menu button
Í loftinu hljóðnemi
Svali & Svavar
Alla virka daga milli 6:30 og 9

Konur 47% viðmælenda í Magasíninu

Mary Hockaday, sem hefur lengi leitt þróun og uppbyggingu BBC ...
Mary Hockaday, sem hefur lengi leitt þróun og uppbyggingu BBC World Service, var meðal frummælenda á viðburði sem haldinn var í höfuðstöðvum Árvakurs í dag í tilefni fjölmiðladags FKA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni fjölmiðladags Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í dag birti síðdegisþátturinn Magasínið á K100 tölur um kynjahlutfall í þættinum fyrstu fjóra mánuði hans. Kynjahlutfall viðmælenda er nær jafnt, rætt hefur verið við karla í 53% viðtala og viðmælendur hafa í 47% tilfella verið konur.

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, var gestur Magasínsins í tilefni fjölmiðladags samtakanna. Hún var hæstánægð með nær jafnt kynjahlutfall viðmælenda þáttarins sem fór fyrst í loftið 31. maí síðastliðinn á K100 undir stjórn Huldu Bjarnadóttur og Sighvats „Hvata“ Jónssonar. Í 86 þáttum Magasínsins undanfarna fjóra mánuði hefur verið rætt við 492 viðmælendur, 261 karl og 231 konu.

Hulda Bjarnadóttir, umsjónarmaður Magasínsins á K100, hélt erindi á fjölmiðladegi ...
Hulda Bjarnadóttir, umsjónarmaður Magasínsins á K100, hélt erindi á fjölmiðladegi FKA í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

FKA stendur fyrir fjölmiðladeginum í samstarfi við Creditinfo. Samkvæmt samantektinni stendur þátturinn Samfélagið á Rás 1 sig best hvað varðar jafnan hlut kynjanna en 51% viðmælenda þáttarins eru konur og 49% karlar.

Um 200 manns mættu á fund um konur og fjölmiðla ...
Um 200 manns mættu á fund um konur og fjölmiðla í Hádegismóum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir sagði markmið fjölmiðladags FKA vera að vekja athygli á hlutdeild kvenna í fjölmiðlum. „Hlutföllin voru 70/30 2012-2014,“ sagði Hrafnhildur og bætti við að hlutur kvenna hafi aukist um þrjú prósentustig í fyrra og tvö til viðbótar nú. Þegar litið er til allra fjölmiðla í dag er niðurstaðan sú að rætt er við konur í 35% tilfella. Hrafnhildur segir þróunina vera jákvæða og segir mikilvægt að fjölmiðlar haldi utan um tölfræði um kynjahlutfall. Að neðan er viðtalið við Hrafnhildi úr Magasíninu í dag.

mbl.is
Katrín Júlíusdóttir
Fréttir

Lenti næstum því á slæmu deiti

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF og fyrrverandi ráðherra mætti í Magasínið, og ræddi komandi kosningar, gott gengi Samfylkingar og ein öflugastu félagasamtök sem hún hefur verið í sem meðal annars forðuðu henni frá hræðilegu deiti. Nánar »

Fjolla Shala vill að frístundakortin séu kynnt betur fyrir erlendum fjölskyldum.
Fréttir

Skiptir máli að ná til þessara barna

Fjolla Shala flutti hingað til lands fimm ára gömul ásamt foreldrum sínum sem eru frá Kósóvó. Hún hélt á dögunum erindi um börn erlendra fjölskyldna sem oft verða útundan í íþróttum og ástæður þess. Nánar »

Viðtöl

Þorgerður Katrín í kattarbúning

Þorgerður Katrín mætti í spjall til Svala&Svavars og ræddi við þá um kosningabaráttuna og hvernig lífið er í Viðreisn. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir því að fá Þorgerði til að tala um sín stefnumál og raunar um allt þetta helsta sem við kemur lífinu og tilverunni. Nánar »

Útvarpsstöðin K100 sem er í eigu Árvakurs hefur náð samningi við Logi Bergmann Eiðsson um dagskrárgerð á stöðinni.
Fréttir

„Hef meiri áhyggjur af gengi United en lögbanninu“

Magasínið sló á þráðinn til Loga Bergmann sem var staddur á Spáni en í dag var sett lögbann á störf hans. Nánar »

Natalie Gunnarsdóttir tónlistarkona er ein aðstandenda Vökunnar.
Fréttir

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað. Nánar »

Auðunn Lúthersson sem fleiri þekkja sem tónlistarmanninn AUDUR kíkti í Magasínið í tilefni af nýútkomna laginu I´d Love.
Viðtöl

Bjartasta vonin frumflytur nýtt lag

Hinn eini sanni Auður mætti í Magasínið og heillaði alla upp úr skónum eins og við var að búast. Nýjasta lagið hans verður frumflutt í kvöld og má búast við algjörum tryllingi í Bíó Paradís í kvöld. Nánar »

Fréttir

Fékk bara ódýrara rauðvín

Örn Árnason og Brynhildur Guðjónsdóttir kíktu í spjall til Svala og Svavars og ræddu um sýninguna Guð blessi Ísland. Þau voru kát en örlítið þreytt eftir loka rennslið á sýningunni í gær. Brynhildur sagði að það hefði svo margt verið algjörlega galið sem var í gangi á þessum hrun tíma. Nánar »

Fréttir

Þriggja barna móðir úr Mosó tekur þátt í Nordic Championship í fitness

Hilda Allans heldur til Svíþjóðar um helgina að keppa í opnum flokki í body fitness á Nordic Championship móti í fitness. Hilda er eini íslendingurinn sem keppir á þessu móti en hún segir samkeppnina harða. Nánar »

Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, forsprakki hljómsveitarinnar Sturla Atlas
Fréttir

Sturla Atlas í falsettu

Þúsundþjalasmiðurinn Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, betur þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Sturla Atlas, mun gerast smaladrengur í hlutverki sínu í Toscu í uppsetningu Íslensku Óperunnar. Hann gaf okkur tóndæmi af því sem koma skal í Magasíninu. Nánar »

Berta Daníelsdóttir framkvæmdstjóri Íslenska Sjávarklasans bauð þáttastjórnendum upp á ostakex og síldarlýsi.
Fréttir

Síldarlýsi út á salatið?

Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Nánar »

Svali & Svavar
Svali & Svavar