menu button

Það var ást við fyrstu sýn

Jón og Hafdís stíga fyrsta dansinn í brúðkaupinu í sumar.
Jón og Hafdís stíga fyrsta dansinn í brúðkaupinu í sumar. Úr einkasafni

„Þetta er virkilega persónulegt lag sem ég samdi fyrir 15 árum síðan þegar við Hafdís vorum að rugla saman reitum og svo gaf ég henni þetta í jólagjöf fyrstu jólin,“ sagði Jón Jónsson um nýja lagið sitt í viðtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. „Lagið heitir Þegar ég sá þig fyrst sem var 17. ágúst 2002 en þá sé ég hana á Menningarnótt og bara boom,“ segir Jón um söguna bakvið lagið. Jón var þá búinn með fyrsta árið í Versló og kom Hafdís í skólann um haustið og þau byrjuðu að stinga saman nefjum. Það má segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. 

Siggi Gunnars og Jón Jónsson eftir viðtalið í morgun.
Siggi Gunnars og Jón Jónsson eftir viðtalið í morgun.

Jón og Hafdís giftu sig í sumar eftir 15 ára samband og segir Jón að hann sé ennþá fljótandi um á ástaröldunni eftir athöfnina í sumar. Hann flutti lagið í athöfninni en vinur hans, Ari Bragi Kárason, útsetti strengi fyrir það. 

Horfðu á viðtal Sigga Gunnars við Jón hér að neðan.

Hér getur þú séð myndband við nýja lagið hans Jóns, Þegar ég sá þig fyrst. 

 

mbl.is
Viðtöl

Stefnir í metsölu freyðivíns

Sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist mikið á árinu. Útlit er fyrir að sala á kampavíni verði svipuð í ár og árið 2008. Sala freyðivíns var í fyrra meiri en árið 2007 og líklega verður metið slegið aftur í ár. Nánar »

Fréttir

Helga Vala gekk inn á Tinu Turner

Helga Vala kom til Svala & Svavars í kaffispjall í morgunsárið en Helga Vala sagði meðal annars frá því þegar hún gekk inn á Tinu Turner þar sem Tina svaf á hótelherbergi sínu. Nánar »

Árni Matt.
Viðtöl

„Ef þú veist ekki hvað kynferðisleg áreitni er áttu bara að vera heima hjá þér!“

Blaðamaðurinn Árni Matt er fastagestur hjá Svala&Svavari á K100 alla föstudagsmorgna á K100. Þeir ræddu m.a. um #metoo sem fór hátt í vikunni og er tekið fyrir í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Nánar »

Bergþór Pálsson
Viðtöl

Þjónn tónlistarinnar

Bergþór Pálsson, einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar, fagnar sextugsafmæli sínu á sunnudaginn. Af því tilefni verður blásið til heljarinnar afmælisveislu í Eldborgarsal Hörpu. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir
Fréttir

Lenti næstum því á slæmu deiti

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF og fyrrverandi ráðherra mætti í Magasínið, og ræddi komandi kosningar, gott gengi Samfylkingar og ein öflugastu félagasamtök sem hún hefur verið í sem meðal annars forðuðu henni frá hræðilegu deiti. Nánar »

María Thelma Smáradóttir og Pálmi Gestsson kíktu í Magasínið á K100.
Viðtöl

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Nánar »

Lilja skammar Gordon.
Viðtöl

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Nánar »

Agent Fresco
Viðtöl

Skemmtilegast að hitta fólkið

„Ég er stressaður en spenntur,“ segir Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, en sveitin heldur í næstu viku utan til þess að halda tónleika vítt og breitt um Evrópu. Hljómsveitin, sem hefur skipað sér í raðir þeirra allra vinsælustu hér á landi, fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Nánar »

Auðunn Lúthersson sem fleiri þekkja sem tónlistarmanninn AUDUR kíkti í Magasínið í tilefni af nýútkomna laginu I´d Love.
Viðtöl

Nýtt lag og nýtt myndband

Hinn eini sanni Auður mætti í Magasínið og heillaði alla upp úr skónum eins og við var að búast. Nýjasta lagið hans verður frumflutt í kvöld og má búast við algjörum tryllingi í Bíó Paradís í kvöld. Nánar »

Fjolla Shala vill að frístundakortin séu kynnt betur fyrir erlendum fjölskyldum.
Fréttir

Skiptir máli að ná til þessara barna

Fjolla Shala flutti hingað til lands fimm ára gömul ásamt foreldrum sínum sem eru frá Kósóvó. Hún hélt á dögunum erindi um börn erlendra fjölskyldna sem oft verða útundan í íþróttum og ástæður þess. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist