menu button

„18 þar til yfir lýkur“

Bogi Ágústsson
Bogi Ágústsson RÚV

„Það var hrein tilviljun. Kylfa réð kasti í þessu tilfelli. Það var einn góður vinur minn sem benti mér á það þegar við vorum í háskólanum, þar sem ég var að læra sögu og íslensku, að það væri verið að auglýsa eftir erlendum fréttamanni hjá sjónvarpinu og taldi að þetta myndi henta mér vel,“ sagði Bogi um tilurð þess að hann sótti um starf á fréttastofu Sjónvarpsins fyrir 40 árum síðan. Það kom honum á óvart að hann skyldi fá starfið þar sem hann hafði enga reynslu blaðamennsku á þessum tíma. 

Margt breyst á 40 árum 

Hann segir að það sé ekki hægt að bera saman fjölmiðla þá og nú, sérstaklega þegar kemur að tækninni. „Stærsta byltingin er netið að sjálfsögðu og síðan farsímavæðingin sem gerir það að verkum að allur almenningur getur verið þátttakandi í fréttaöflun og er það,“ segir Bogi. Áður fyrr voru frétta og blaðamenn það sem hefur verið kallað hliðverðir upplýsinganna. „Þeir voru með upplýsingarnar og hleyptu þeim svo út á einhverjum ákveðnum tímum. Þegar blöðin komu út á morganana eða síðdegis, útvarpsstöðvarnar þegar voru útvarpsfréttatímar, sjónvarpsstöðvarnar þegar það voru sjónvarpsfréttatímar og þá er ekki fleiri upplýsingar að fá fyrr en að blaðið kemur út næst eða næsti fréttatími er,“ segir Bogi um hvernig upplýsingaflæðið var áður fyrr. „Nú er þetta gerbreytt, nú er sístreymi upplýsinga. Þannig er til dæmis að þegar við förum í loftið með okkar fréttir eða Stöð 2 þá það er fæstum tilfellum að þeir sem eru að fylgjast með séu að sjá eitthvað nýtt. Þess vegna er ég hissa á því að rúmlega þriðjungur þjóðarinnar horfir á aðalfréttatíma RÚV og fjórðungur þjóðarinnar á aðalfréttirnar á Stöð 2. Þetta er ótrúlegt ef við tökum tillit til þess hversu margir eru að gera eitthvað annað,“ segir Bogi og bætir við að þetta séu tölur sem sjást varla annarstaðar í heiminum. „Íslendingar eru almennt þokkalega upplýst þjóð, þeir eru forvitnir um samfélagið og umheiminn og vilja fylgjast með,“ segir Bogi spurður um ástæður þess að áhorfi sé enn svo mikið. „Þessar tölur lækka og þær munu bara halda áfram að lækka. Ég spáði því fyrir svona 10 - 15 árum að þetta myndi gerast miklu hraðar en þetta hefur gerst,“ bætir Bogi við. 

Orðinn 65 ára en vill halda ótrauður áfram

„Ég grínast stundum með það að ég hef tekið mér sem mottó plötu og lag sem Bryan Adams gerði fyrir margt löngu síðan sem heitir 18 till I die,“ segir Bogi þegar hann er spurður hvort hann sé farinn að huga að starfslokum. „Afhverju á ég þegar kemur einhver tala að vera neyddur til þess að hætta þegar ég hef, að mér finnst allavegana, fullt ennþá sem ég get unnið,“ segir Bogi. 

Bogi brá á leik í viðtalinu og las bút úr laginu B.O.B.A. sem er eitt vinsælasta lag landsins líkt og um frétt væri að ræða. Útkoman var stórkostleg!

