Pallaball í beinni Pallaball í beinni Pallaball í beinni

Pallaball í beinni

Föstudaginn langa milli 20 og 21:30

K100 og Páll Óskar ætla að gera föstudaginn langa aðeins styttri! Palli endurtekur leikinn frá því fyrr í samkomubanninu og hertekur stúdíó K100. Hann mætir vopnaður míkrafóni og mun syngja öll sín bestu lög í heilar 90 mínútur. Lögin sem allir þekkja og elska ásamt nokkrum gleymdum perlum. Stilltu á K100 í útvarpinu, í sjónvarpinu á Rás 9 í sjónvarpi Símans eða á netinu og skelltu upp alvöru Pallaballi heima hjá þér á föstudaginn langa kl 20.00! Palli ætlar að „dressa sig upp“ nákvæmlega eins og hann sé að fara á ball. Fjörið hefst kl 20:00 í beinni í útvarpinu, sjónvarpinu og á netinu. Horfðu eða hlustaðu og fáðu Pallaball beint heim í stofu á föstudaginn langa.

Hlustaðu eða horfðu á K100 fm 100,5, K100.is, mbl.is eða á rás 9 á Sjónvarpi Símans. Finndu upptökur úr þáttunum, heila þætti og vel valdar hljóðklippur á k100.is.

Í loftinu núna
Endalaus tónlist