menu button
Í loftinu hljóðnemi
Erna Hrönn
Alla virka daga milli 12 og 16

Gefur út „haustsmell“

Hildur Kristín Stefánsdóttir eða bara Hildur hefur verið áberandi á poppsenunni hér á landi undanfarið. Hún sló í gegn með lagið Bambaramm í Söngvakeppninni fyrr á árinu og má segja að lagið hafi verið lag ársins hjá börnum þessa lands. Nú er Hildur mætt með nýtt lag, Næsta sumar, sem hún vonast til að gefi hlustendum smá birtu nú þegar sól tekur að lækka á lofti. „Íslendingum finnst sumarið besti tími ársins – það er allt best á sumrin – en pælingin með laginu er að við höldum gleðinni áfram fram á næsta sumar. Ekki sökkva í einhvern vetrarleiða heldur halda bara gleðinni áfram,“ segir Hildur um nýja lagið sitt. Hún vann lagið með einu vinsælasta höfundateymi landsins, StopWaitGo, en þeir eru mennirnir á bak við mörg af vinsælustu popplögum landsins sl. ár. „Ég var mjög spennt að vinna með þeim, þeir hafa gefið út marga flotta slagara. Mér finnst gaman hvernig þeir horfa á poppið og greina það niður í minnstu smáatriði sem skipta máli, það er mjög gaman að vinna þannig,“ segir Hildur og bætir við að þau hafi unnið lagið saman frá upphafi. „Við sömdum lagið í sameiningu ég og Ásgeir í StopWaitGo. Uppleggið var að semja lag sem væri gleðisprengja með dassi af dramatískum undirtóni,“ segir Hildur sem segir að samstarfið hafi gengið vel og lagið hafi ekki verið lengi að fæðast. „Ég fékk meira að segja hugmyndina að viðlaginu í bílnum á leiðinni í stúdíóið til þeirra.“

Á leið til Þýskalands í lagahöfundabúðir

Hildur semur ekki aðeins tónlist fyrir sig sjálfa heldur er hún iðin við að búa til smelli fyrir aðra tónlistarmenn. „Ég er að fara til Þýskalands í lagahöfundabúðir þar sem ég verð að semja lög ásamt evrópskum lagahöfundum. Þá semjum við lög fyrir aðra tónlistarmenn eftir pöntunum. Það getur t.d. einhver komið og sagt að hann langi í kántrílag og þá gerum við svoleiðis,“ segir Hildur um búðirnar. „Það kemur oft eitthvað fallegt út úr svona búðum. Núna í næstu viku koma til landsins finnskir tónlistarmenn til þess að taka upp lag sem við sömdum í svipuðum búðum fyrr á árinu,“ segir Hildur sem hefur tónlistina að aðalstarfi. „Þetta er náttúrlega smá hark, maður verður að vera duglegur að spila, taka giggin sem koma, þannig að það er ekki mikið frí. En þetta er það sem mig langar mest að gera þannig að ég er þakklát fyrir að geta það,“ segir Hildur, sem þarf ekki að kvarta undan verkefnaleysi á næstunni. Nýja lagið er hægt að finna á Spotify og YouTube.

Horfðu á viðtal Sigga Gunnars við Hildi hér.

 

Horfðu á myndbandið við nýja lagið hér. 

 

 

mbl.is
Eivør kemur í heimsókn hingað til lands í desember.
Viðtöl

Gyðjan sem hreyfir við hjörtum

Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir á stað í hjörtum margra Íslendinga enda má segja að ferill hennar hafi hafist fyrir alvöru þegar hún var búsett hér um hríð. Eivør er nú búsett í Kaupmannahöfn og er mikið að gera hjá henni. Nánar »

Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í morgun.
Viðtöl

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Nánar »

Fréttir

Beverly Hills stjörnur smakka bjór í Borgarfirði

Stórstjörnurnar Tori Spelling og Ian Ziering eru á ferðalagi um Ísland ásamt mökum sínum. Nánar »

Hera Björk heldur 14 jólatónleika í desember.
Viðtöl

Fasteignasalinn og jóladívan Hera Björk

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona hefur hafið forsölu á jólatónleika sína „Ilmur af jólum“. Í hressilegu viðtali í Magasíninu á K100 sagðist hún vera að læra að verða fasteignasali. Nánar »

Fida Abu Libdeh og Ágústa Valgeirsdóttir frá GeoSilica.
Viðtöl

Vörur GeoSilica í sölu á Amazon

Fida Abu Libdeh, einn stofnenda GeoSilica, og Ágústa Valgeirsdóttir verkefnisstjóri ræddu við Huldu og Hvata í Magasíninu um vörurnar, fyrirtækið og markaðssetninguna erlendis. Nánar »

Nýdönsk sendi frá sér plötuna Á pláhnetunni jörð í síðustu viku.
Viðtöl

Sjálfshátíð í Hörpu í kvöld

Nýdönsk fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og hefur af því tilefni gefið út nýja hljóðversplötu. Liðsmenn sveitarinnar fagna tímamótunum svo í kvöld í Hörpu. Nánar »

Fréttir

„Ég var alveg í ruglinu“

Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Nánar »

Fannar og Benni hásetar um borð í Hrafni Sveinbjarnarssyni.
Viðtöl

Reglulega í kaffi hjá Ragga Bjarna

Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar hafa slegið rækilega í gegn undanfarið með þáttunum Hásetar á RÚV. Þeir ræddu þættina og óvenjulegan vinskap Benna og Ragga Bjarna hjá Sigga Gunnars á K100 í morgun. Nánar »

Fréttir

Nagdýrið líklega með spínatinu

Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Nánar »

Fréttir

„Ég keyrði á besta vin minn“

Okkar eigin Svali tekur þátt í herferð Landsbjargar sem nefnist „Vertu snjall undir stýri“. Herferðin er gerð til þess að draga úr notkun síma undir stýri. Nánar »

Erna Hrönn
Erna Hrönn