menu button

Lög lífsins - BRÍET velur lögin sín

Þáttur: Siggi Gunnars
Dagsetning: fös. 5. okt. 2018
Lengd: 42 mín., 14 sek.
Lýsing:

Lög lífsins er nýr dagskrárliður í þætti Sigga Gunnars á K100. Hann er jafnframt hlaðvarpsþáttur sem er aðgengilegur á K100.is vikulega. Í hverri viku kemur nýr gestur sem daglega velur eitt lag sem tengist lífi þeirra á einhvern hátt. Sömuleiðis heyrum við sögur úr lífi gestanna. 

Bríet Ísis Elfar eða bara Bríet er fyrsti gesturinn í Lög lífsins hjá Sigga Gunnars á K100 en Bríet hefur vakið mikla athygli á árinu fyrir tónlistina sína. Hún segir í þættinum að hún hafi alltaf ætlað að verða poppstjarna. „Allt sem að mann dreymdi um þegar maður var lítill er bara að gerast akkúrat núna,“ segir Bríet í samtali við Sigga en hún ætlaði alltaf að verða poppstjarna. „Ég var alltaf að fara í hælaskóna hjá mömmu, setja disk í spilarann og dansa.“