menu button

Gefur út „haustsmell“

Hildur Kristín Stefánsdóttir eða bara Hildur hefur verið áberandi á poppsenunni hér á landi undanfarið. Hún sló í gegn með lagið Bambaramm í Söngvakeppninni fyrr á árinu og má segja að lagið hafi verið lag ársins hjá börnum þessa lands. Nú er Hildur mætt með nýtt lag, Næsta sumar, sem hún vonast til að gefi hlustendum smá birtu nú þegar sól tekur að lækka á lofti. „Íslendingum finnst sumarið besti tími ársins – það er allt best á sumrin – en pælingin með laginu er að við höldum gleðinni áfram fram á næsta sumar. Ekki sökkva í einhvern vetrarleiða heldur halda bara gleðinni áfram,“ segir Hildur um nýja lagið sitt. Hún vann lagið með einu vinsælasta höfundateymi landsins, StopWaitGo, en þeir eru mennirnir á bak við mörg af vinsælustu popplögum landsins sl. ár. „Ég var mjög spennt að vinna með þeim, þeir hafa gefið út marga flotta slagara. Mér finnst gaman hvernig þeir horfa á poppið og greina það niður í minnstu smáatriði sem skipta máli, það er mjög gaman að vinna þannig,“ segir Hildur og bætir við að þau hafi unnið lagið saman frá upphafi. „Við sömdum lagið í sameiningu ég og Ásgeir í StopWaitGo. Uppleggið var að semja lag sem væri gleðisprengja með dassi af dramatískum undirtóni,“ segir Hildur sem segir að samstarfið hafi gengið vel og lagið hafi ekki verið lengi að fæðast. „Ég fékk meira að segja hugmyndina að viðlaginu í bílnum á leiðinni í stúdíóið til þeirra.“

Á leið til Þýskalands í lagahöfundabúðir

Hildur semur ekki aðeins tónlist fyrir sig sjálfa heldur er hún iðin við að búa til smelli fyrir aðra tónlistarmenn. „Ég er að fara til Þýskalands í lagahöfundabúðir þar sem ég verð að semja lög ásamt evrópskum lagahöfundum. Þá semjum við lög fyrir aðra tónlistarmenn eftir pöntunum. Það getur t.d. einhver komið og sagt að hann langi í kántrílag og þá gerum við svoleiðis,“ segir Hildur um búðirnar. „Það kemur oft eitthvað fallegt út úr svona búðum. Núna í næstu viku koma til landsins finnskir tónlistarmenn til þess að taka upp lag sem við sömdum í svipuðum búðum fyrr á árinu,“ segir Hildur sem hefur tónlistina að aðalstarfi. „Þetta er náttúrlega smá hark, maður verður að vera duglegur að spila, taka giggin sem koma, þannig að það er ekki mikið frí. En þetta er það sem mig langar mest að gera þannig að ég er þakklát fyrir að geta það,“ segir Hildur, sem þarf ekki að kvarta undan verkefnaleysi á næstunni. Nýja lagið er hægt að finna á Spotify og YouTube.

Horfðu á viðtal Sigga Gunnars við Hildi hér.

 

Horfðu á myndbandið við nýja lagið hér. 

 

 

mbl.is
Anton Líni er söngelskur Þingeyringur.
Viðtöl

Söngelskur Þingeyringur vekur athygli

Anton Líni Hreiðarsson er 19 ára gamall Þingeyringur sem er búsettur á Akureyri. Anton hefur verið viðloðandi tónlist frá unga aldri. Hann hefur vakið athygli fyrir sönghæfileika og lenti meðal annars í öðru sæti í söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrra. Anton semur lög og texta sjálfur og var að senda frá sér nýtt lag, One, á dögunum. Nánar »

Willum Þór, þingmaður Framsóknarflokksins og Vala Pálsdóttir, formaður Landsamtaka Sjálfstæðisflokksins.
Viðtöl

Vilja breyta menningunni

Kynferðisleg áreitni í stjórnmálum var rædd í Magasíninu. Vala Pálsdóttir, formaður Landsamtaka Sjálfstæðiskvenna og Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins fóru yfir áherslur og mikilvægi þess að tekið sé á hlutunum. Nánar »

Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, þekkir gönguleiðirnar um Öræfajökul vel.
Viðtöl

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100. Nánar »

Guðrún Árný Karlsdóttir heldur ferna tónleika í desember.
Fréttir

Búin að pakka inn jólagjöfunum

Söngkonan Guðrún Árný mun skapa hugljúfa jólastemningu á fernum tónleikum í desember. Hún er löngu komin í jólaskap enda hefur hún verið að undirbúa jólatónleikana frá í sumar. Hún mun leika sjálf á píanó og fá með sér góða gesti. Nánar »

Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum.
Fréttir

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Nánar »

Hreingerningardrottningin og Snapchat-stjarnan Sólrún Diego hér með Birni Braga sem aðstoðaði hana við útgáfu bókarinnar Heima.
Viðtöl

Tékklistar og hagnýt húsráð

Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Nánar »

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.
Viðtöl

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Nánar »

Sérstök vinkvennasýning verður í Laugarásbíói á myndinni Wonder.
Fréttir

Vinkvenna- og saumaklúbbssýning á Wonder

Miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20 er vinkonum og saumaklúbbum boðið á myndina Wonder í Laugarásbíói. Nánar »

Haukur Örn Birgisson tekur sjálfu með Íslandsmeisturunum Axeli Bóassyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur í sumar.
Viðtöl

Ísland með einstaka tölfræði í golfheiminum

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, verður næsti forseti Evrópska golfsambandsins eins og mbl.is greindi frá í gær. Hann kíkti í Magasínið til Huldu og Hvata á K100 í gær og ræddi forsetaembættið og stöðu íþróttarinnar hér á landi. Nánar »

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri K100.
Viðtöl

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist