menu button
Í loftinu hljóðnemi
Svali & Svavar
Alla virka daga milli 6:30 og 9

„18 þar til yfir lýkur“

Bogi Ágústsson
Bogi Ágústsson RÚV

„Það var hrein tilviljun. Kylfa réð kasti í þessu tilfelli. Það var einn góður vinur minn sem benti mér á það þegar við vorum í háskólanum, þar sem ég var að læra sögu og íslensku, að það væri verið að auglýsa eftir erlendum fréttamanni hjá sjónvarpinu og taldi að þetta myndi henta mér vel,“ sagði Bogi um tilurð þess að hann sótti um starf á fréttastofu Sjónvarpsins fyrir 40 árum síðan. Það kom honum á óvart að hann skyldi fá starfið þar sem hann hafði enga reynslu blaðamennsku á þessum tíma. 

Margt breyst á 40 árum 

Hann segir að það sé ekki hægt að bera saman fjölmiðla þá og nú, sérstaklega þegar kemur að tækninni. „Stærsta byltingin er netið að sjálfsögðu og síðan farsímavæðingin sem gerir það að verkum að allur almenningur getur verið þátttakandi í fréttaöflun og er það,“ segir Bogi. Áður fyrr voru frétta og blaðamenn það sem hefur verið kallað hliðverðir upplýsinganna. „Þeir voru með upplýsingarnar og hleyptu þeim svo út á einhverjum ákveðnum tímum. Þegar blöðin komu út á morganana eða síðdegis, útvarpsstöðvarnar þegar voru útvarpsfréttatímar, sjónvarpsstöðvarnar þegar það voru sjónvarpsfréttatímar og þá er ekki fleiri upplýsingar að fá fyrr en að blaðið kemur út næst eða næsti fréttatími er,“ segir Bogi um hvernig upplýsingaflæðið var áður fyrr. „Nú er þetta gerbreytt, nú er sístreymi upplýsinga. Þannig er til dæmis að þegar við förum í loftið með okkar fréttir eða Stöð 2 þá það er fæstum tilfellum að þeir sem eru að fylgjast með séu að sjá eitthvað nýtt. Þess vegna er ég hissa á því að rúmlega þriðjungur þjóðarinnar horfir á aðalfréttatíma RÚV og fjórðungur þjóðarinnar á aðalfréttirnar á Stöð 2. Þetta er ótrúlegt ef við tökum tillit til þess hversu margir eru að gera eitthvað annað,“ segir Bogi og bætir við að þetta séu tölur sem sjást varla annarstaðar í heiminum. „Íslendingar eru almennt þokkalega upplýst þjóð, þeir eru forvitnir um samfélagið og umheiminn og vilja fylgjast með,“ segir Bogi spurður um ástæður þess að áhorfi sé enn svo mikið. „Þessar tölur lækka og þær munu bara halda áfram að lækka. Ég spáði því fyrir svona 10 - 15 árum að þetta myndi gerast miklu hraðar en þetta hefur gerst,“ bætir Bogi við. 

Orðinn 65 ára en vill halda ótrauður áfram

„Ég grínast stundum með það að ég hef tekið mér sem mottó plötu og lag sem Bryan Adams gerði fyrir margt löngu síðan sem heitir 18 till I die,“ segir Bogi þegar hann er spurður hvort hann sé farinn að huga að starfslokum. „Afhverju á ég þegar kemur einhver tala að vera neyddur til þess að hætta þegar ég hef, að mér finnst allavegana, fullt ennþá sem ég get unnið,“ segir Bogi. 

Bogi brá á leik í viðtalinu og las bút úr laginu B.O.B.A. sem er eitt vinsælasta lag landsins líkt og um frétt væri að ræða. Útkoman var stórkostleg!

Þú getur horft og hlustað á allt viðtalið við Boga frá því í morgun hér að neðan. 

mbl.is
Auðunn Lúthersson sem fleiri þekkja sem tónlistarmanninn AUDUR kíkti í Magasínið í tilefni af nýútkomna laginu I´d Love.
Viðtöl

Bjartasta vonin frumflytur nýtt lag

Hinn eini sanni Auður mætti í Magasínið og heillaði alla upp úr skónum eins og við var að búast. Nýjasta lagið hans verður frumflutt í kvöld og má búast við algjörum tryllingi í Bíó Paradís í kvöld. Nánar »

Fjolla Shala vill að frístundakortin séu kynnt betur fyrir erlendum fjölskyldum.
Fréttir

Skiptir máli að ná til þessara barna

Fjolla Shala flutti hingað til lands fimm ára gömul ásamt foreldrum sínum sem eru frá Kósóvó. Hún hélt á dögunum erindi um börn erlendra fjölskyldna sem oft verða útundan í íþróttum og ástæður þess. Nánar »

Viðtöl

Þorgerður Katrín í kattarbúning

Þorgerður Katrín mætti í spjall til Svala&Svavars og ræddi við þá um kosningabaráttuna og hvernig lífið er í Viðreisn. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir því að fá Þorgerði til að tala um sín stefnumál og raunar um allt þetta helsta sem við kemur lífinu og tilverunni. Nánar »

Útvarpsstöðin K100 sem er í eigu Árvakurs hefur náð samningi við Logi Bergmann Eiðsson um dagskrárgerð á stöðinni.
Fréttir

„Hef meiri áhyggjur af gengi United en lögbanninu“

Magasínið sló á þráðinn til Loga Bergmann sem var staddur á Spáni en í dag var sett lögbann á störf hans. Nánar »

Natalie Gunnarsdóttir tónlistarkona er ein aðstandenda Vökunnar.
Fréttir

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir
Fréttir

Lenti næstum því á slæmu deiti

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF og fyrrverandi ráðherra mætti í Magasínið, og ræddi komandi kosningar, gott gengi Samfylkingar og ein öflugastu félagasamtök sem hún hefur verið í sem meðal annars forðuðu henni frá hræðilegu deiti. Nánar »

Fréttir

Fékk bara ódýrara rauðvín

Örn Árnason og Brynhildur Guðjónsdóttir kíktu í spjall til Svala og Svavars og ræddu um sýninguna Guð blessi Ísland. Þau voru kát en örlítið þreytt eftir loka rennslið á sýningunni í gær. Brynhildur sagði að það hefði svo margt verið algjörlega galið sem var í gangi á þessum hrun tíma. Nánar »

Fréttir

Þriggja barna móðir úr Mosó tekur þátt í Nordic Championship í fitness

Hilda Allans heldur til Svíþjóðar um helgina að keppa í opnum flokki í body fitness á Nordic Championship móti í fitness. Hilda er eini íslendingurinn sem keppir á þessu móti en hún segir samkeppnina harða. Nánar »

Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, forsprakki hljómsveitarinnar Sturla Atlas
Fréttir

Sturla Atlas í falsettu

Þúsundþjalasmiðurinn Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, betur þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Sturla Atlas, mun gerast smaladrengur í hlutverki sínu í Toscu í uppsetningu Íslensku Óperunnar. Hann gaf okkur tóndæmi af því sem koma skal í Magasíninu. Nánar »

Berta Daníelsdóttir framkvæmdstjóri Íslenska Sjávarklasans bauð þáttastjórnendum upp á ostakex og síldarlýsi.
Fréttir

Síldarlýsi út á salatið?

Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Nánar »

Svali & Svavar
Svali & Svavar