menu button

Þarf meira fé til framleiðslu íslenskra þáttaraða

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir að það þurfi aukið fjármagn til framleiðslu íslenskra sjónvarpsþáttaraða í ljósi mikillar eftirspurnar erlendis. Hann segir að RÚV verji fjórfalt meira fé en áður til slíkrar framleiðslu.

Skarphéðinn var gestur Huldu og Hvata í Magasíninu á K100. Þar var hann spurður um orð Hilmars Sigurðssonar, forstjóra Sagafilm, í þættinum í gær þar sem Hilmar hvatti til þess að opinber framlög til sjónvarpsþáttaframleiðslu yrðu aukin.

Pattstaða vegna kvikmyndasjóðs

„Þetta er alveg rétt sem Hilmar segir, það þarf að koma miklu, miklu meira fjármagn inn í íslenska sjónvarpsþáttagerð einfaldlega vegna þess að við stöndum á þeim tímamótum að það er gríðarleg eftirspurn eftir þessu erlendis. Það er í rauninni allt einhvern veginn í pattstöðu hér heima af því að það er ekki nægilegt fjármagn í kvikmyndasjóðnum,“ sagði Skarphéðinn í Magasíninu.

RÚV þarf að leggja sitt af mörkum, segir Skarphéðinn, og bætir við að með breyttri forgangsröðun undanfarið séu framlög RÚV til framleiðslu íslenskra sjónvarpsþáttaraða fjórfalt hærri en áður.

Höfuðáhersla á þætti á íslensku

Skarphéðinn var einnig spurður út í þau orð Hilmars hjá Sagafilm um að fyrirtækið íhugi að að framleiða sjónvarpsþáttaraðir á ensku í stað íslensku þar sem hlutfall erlends fjármagns til slíkrar framleiðslu fari hækkandi. Myndi RÚV kaupa íslenska þáttaröð á ensku? „Við útilokum ekki neitt, auðvitað kjósum við helst að hafa íslenskar þáttaraðir á íslensku. En hafandi sagt það er ég viss um að í framtíðinni verður allur gangur á þessu. Það er mikil eftirspurn eftir íslenskum sögum og þeir sem fjármagna geta sett fram ýmsar kröfur,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, en ítrekaði að RÚV myndi alltaf leggja höfuðáherslu á að sjónvarpsefni væri á íslensku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fannar og Benni hásetar um borð í Hrafni Sveinbjarnarssyni.
Viðtöl

Reglulega í kaffi hjá Ragga Bjarna

Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar hafa slegið rækilega í gegn undanfarið með þáttunum Hásetar á RÚV. Þeir ræddu þættina og óvenjulegan vinskap Benna og Ragga Bjarna hjá Sigga Gunnars á K100 í morgun. Nánar »

Fréttir

Nagdýrið líklega með spínatinu

Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Nánar »

Fréttir

„Ég keyrði á besta vin minn“

Okkar eigin Svali tekur þátt í herferð Landsbjargar sem nefnist „Vertu snjall undir stýri“. Herferðin er gerð til þess að draga úr notkun síma undir stýri. Nánar »

Viðtöl

Hársbreidd frá því að verða nútímadansari

Eyþór Ingi Gunnlaugsson sagði Sigga Gunnars frá verkefnum næstu mánaða og skemmtilegar sögur í viðtali á K100 í morgun. Nánar »

Páll Óskar var rafmagnaður á stórtónleikum sínum í Höllinni á laugardag.
Fréttir

Páll Óskar vill endurtaka tónleikana

Páll Óskar Hjálm­týs­son hélt tvenna risa­tón­leika í Höll­inni á laug­ar­dag. Hulda og Hvati slógu á þráðinn til hans. Páll Óskar var að vonum alsæll með allt, svo ánægður að hann vill fá að endurtaka tónleikana. Nánar »

Hera Björk heldur 14 jólatónleika í desember.
Viðtöl

Fasteignasalinn og jóladívan Hera Björk

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona hefur hafið forsölu á jólatónleika sína „Ilmur af jólum“. Í hressilegu viðtali í Magasíninu á K100 sagðist hún vera að læra að verða fasteignasali. Nánar »

Fida Abu Libdeh og Ágústa Valgeirsdóttir frá GeoSilica.
Viðtöl

Vörur GeoSilica í sölu á Amazon

Fida Abu Libdeh, einn stofnenda GeoSilica, og Ágústa Valgeirsdóttir verkefnisstjóri ræddu við Huldu og Hvata í Magasíninu um vörurnar, fyrirtækið og markaðssetninguna erlendis. Nánar »

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa.
Viðtöl

Vantar auglýsingapláss utandyra

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir vanta pláss fyrir umhverfisauglýsingar á Íslandi og að þróunin hérlendis sé öfug miðað við erlendis. Nánar »

Bjarki Þór Pálsson.
Fréttir

Bjarki Þór í aðalbardaga í London

Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í aðalbardaga Fightstar Championship-bardagakvölds sem fram fer í London 7. október. Nánar »

Myndatexti: Kristborg Bóel Steindórsdóttir gefur út bókin 261 sem fjallar um upplifun hennar af skilnaði.
Fréttir

Bók um sambandsslit væntanleg

Bókin „261“ er væntanleg fyrir jól. Fjölmiðlakonan Kristborg Bóel Steindórsdóttir hefur ákveðið að deila sögu sinni enda telur hún skorta skilning á því hversu erfiður skilnaður geti orðið. Sjálf hefur hún horfst í augu við margt og fór meðal annars til Bali í leit að sjálfri sér. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist