menu button

Vill eiga marga maka í einu

Þáttur: Ísland vaknar
Dagsetning: mið. 28. nóv. 2018
Lengd: 12 mín., 57 sek.
Lýsing:

Inga Lísa Hansen er fjölkær.  Það þýðir að hún vill eiga möguleika á því að eiga fleiri en einn maka í einu.  Hún heimsótti Ísland vaknar í vikunni og var opin um að útskýra hvernig þetta virkar.  Inga Lísa, sem á raunar bara einn maka í dag segist einu sinni hafa verið í ástarsambandi við tvo karlmenn sem voru giftir hver öðrum.  Hún viðurkennir að þetta geti verið flókið en ef tjáskiptin séu góð og allir aðilar séu heiðarlegir þurfi fjölkærni ekki að vera vandamál.

Í viðtalinu var rætt um alls kyns atriði sem geta komið upp í samböndum fjölkærra og til að mynda bar afbrýðisemi á góma sem Inga Lísa segir að sjálfsögðu geti komið upp.  Heyra má áhugavert viðtal við þessa ungu konu hér að neðan.

Föstudagkaffið - Pétur Jóhann (14.6.2019) — 00:17:58
Smaforrit fyrir listaverk á Íslandi (14.6.2019) — 00:06:33
Nýtt lag með Stjórninni (14.6.2019) — 00:10:36
Gefðu gamla hluti í afmælisgjafir (14.6.2019) — 00:09:13