Ljósi punkturinn Ljósi punkturinn Ljósi punkturinn

Ljósi punkturinn

Reglulega yfir daginn

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is

Hlustaðu eða horfðu á K100 fm 100,5, K100.is, mbl.is eða á rás 9 á Sjónvarpi Símans. Finndu upptökur úr þáttunum, heila þætti og vel valdar hljóðklippur á k100.is.

Nýjustu greinar

Dj Dóra Júlía flytur lesendum K100.is jákvæðar fréttir.
Live Lounge

Heimspekilegar pælingar á hlaupum

Enn og aftur er ég komin með heimspekilega pælingu á hlaupum. Þar sem ég eyði að jafnaði rúmum hálftíma af hverjum einasta degi úti að hlaupa þá bara get ég ekkert að því gert að hugsanir og pælingar tengdar hlaupunum streyma um heilabúið. Nánar

Selur límonaði og hjálpar einstæðum mæðrum.
Ljósi punkturinn

Styrkir einstæðar mæður í vanda

Stofnaði fyrirtæki til þess að styrja einstæðar mæður í fjárhagslegum vanda. Nánar

„Í gær var ég ekki upp á mitt besta og lítil í mér svo að ég ákvað að skrifa niður lista af hlutum sem veittu mér hlýju og gleði.“
Ljósi punkturinn

Listin að lifa og láta sér líða vel

Nú eru flestir áreiðanlega búnir að kveðja sumarið og hjá mörgum tekur við hversdagslegra líf með haustinu. Það er mikilvægt að brjóta upp daglegt líf með því að staldra við og kanna hvernig manni líður. Hvað veitir manni gleði? Þessi spurning virðist kannski einföld en flækist þó oft fyrir okkur. Nánar

Hvítur og blár eru fánalitir Finna, kannski eru kökurnar sem fást gefins svona á litin?
Ljósi punkturinn

Íbúar fá kökusneið fyrir vistvænan lífsstíl

Borgin Lahti í Finnlandi hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir framtakssemi í vistvænum lifnaðarháttum ásamt dálæti sínu á kökum. Nánar

Ljósi punkturinn

Setja söfnun á stað undir yfirskriftinni „Deyja úr hungri“

Nokkur kraftmikil ungmenni hafa sett af stað átak í tengslum við hungursneyðina í Jemen og vinna að þessu átaki með UNICEF. Þetta mikilvæga framtak mun ganga undir nafninu „Deyja úr hungri“ sem vísar til algengrar staðhæfinga hjá Íslendingum Nánar

Dorothy Pollack ákvað að fá sér húðflúr í tilefni að því að 103 ára afmæli sínu og því að hún fékk loksins að fara út eftir einangrun vegna kórónuveirufaraldurs.
Ljósi punkturinn

103 ára amma fékk sér húðflúr eftir einangrun

Hin 103 ára gamla Dorothy Pollack lét á dögunum draum sinn rætast og fékk sér sitt allra fyrsta húðflúr. Grænn og krúttlegur froskur varð fyrir valinu og er Dorothy í skýjunum. Síðastliðna mánuði hefur hún verið í algjörri einangrun á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr, sökum Covid-19. Nánar

Þúsundir heimilislausra í Bretlandi eiga von á því að fá gefins snjallsíma á næstunni en fyrirtækið Crisis vinnur nú að verkefni sem gengur út á að sporna gegn einangrun heimilislausra og hjálpa þeim að vera betur tengdir.
Ljósi punkturinn

Þúsundir heimilislausra fá snjallsíma

Þúsundir heimilislausra í Bretlandi eiga von á því að fá gefins snjallsíma á næstunni en fyrirtækið Crisis vinnur nú að verkefni sem gengur út á að sporna gegn einangrun heimilislausra og hjálpa þeim að vera betur tengdir. Nánar

Mikil gleði ríkir hjá tungumálatöfrum.
Ljósi punkturinn

Efla íslensku barna af erlendum uppruna

Námskeiðið Tungumálatöfrar var haldið á Ísafirði fyrr í mánuðinum en það er námskeið í íslensku fyrir börn af erlendum uppruna sem byggir á einstöku kennslumódeli. Nánar

Ljósi punkturinn

Loðinn hástökkvari slær met

„Ég rakst á svo ótrúlega krúttlegt myndband af hástökkvara að slá persónulegt met. Hástökkvarinn var ekki beint hefðbundinn, en hér er um litla og loðna kanínu að ræða,“ segir Dj Dóra Júlía í ljósa punktinum. Nánar

Edda Þórunn Þórarinsdóttir læknanemi í Slóvakíu sem stofnaði instagramsíðuna Íslenskir læknanemar segir hvetjandi að geta sýnt fólki sem hefur áhuga hversu margir möguleikar séu í boði í læknanámi og hversu víða um heim er hægt að stunda námið.
Ljósi punkturinn

Hafa hjálpað mörgum að taka af skarið

Edda Þórunn Þórarinsdóttir er læknanemi í Slóvakíu og stofnaði instagramsíðuna Íslenskir læknanemar fyrir rúmu ári síðan þar sem henni fannst vanta vettvang sem gæti kynnt læknisfræðina betur og sýnt frá mismunandi sviðum sem hún býður upp á. Nánar

Daisy Watt er aðeins 10 ára gömul en hefur vakið heimsathygli fyrir málverk sín sem hún selur til að styrkja góðgerðarfélög og heilbrigðisstarfsfólk sem starfar undir miklu álagi vegna kórónuveirufaraldurs
Ljósi punkturinn

10 ára míní-Monet slær í gegn

Hinni 10 ára gömlu Daisy Watt frá Bretlandi er margt til lista lagt. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir falleg og einstök málverk sín. Daisy, sem er gjarnan kölluð míní-Monet eftir hinum fræga impressjónista og listmálara Claude Monet, hefur notið mikillar velgengni og selt mörg verk. Nánar

Ástralinn Trish Lambkin hefur prjónað hundruð peysa fyrii munaðarlaus lömb enda geta lömbin ekki stjórnað hitastigi sínu sjálf án móður sinnar. Lömbin sem sjást á myndinni þurfa ekki á peysu frá Lambkin að halda enda virðast þau hamingjusöm í hlýju móður sinnar.
Ljósi punkturinn

Hjálpar hundruðum munaðarlausra lamba

Ekki er nóg með að nafn Trish Lambkin innihaldi orðið lamb heldur hefur hún einnig prjónað fleiri hundruð peysur fyrir munaðarlaus lömb. Undanfarna mánuði hefur verið útgöngubann í heimaborg hennar Perth sökum Covid-19 og hefur hún aldeilis geta nýtt tímann í þessa miklu snilld. Nánar

Ljósi Punkturinn 19. ágúst 2
Ljósi Punkturinn 19. ágúst 2 Þáttur
19. ágú. 2020

Ljósi Punkturinn 19. ágúst 2

00:02:38
Allir þættir hljóðnemi