Ólafsson sem vann með Valdísi um árabil. „Hún hafði sínar sérstöku skoðanir á hlutunum og var ekkert að fela það,“ sagði Jón í spjalli við Huldu og Hvata á K100 í tilefni Valentínusardagsins. Nánar »

Fréttir

Ekki fyrir alla að eiga hund

Þórhildur Bjartmarz, fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands og hundaþjálfari, bendir á að það sé binding til um það bil 15 ára að eignast hund. Þessari bindingu fylgir mikil ábyrgð. Sumir hundar þurfa mikla útiveru á meðan aðrir þarfnast fyrst og fremst félagsskapar. Nánar »

Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að koma vinsælasta söngleik í heimi á svið. Um 100 manna uppfærsla einsöngvara, leikara, kórs, dansara og hljómsveitarinnar SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.
Viðtöl

Óperudraugurinn á svið í Hörpu

Meira en 130 milljónir áhorfenda hafa séð vinsælasta söngleik í heimi og nú er komið að því að setja Phantom of The Opera á svið í Hörpu í lok febrúar. Af því tilefni kíktu Eiður Arnarsson, aðstandandi verksins, og Þór Breiðfjörð, sem fer með aðalhlutverk sýningarinnar, í spjall í sídegisþáttinn á K100. Nánar »

Fréttir

„Börn þurfa að vinna betur saman.“

Arndís Klara Hrannarsdóttir er 9 ára stúlka sem hugsar mikið um lífið og tilveruna, samskipti barna og hvað við þurfum að gera til að ná árangri í lífinu. Nánar »

Viðtöl

Þekktur í Minnesota eftir leikinn

Stefán Sæbjörnsson var einn vígalegu víkinganna sem birtust í auglýsingu Dodge RAM-bílaframleiðandans í leikhléi Ofurskálarinnar, úrslitaleik ameríska fótboltans. Verkefnið tók nokkur ár og leikstjórinn var hinn frægi Joe Pytka, sem unnið hefur með stjórstjörnum á borð við Michael Jackson og Bítlana. Nánar »