menu button

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í ...
Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í morgun.

„Ég hef verið þarna síðan árið 1976 og reiknið nú,“ sagði María Einarsdóttir við þau Kristínu, Víking og Ólaf Darra stjórendur Turnsins í morgun þegar hún var spurð hversu lengi hún hafi staðið vaktina í Bæjarin beztu. María er fyrir löngu orðin þekkt andlit enda hafa þúsundir Íslendinga verslað við hana í gegnum árin. Svo er líka fyrir löngu orðið frægt að hún afgreiddi Bill Clinton um pylsu. „Þetta var nú tilviljanakennt allt saman. Maður sá að það var einhver hersing að koma labbandi þarna eftir götunni, einhver myndarlegur maður í blárri vestispeysu. Svo sagði einhver þetta er Clinton,“ segir María um það þegar hún afgreiddi Clinton. Einhver kallaði til Clinton og sagði honum að þarna væru bestu pylsur í heimi og úr varð að hann ákvað að prófa. Hann er þó ekki eini nafntogaði einstaklingurinn sem hún hefur afgreitt, t.d. afgreiddi hún Metallica sem kunnu vel að meta pylsurnar.

Óréttlátt að eldra fólki sé ekki leyft að vinna

María vinnur nú þrjá daga vikunnar, var alltaf fimm daga. „Mér finnst mjög gaman þarna og það eru engin aldurstakmörk á mér þarna niðri í vagni,“ segir María sem er komin á eftirlaunaaldur. „Ég spái ekkert í það en auðvitað er það náttúrulega ekki réttlátt að fólk sem er í fullu fjöri fái ekki að vinna, þó ekki nema hálfan dag,“ segir María, spurð út í hið margumtalaða frítekjumark. „Fólk getur koðnað niður. Það hafa ekki allir í sér að fara í það allt sem er fyrir eldri borgara,“ segir María sem telur ekki réttlátt að nýta ekki reynslu hinna eldri sem gætu t.d. kennt þeim yngri. „Ég er þarna enn þá og sé engin teikn um að ég þurfi að fara neitt út af, aldrei,“ segir María.

Hlustaðu á viðtalið við Maríu hér að neðan og heyrðu m.a. hversu lengi hún er að setja á eina pylsu.

 

Turninn er á dagskrá K100 alla laugardagsmorgna frá 9 - 12. Þú getur hlustað á eldri þætti og hljóðbrot hér. 

mbl.is
Útvarpsstöðin K100 sem er í eigu Árvakurs hefur náð samningi við Logi Bergmann Eiðsson um dagskrárgerð á stöðinni.
Fréttir

„Hef meiri áhyggjur af gengi United en lögbanninu“

Magasínið sló á þráðinn til Loga Bergmann sem var staddur á Spáni en í dag var sett lögbann á störf hans. Nánar »

Natalie Gunnarsdóttir tónlistarkona er ein aðstandenda Vökunnar.
Fréttir

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað. Nánar »

Fréttir

Villikettir þurfa líka umhyggju

María Krista Hreiðarsdóttir talskona Dýraverndunarsamtakanna Villikettir kíkti í heimsókn til Svala og Svavars í morgun. Hún ræddi um villiketti á Íslandi og hjálparstarfið sem hópurinn vinnur að til að bjarga því sem hún kallar „óhreinu börn Evu". Nánar »

Íslenskir keppendur í Spartan Race við Lake Tahoe í byrjun október.
Fréttir

Spartan Race á Íslandi í desember

Spartan Race verður sífellt vinsælla og Íslendingar eru farnir að taka þátt í því sem mætti þýða sem spartversk hindrunarhlaup. Í desember verður keppnin haldin hérlendis og sögðu Freyr Hákonarson og Ólafía Kvaran frá keppninni og eigin þátttöku í Lake Tahoe á dögunum. Nánar »

Fréttir

Landsbyggðin og Logi Bergmann í Turninum

Landsbyggðin var í forgrunni í Turninum á K100 s.l. laugardag. Þau Kristín og Víkingur ræddu meðal annars við landsbyggðardrottninguna, Prins Póló frúnna og kótilettukarla. Nánar »

Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, forsprakki hljómsveitarinnar Sturla Atlas
Fréttir

Sturla Atlas í falsettu

Þúsundþjalasmiðurinn Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, betur þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Sturla Atlas, mun gerast smaladrengur í hlutverki sínu í Toscu í uppsetningu Íslensku Óperunnar. Hann gaf okkur tóndæmi af því sem koma skal í Magasíninu. Nánar »

Berta Daníelsdóttir framkvæmdstjóri Íslenska Sjávarklasans bauð þáttastjórnendum upp á ostakex og síldarlýsi.
Fréttir

Síldarlýsi út á salatið?

Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Nánar »

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur segir mikilvægt að trúa brotaþola
Fréttir

#IBelieveYou mikilvæg skilaboð

Margar íslenskar konur hafa stigið fram og tjáð sig um kynferðislega áreitni sem þær hafa orðið fyrir í framhaldi af yfirlýsingum þekktra Hollywoood kvenna. En hvernig er best að bregðast við frásögn um ofbeldi? Guðrún Katrín Jóhannessdóttir félagsfræðingur kom með innlegg í umræðuna og gaf góð ráð. Nánar »

Ingileif Friðriksdóttir hittir forystumenn flokkana fyrir kosningar og kortleggur sjálf þá málaflokka sem skipta ungt fólk máli.
Fréttir

Hvað i fjandanum á ég að kjósa?

Nýir kosningaþættir fyrir ungt fólk í umsjá fjölmiðlakonunnar Ingileifar Friðriksdóttur hafa fengið góðar móttökur. Í þáttunum hittir Ingileif forystumenn flokkanna og í framhaldinu gefur hún þeim bros- eða fýlukarla í þeim málaflokkum sem skipta hana, og um leið margt ungt fólk, mestu máli. Nánar »

Fréttir

Typpakarlarnir eru allsstaðar og engin þorir að segja neitt

Árni Matt, blaðamaður á Morgunblaðinu, er vikulegur gestur hjá í morgunþætti Svala og Svavars á K100. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist