Einar Bárðarson og Anna Margrét Káradóttir stýra nýjum morgunþætti á laugardögum á K100 ásamt Yngva Eysteinssyni sem er þeim til halds og trausts. Einar þekkja flestir landsmenn af störfum sínum úr afþreyingargeiranum og Yngvi hefur starfað við útvarp í fjölmörg ár. Þetta er frumraun Önnu í útvarpi sem kemur fersk í starfið. Hún er leiklistarmenntuð frá Bretlandi og starfar sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöð. Þátturinn er léttur mannlífsþáttur þar sem þjóðinni er komið á notalegan hátt inn í helgina með gríni, glensi, viðtölum, fréttum og skemmtilegu spjalli ásamt bestu tónlistinni.
Hlustaðu eða horfðu á K100 fm 100,5, K100.is, mbl.is eða á rás 9 á Sjónvarpi Símans. Finndu upptökur úr þáttunum, heila þætti og vel valdar hljóðklippur á k100.is.
Bíógagnrýni: Stiklan segir ekki allt (13.4.2021) — 00:10:47 | |
Sagan á bak við lagið: Aldrei henda kassettum (13.4.2021) — 00:10:10 | |
Bíó Paradís: Prentum bara poppið (13.4.2021) — 00:07:32 | |
Síðdegisþátturinn - Allur þátturinn án tónlistar og auglýsinga (13.4.2021) — 00:58:16 |