menu button

Miðilsfundur í beinni

Þáttur: Ísland vaknar
Dagsetning: fös. 7. des. 2018
Lengd: 29 mín., 27 sek.
Lýsing:

Miðillinn Valgarður Einarsson er vikulegur gestur í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 og miðlar af gáfu sinni til hlustenda sem hringja inn í þáttinn.  Athyglin sem þetta hefur vakið er gríðarleg, enda þykir Valgarður með eindæmum nákvæmur og hittir alla jafna beint í mark hjá hlustendum sem sitja agndofa eftir.

Hefur alltaf verið skyggn

"Ég hef verið svona frá fæðingu,” sagði Valgarður í Ísland vaknar á Fimmtudagsmorguninn, aðspurður hvenær hann hefði fyrst fundið fyrir gáfunni.  Þegar fólk hringir inn segist hann sjá látið fólk sem tengdist viðkomandi og fylgist með.  Oft á tíðum hefur það skilaboð til innhringjenda um eitthvað sem betur má fara þó stundum sé það bara að láta vita af sér.  Stundum lýsir hann fólkinu í útliti og fasi og jafnvel kemur það fyrir að hann viti nafn viðkomandi og hvernig það dó á sínum tíma.