menu button
Í loftinu hljóðnemi
Erna Hrönn
Alla virka daga milli 12 og 16

Norðmenn sinna sjálfsvígsforvörnum betur

mbl.is/Rósa Braga

Norðmenn eru Íslendingum framar þegar kemur að forvörnum gegn sjálfsvígum, segir Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum og yfirlæknir á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss.

Engilbert vísar til norska prófessorsins dr. Lars Mehlum sem var einn af fyrirlesurum á fræðslufundi í dag um forvarnir gegn sjálfsvígum. Lars er prófessor í geðlækningum og forstöðumaður sjálfsvígsrannsókna- og forvarnarmiðstöðvar Óslóarháskóla. Lars hefur einnig unnið fyrir Alþjóða heilbrigðisstofnunina.

Breytingar á lögum um skotvopn og brúarhandrið 

„Og það mér finnst standa uppúr er hvað Norðmenn hafa sinnt þessu vel, hvað þeir hafa lagt mikla fjármuni til og þjálfað fagfólk og aðra sem eru lykilaðilar í því að koma að því að greiða götu þeirra sem eru með sjálfsvígshugsanir, inn í heilbrigðiskerfið,“ sagði Engilbert í síðdegisþættinum Magasíninu á K100 í dag.

Engilbert nefndi sem dæmi að sjálfsvígum hafi fækkað eftir tvær sértækar aðgerðir í Noregi, annars vegar var gerð breyting á löggjöf um meðferð skotvopna og hins vegar voru sett upp stærri handrið en áður við norskar brýr.

Samfélagsleg ábyrgð

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir sem stýrði undirbúningi fræðslufundarins sagði hinn norska Lars hafa lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð. „Það sem mér fannst kannski áhugaverðast við það sem hann sagði var það að þetta er ekki mál fagfólksins að sporna við sjálfsvígum, eða vinna að forvörnum, þetta er samfélagið allt sem þarf að koma til,“ sagði Guðrún Jóna.

Íslensk átaksverkefni ekki nóg

Engilbert Sigurðsson, yfirmaður á geðsviði Landspítalans, sagði Norðmenn vera á allt öðrum stað en Íslendinga í þessum efnum. „Þeir ákváðu 2004 að leggja 6,3 milljarða norskra króna í það að efla sína geðheilbrigðisþjónustu í víðasta skilningi. Við erum ekki að setja neitt sem nálgast það í okkar geðheilbrigðisþjónstu.“

Engilbert sagði að orð og efndir sem birtist í fjárlögum verði að fara saman svo raunverulegar breytingar verði. „Annars erum við alltaf í þessum átaksverkefnum og það er bara ekki nóg,“ sagði Engilbert.

mbl.is
Eivør kemur í heimsókn hingað til lands í desember.
Viðtöl

Gyðjan sem hreyfir við hjörtum

Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir á stað í hjörtum margra Íslendinga enda má segja að ferill hennar hafi hafist fyrir alvöru þegar hún var búsett hér um hríð. Eivør er nú búsett í Kaupmannahöfn og er mikið að gera hjá henni. Nánar »

Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í morgun.
Viðtöl

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Nánar »

Fréttir

Beverly Hills stjörnur smakka bjór í Borgarfirði

Stórstjörnurnar Tori Spelling og Ian Ziering eru á ferðalagi um Ísland ásamt mökum sínum. Nánar »

Hera Björk heldur 14 jólatónleika í desember.
Viðtöl

Fasteignasalinn og jóladívan Hera Björk

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona hefur hafið forsölu á jólatónleika sína „Ilmur af jólum“. Í hressilegu viðtali í Magasíninu á K100 sagðist hún vera að læra að verða fasteignasali. Nánar »

Fida Abu Libdeh og Ágústa Valgeirsdóttir frá GeoSilica.
Viðtöl

Vörur GeoSilica í sölu á Amazon

Fida Abu Libdeh, einn stofnenda GeoSilica, og Ágústa Valgeirsdóttir verkefnisstjóri ræddu við Huldu og Hvata í Magasíninu um vörurnar, fyrirtækið og markaðssetninguna erlendis. Nánar »

Nýdönsk sendi frá sér plötuna Á pláhnetunni jörð í síðustu viku.
Viðtöl

Sjálfshátíð í Hörpu í kvöld

Nýdönsk fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og hefur af því tilefni gefið út nýja hljóðversplötu. Liðsmenn sveitarinnar fagna tímamótunum svo í kvöld í Hörpu. Nánar »

Fréttir

„Ég var alveg í ruglinu“

Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Nánar »

Fannar og Benni hásetar um borð í Hrafni Sveinbjarnarssyni.
Viðtöl

Reglulega í kaffi hjá Ragga Bjarna

Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar hafa slegið rækilega í gegn undanfarið með þáttunum Hásetar á RÚV. Þeir ræddu þættina og óvenjulegan vinskap Benna og Ragga Bjarna hjá Sigga Gunnars á K100 í morgun. Nánar »

Fréttir

Nagdýrið líklega með spínatinu

Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Nánar »

Fréttir

„Ég keyrði á besta vin minn“

Okkar eigin Svali tekur þátt í herferð Landsbjargar sem nefnist „Vertu snjall undir stýri“. Herferðin er gerð til þess að draga úr notkun síma undir stýri. Nánar »

Erna Hrönn
Erna Hrönn