menu button
Í loftinu hljóðnemi
Erna Hrönn
Alla virka daga milli 12 og 16

„Þetta er okkar staður, þetta er okkar stund“

Páll Sævar Guðjónsson, jafnan kallaður „röddin“.
Páll Sævar Guðjónsson, jafnan kallaður „röddin“. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Páll Sævar Guðjónsson hefur verið landsleikjarödd karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu í 17 ár. Uppáhaldssetningin hans á Laugardalsvellinum eru lokaorðin fyrir hvern leik: „Kæru Íslendingar. Þetta er okkar staður, þetta er okkar stund. Áfram Ísland!“

Röddin hljómaði fyrst í útvarpi árið 1987

Páll Sævar hóf raddferilinn í útvarpi fyrir 30 árum. Hann hefur starfað við KR útvarpið og komið að lýsingum og kynningum á körfubolta, golfi og fótbolta. Þegar Atli Eðvaldsson tók við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu árið 2000 bauðst Páli Sævari hlutverk vallarkynnis Laugardalsvallar.

Undanfarin ár hefur Palli, sem er yfirleitt kallaður „röddin“, ferðast víða með íslenska landsliðinu. Það ferðalag hefur komið honum í kynni við vallarþuli erlendra landsliða og sjónvarpsframleiðendur. Á EM í Frakklandi í fyrra var hann jafnan kallaður „Palli the voice“.

Útsendingarstjórar stýra vallarþulum

Páll Sævar spjallaði um ferilinn í Magasíninu á K100 þar sem hann deildi áhugaverðum og skemmtilegum sögum með Huldu og Hvata. Palli segist hafa lært mikið um sjónvarpsútsendingar frá landsleikjum og nefnir sem dæmi að þjóðsöngvar séu tímamældir svo útsendingarstjóri geti undirbúið gaumgæfilega hvaða skot eigi að vera í mynd á hverjum tíma. Stundum er það svo að útsendingarstjórar gefa Palla til kynna hvenær hann megi taka til máls í hátalakerfum knattspyrnuleikvanga.

 

mbl.is
Eivør kemur í heimsókn hingað til lands í desember.
Viðtöl

Gyðjan sem hreyfir við hjörtum

Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir á stað í hjörtum margra Íslendinga enda má segja að ferill hennar hafi hafist fyrir alvöru þegar hún var búsett hér um hríð. Eivør er nú búsett í Kaupmannahöfn og er mikið að gera hjá henni. Nánar »

Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í morgun.
Viðtöl

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Nánar »

Fréttir

Beverly Hills stjörnur smakka bjór í Borgarfirði

Stórstjörnurnar Tori Spelling og Ian Ziering eru á ferðalagi um Ísland ásamt mökum sínum. Nánar »

Hera Björk heldur 14 jólatónleika í desember.
Viðtöl

Fasteignasalinn og jóladívan Hera Björk

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona hefur hafið forsölu á jólatónleika sína „Ilmur af jólum“. Í hressilegu viðtali í Magasíninu á K100 sagðist hún vera að læra að verða fasteignasali. Nánar »

Fida Abu Libdeh og Ágústa Valgeirsdóttir frá GeoSilica.
Viðtöl

Vörur GeoSilica í sölu á Amazon

Fida Abu Libdeh, einn stofnenda GeoSilica, og Ágústa Valgeirsdóttir verkefnisstjóri ræddu við Huldu og Hvata í Magasíninu um vörurnar, fyrirtækið og markaðssetninguna erlendis. Nánar »

Nýdönsk sendi frá sér plötuna Á pláhnetunni jörð í síðustu viku.
Viðtöl

Sjálfshátíð í Hörpu í kvöld

Nýdönsk fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og hefur af því tilefni gefið út nýja hljóðversplötu. Liðsmenn sveitarinnar fagna tímamótunum svo í kvöld í Hörpu. Nánar »

Fréttir

„Ég var alveg í ruglinu“

Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Nánar »

Fannar og Benni hásetar um borð í Hrafni Sveinbjarnarssyni.
Viðtöl

Reglulega í kaffi hjá Ragga Bjarna

Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar hafa slegið rækilega í gegn undanfarið með þáttunum Hásetar á RÚV. Þeir ræddu þættina og óvenjulegan vinskap Benna og Ragga Bjarna hjá Sigga Gunnars á K100 í morgun. Nánar »

Fréttir

Nagdýrið líklega með spínatinu

Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Nánar »

Fréttir

„Ég keyrði á besta vin minn“

Okkar eigin Svali tekur þátt í herferð Landsbjargar sem nefnist „Vertu snjall undir stýri“. Herferðin er gerð til þess að draga úr notkun síma undir stýri. Nánar »

Erna Hrönn
Erna Hrönn