menu button

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri K100.
Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri K100. Ljósmynd/Gassi

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365.

Logi var gestur Hvata og Rikku í Magasíninu á K100 þar sem hann ræddi um helstu fréttir vikunnar. Í upphafi barst talið að lögbanni Loga: „Það er búið að þingfesta þetta,“ sagði Logi og bætti við málið yrði tekið fyrir í byrjun janúar á nýju ári.

BA-ritgerðin „Að missa klefann“

Aðspurður um verkefni sín þessa dagana sagðist Logi vera að skrifa BA-ritgerð um hvaða áhrif það hefur á fylgi stjórnmálaflokka að skipta um leiðtoga. Hans kenning er að það styrki stjórnmálaflokka þegar skipt er um formann. Logi ber þetta saman við þjálfaraskipti í knattspyrnu en ritgerð hans heitir „Að missa klefann“, sem er þekkt lýsing úr knattspyrnuheiminum á því þegar þjálfari nýtur ekki lengur trausts leikmanna sinna.

Logi háf nám í stjórnmálafræði fyrir aldarfjórðungi. Þegar fréttir bárust af lögbanni á störf Loga fyrir Árvakur, þar sem hann ætlar meðal annars að sinna dagskrárgerð á K100, fékk Logi símtal. Í símanum var Margréti Björnsdóttir, hjá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem sagði við hann: „Jæja Logi, ég sé að það er rólegt hjá þér núna, viltu ekki klára þessa ritgerð.“

Logi sér ljósu punktana við það að hafa varið löngum tíma til námsins. „Þetta er 25 ára nám, það er alveg hægt að rusla þessu af á þremur til fjórum árum,“ sagði Logi hlæjandi.

Karlpungatal um „Kötu litlu“

Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins bar á góma í spjalli um fréttir vikunnar. Loga leiðist neikvætt tal um Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem hann segist þekkja af góðu einu, hún sé skemmtileg og fylgin sér í stjórnmálum. Logi nefndi í þessu sambandi „karlpunga“ sem tali um „Kötu litlu“. „Menn gera sér ekki grein fyrir því að hún er til dæmis eldri en Sigmundur Davíð var þegar hann varð forsætisráðherra,“ sagði Logi Bergmann Eiðsson í skemmtilegu spjalli í Magasíninu sem má sjá hér að neðan.

mbl.is
Maja Ben heldur úti Facebook síðu og Snapchati þar sem hún kynnir ódýrar og sniðugar útfærslur sem gera heimilið fallegra.
Fréttir

„Ég neita því að kaupa dýra hluti“

Anna María Benediktsdóttir, eða Maja Ben, nýtur þess að endurnýta hluti og gera hlutina á sniðugan en einfaldan og ódýran máta. Afraksturinn fær svo að njóta sín á Facebook síðunni „Ég er komin heim“ og þar deilir hún ýmsum ráðum sem geta nýst vel fyrir jól. Nánar »

Berglind Ásgeirsdóttir var sendiherra Íslands í Frakklandi er karlalandsliðiðið í knattspyrnu tók þátt í EM í Frakklandi árið 2016.
Viðtöl

Boltasendiherrann klár í HM2018

Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Moskvu var sendiherra okkar Íslendinga í Frakklandi á meðan EM2016 í knattspyrnu fór þar fram. Hún hefur því reynslu af því að vera starfandi sendiherra í kringum þáttöku íslenska landsliðsins í stórkeppni. Nánar »

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.
Viðtöl

Stuðningsmannaskírteini á HM ígildi vegabréfsáritunar

Stuðningsmannaskilríki og rússneskt smásímaforrit er nokkuð sem þeir Íslendingar sem ætla á HM 2018 í Rússlandi verða að kynna sér. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, segir fólk þurfa að hafa miklu meiri fyrirvara á nú en í Frakklandi. Nánar »

Eyþór Ingi er fyrsti gestur í K100 Live Lounge.
Live Lounge

„Hefði verið skrýtið að vera með jólatónleika í maí“

Eyþór Ingi Gunnlaugsson heldur jólatónleika um allt land á aðventunni ásamt kórum í heimabyggð. Það er engan bilbug á honum að finna þrátt fyrir að verkefnið sé stórt í sniðum á tíma þar sem allra veðra er von. Nánar »

Pálmi Ragnar í stúdíóinu.
Viðtöl

„ZaZaZa“ næsti smellur?

Ný auglýsingaherferð Hagkaupa hefur vakið athygli undanfarnar vikur fyrir litríkt útlit og ekki síður skemmtilegt og grípandi lag. Höfundur lagsins er Pálmi Ragnar úr StopWaitGo sem útilokar ekki að gefa lagið út í fullri lengd. Nánar »

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Fréttir

Meira en mælanlegu hlutirnir

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Nánar »

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur í jólaboði K100 hjá Sigga Gunnars.
Live Lounge

Eitthvað fallegt með Kristjönu og Svavari

Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og Ragnheiður Gröndal halda jólatónleikana „Eitthvað fallegt“ á nokkrum stöðum á landinu. Kristjana og Svavar kíktu í Live Lounge jólaboð Sigga Gunnars á K100 og léku nokkur lög. Nánar »

Ísland tekur þátt á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi næsta sumar.
Viðtöl

Rússar spurðir um börn og birni

Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ, segir að rússneskir starfsbræður hans tali um að þeir fái alls konar skrítnar spurningar frá fólki víða um heiminn vegna HM í knattspyrnu, á borð við þá hvort óhætt sé að koma með börn til landsins og hvort birnir gangi þar allajafna lausnir. Nánar »

Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova sem fagnar 10 ára afmæli.
Viðtöl

Bankar ekki ómissandi en þjónustan er það

Í dag fagnar Nova 10 ára afmæli fyrirtækisins. Af því tilefni var ný þjónusta kynnt og ætlar fyrirtækið að vera raunverulegur valkostur við bankana til framtíðar að sögn Liv Bergþórsdóttur, forstjóri Nova. Í Magasíninu á K100 sagði hún frá nýjungum fyrirtækisins og áherslum til framtíðar. Nánar »

Siggi Gunnars og Páll Óskar á K100 í morgun.
Viðtöl

Persónulegur Páll Óskar

Poppstjarnan Páll Óskar sendir í dag frá sér nýja smáskífu af plötunni Kristalssafnið. Lagið heitir „Ég elska þig til baka“ og það má segja að Páll opni inn í kjarna í laginu. Nánar »