Þú getur horft og hlustað á allt viðtalið við Boga frá því í morgun hér að neðan. 

mbl.is
Sindri Ástmarsson og Daníel Snær innsigla samning um Söngkeppni framhaldsskólanna.
Fréttir

Fulltrúi Simon Cowell verður á söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna verður endurvakin á næsta ári en keppnin var ekki haldin í ár, í fyrsta skipti síðan 1990. Nánar »

Maja Ben heldur úti Facebook síðu og Snapchati þar sem hún kynnir ódýrar og sniðugar útfærslur sem gera heimilið fallegra.
Viðtöl

„Ég neita því að kaupa dýra hluti“

Anna María Benediktsdóttir, eða Maja Ben, nýtur þess að endurnýta hluti og gera hlutina á sniðugan en einfaldan og ódýran máta. Afraksturinn fær svo að njóta sín á Facebook síðunni „Ég er komin heim“ og þar deilir hún ýmsum ráðum sem geta nýst vel fyrir jól. Nánar »

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur í jólaboði K100 hjá Sigga Gunnars.
Live Lounge

Eitthvað fallegt með Kristjönu og Svavari

Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og Ragnheiður Gröndal halda jólatónleikana „Eitthvað fallegt“ á nokkrum stöðum á landinu. Kristjana og Svavar kíktu í Live Lounge jólaboð Sigga Gunnars á K100 og léku nokkur lög. Nánar »

Ísland tekur þátt á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi næsta sumar.
Viðtöl

Rússar spurðir um börn og birni

Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ, segir að rússneskir starfsbræður hans tali um að þeir fái alls konar skrítnar spurningar frá fólki víða um heiminn vegna HM í knattspyrnu, á borð við þá hvort óhætt sé að koma með börn til landsins og hvort birnir gangi þar allajafna lausnir. Nánar »

Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova sem fagnar 10 ára afmæli.
Viðtöl

Bankar ekki ómissandi en þjónustan er það

Í dag fagnar Nova 10 ára afmæli fyrirtækisins. Af því tilefni var ný þjónusta kynnt og ætlar fyrirtækið að vera raunverulegur valkostur við bankana til framtíðar að sögn Liv Bergþórsdóttur, forstjóri Nova. Í Magasíninu á K100 sagði hún frá nýjungum fyrirtækisins og áherslum til framtíðar. Nánar »

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Viðtöl

Meira en mælanlegu hlutirnir

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Nánar »

Berglind Ásgeirsdóttir var sendiherra Íslands í Frakklandi er karlalandsliðiðið í knattspyrnu tók þátt í EM í Frakklandi árið 2016.
Viðtöl

Boltasendiherrann klár í HM2018

Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Moskvu var sendiherra okkar Íslendinga í Frakklandi á meðan EM2016 í knattspyrnu fór þar fram. Hún hefur því reynslu af því að vera starfandi sendiherra í kringum þáttöku íslenska landsliðsins í stórkeppni. Nánar »

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.
Viðtöl

Stuðningsmannaskírteini á HM ígildi vegabréfsáritunar

Stuðningsmannaskilríki og rússneskt smásímaforrit er nokkuð sem þeir Íslendingar sem ætla á HM 2018 í Rússlandi verða að kynna sér. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, segir fólk þurfa að hafa miklu meiri fyrirvara á nú en í Frakklandi. Nánar »

Eyþór Ingi er fyrsti gestur í K100 Live Lounge.
Live Lounge

„Hefði verið skrýtið að vera með jólatónleika í maí“

Eyþór Ingi Gunnlaugsson heldur jólatónleika um allt land á aðventunni ásamt kórum í heimabyggð. Það er engan bilbug á honum að finna þrátt fyrir að verkefnið sé stórt í sniðum á tíma þar sem allra veðra er von. Nánar »

Pálmi Ragnar í stúdíóinu.
Viðtöl

„ZaZaZa“ næsti smellur?

Ný auglýsingaherferð Hagkaupa hefur vakið athygli undanfarnar vikur fyrir litríkt útlit og ekki síður skemmtilegt og grípandi lag. Höfundur lagsins er Pálmi Ragnar úr StopWaitGo sem útilokar ekki að gefa lagið út í fullri lengd. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist