menu button

Konur 47% viðmælenda í Magasíninu

Mary Hockaday, sem hefur lengi leitt þróun og uppbyggingu BBC ...
Mary Hockaday, sem hefur lengi leitt þróun og uppbyggingu BBC World Service, var meðal frummælenda á viðburði sem haldinn var í höfuðstöðvum Árvakurs í dag í tilefni fjölmiðladags FKA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni fjölmiðladags Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í dag birti síðdegisþátturinn Magasínið á K100 tölur um kynjahlutfall í þættinum fyrstu fjóra mánuði hans. Kynjahlutfall viðmælenda er nær jafnt, rætt hefur verið við karla í 53% viðtala og viðmælendur hafa í 47% tilfella verið konur.

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, var gestur Magasínsins í tilefni fjölmiðladags samtakanna. Hún var hæstánægð með nær jafnt kynjahlutfall viðmælenda þáttarins sem fór fyrst í loftið 31. maí síðastliðinn á K100 undir stjórn Huldu Bjarnadóttur og Sighvats „Hvata“ Jónssonar. Í 86 þáttum Magasínsins undanfarna fjóra mánuði hefur verið rætt við 492 viðmælendur, 261 karl og 231 konu.

Hulda Bjarnadóttir, umsjónarmaður Magasínsins á K100, hélt erindi á fjölmiðladegi ...
Hulda Bjarnadóttir, umsjónarmaður Magasínsins á K100, hélt erindi á fjölmiðladegi FKA í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

FKA stendur fyrir fjölmiðladeginum í samstarfi við Creditinfo. Samkvæmt samantektinni stendur þátturinn Samfélagið á Rás 1 sig best hvað varðar jafnan hlut kynjanna en 51% viðmælenda þáttarins eru konur og 49% karlar.

Um 200 manns mættu á fund um konur og fjölmiðla ...
Um 200 manns mættu á fund um konur og fjölmiðla í Hádegismóum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir sagði markmið fjölmiðladags FKA vera að vekja athygli á hlutdeild kvenna í fjölmiðlum. „Hlutföllin voru 70/30 2012-2014,“ sagði Hrafnhildur og bætti við að hlutur kvenna hafi aukist um þrjú prósentustig í fyrra og tvö til viðbótar nú. Þegar litið er til allra fjölmiðla í dag er niðurstaðan sú að rætt er við konur í 35% tilfella. Hrafnhildur segir þróunina vera jákvæða og segir mikilvægt að fjölmiðlar haldi utan um tölfræði um kynjahlutfall. Að neðan er viðtalið við Hrafnhildi úr Magasíninu í dag.

mbl.is
Sindri Ástmarsson og Daníel Snær innsigla samning um Söngkeppni framhaldsskólanna.
Fréttir

Fulltrúi Simon Cowell verður á söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna verður endurvakin á næsta ári en keppnin var ekki haldin í ár, í fyrsta skipti síðan 1990. Nánar »

Maja Ben heldur úti Facebook síðu og Snapchati þar sem hún kynnir ódýrar og sniðugar útfærslur sem gera heimilið fallegra.
Viðtöl

„Ég neita því að kaupa dýra hluti“

Anna María Benediktsdóttir, eða Maja Ben, nýtur þess að endurnýta hluti og gera hlutina á sniðugan en einfaldan og ódýran máta. Afraksturinn fær svo að njóta sín á Facebook síðunni „Ég er komin heim“ og þar deilir hún ýmsum ráðum sem geta nýst vel fyrir jól. Nánar »

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur í jólaboði K100 hjá Sigga Gunnars.
Live Lounge

Eitthvað fallegt með Kristjönu og Svavari

Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og Ragnheiður Gröndal halda jólatónleikana „Eitthvað fallegt“ á nokkrum stöðum á landinu. Kristjana og Svavar kíktu í Live Lounge jólaboð Sigga Gunnars á K100 og léku nokkur lög. Nánar »

Ísland tekur þátt á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi næsta sumar.
Viðtöl

Rússar spurðir um börn og birni

Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ, segir að rússneskir starfsbræður hans tali um að þeir fái alls konar skrítnar spurningar frá fólki víða um heiminn vegna HM í knattspyrnu, á borð við þá hvort óhætt sé að koma með börn til landsins og hvort birnir gangi þar allajafna lausnir. Nánar »

Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova sem fagnar 10 ára afmæli.
Viðtöl

Bankar ekki ómissandi en þjónustan er það

Í dag fagnar Nova 10 ára afmæli fyrirtækisins. Af því tilefni var ný þjónusta kynnt og ætlar fyrirtækið að vera raunverulegur valkostur við bankana til framtíðar að sögn Liv Bergþórsdóttur, forstjóri Nova. Í Magasíninu á K100 sagði hún frá nýjungum fyrirtækisins og áherslum til framtíðar. Nánar »

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Viðtöl

Meira en mælanlegu hlutirnir

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Nánar »

Berglind Ásgeirsdóttir var sendiherra Íslands í Frakklandi er karlalandsliðiðið í knattspyrnu tók þátt í EM í Frakklandi árið 2016.
Viðtöl

Boltasendiherrann klár í HM2018

Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Moskvu var sendiherra okkar Íslendinga í Frakklandi á meðan EM2016 í knattspyrnu fór þar fram. Hún hefur því reynslu af því að vera starfandi sendiherra í kringum þáttöku íslenska landsliðsins í stórkeppni. Nánar »

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.
Viðtöl

Stuðningsmannaskírteini á HM ígildi vegabréfsáritunar

Stuðningsmannaskilríki og rússneskt smásímaforrit er nokkuð sem þeir Íslendingar sem ætla á HM 2018 í Rússlandi verða að kynna sér. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, segir fólk þurfa að hafa miklu meiri fyrirvara á nú en í Frakklandi. Nánar »

Eyþór Ingi er fyrsti gestur í K100 Live Lounge.
Live Lounge

„Hefði verið skrýtið að vera með jólatónleika í maí“

Eyþór Ingi Gunnlaugsson heldur jólatónleika um allt land á aðventunni ásamt kórum í heimabyggð. Það er engan bilbug á honum að finna þrátt fyrir að verkefnið sé stórt í sniðum á tíma þar sem allra veðra er von. Nánar »

Pálmi Ragnar í stúdíóinu.
Viðtöl

„ZaZaZa“ næsti smellur?

Ný auglýsingaherferð Hagkaupa hefur vakið athygli undanfarnar vikur fyrir litríkt útlit og ekki síður skemmtilegt og grípandi lag. Höfundur lagsins er Pálmi Ragnar úr StopWaitGo sem útilokar ekki að gefa lagið út í fullri lengd. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist