menu button
Í loftinu hljóðnemi
Endalaus tónlist
(utan dagskrár)

Mörg tækifæri til að gera betur

Hinsegin dagar fara fram í Reykjavík dagana 8. - 13. ágúst 2017 og er opnunarhátíðin haldin í Gamla bíói í kvöld. Af því tilefni bauð Magasínið Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, í heimsókn til að fara yfir stöðu mála hérlendis og vinnu framundan varðandi málefni hinsegin fólks. 

Samkvæmt heimildum ILGA-Europe  (International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association) uppfyllir Ísland 47% lagalegra skilyrða til að borgararéttindi hinsegin fólks séu tryggð og er því í 16. sæti í álfunni að meðaltali og jafnvel mun neðar, eða í 36. sæti, er kemur að málaflokki ráðherrans “Equality & non-discrimination".

Aðrar þjóðir metnaðarfyllri í málefnum hinsegin fólks

„Það er bara hundfúlt,“ segir ráðherra aðspurður um stöðu Íslands í þessum alþjóðasamanburði. „Við erum samfélag sem höfum einmitt verið mjög opið og framarlega myndi ég segja með umburðarlynt samfélag og mikill stuðningur við öflugt mannréttindaumhverfi. Almennt séð held ég að staða hinsegin fólks hafi verið sterk í íslensku samfélagi,  sérstaklega á undanförnum árum eftir áratuga baráttu fyrir auknum réttindum. Ég held hinsvegar að sú barátta hafi verið leidd áfram af samtökunum og forystufólki úr hópi hinsegin fólks en það er kannski orðið löngu tímabært að samfélagið taki svolítið allt undir í þessari baráttu því þetta er ekki einkamál hinsegin fólks.“ Hann bætir við að við höfum áður náð niður í 9. sæti og að við þurfum nú að taka okkur á enda hafi þróunin verið hröð og við látið okkar eftir liggja meðan aðrir hafa tekið á málefnum þessu tengdu.

Áherslan á trans og intersex 

Þorsteinn hefur gefið út að í undirbúningi sé aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks sem hann vonast til að hægt verði að leggja fyrir Alþingi í vetur. En hvar mun áhersla ráðherrans og ráðuneytisins liggja.

„Þar eru svona tvö til þrjú meginþemu sem ég held að við verðum að horfa sérstaklega á. Við þurfum að horfa sérstaklega á. Við þurfum að horfa sérstaklega á stöðu trans og intersex en þar sitjum mjög eftir í alþjóðlegum samanburði. Við þurfum að styrkja mjög réttarstöðu þessa hóps, sjálfsákvörðunarétt við til dæmis nafnabreytinga og skráningar á kyni í þjóðskrá og svo framvegis, þar þurfum við að styrkja réttarumhverfið verulega.“

Hann segir að almennt, þegar kemur að vernd gegn mismunun, þá vanti mismunarlöggjöf og það hafi ekki náð fram að ganga í tímahraki á síðasta þingi. Hann segist bjartsýnn á það það nái í gegn fyrir áramót.

Réttarstaða og málefni hinsegin fjölskyldna, flóttafólks sem hefur flúið heimaland sitt vegna ofsókna og intersex börn voru einnig rædd við Þorstein og má hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.


mbl.is
Valdimar í stúdíói K100 í morgun
Fréttir

Hleypur um og dansar við alla

Valdimar Guðmundsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun í annað sinn. Það er þó ekki eina fréttin tengd honum í dag en í morgun var tilkynnt að hann muni leika í Rocky Horror sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta ári. Nánar »

Fréttir

Sjötti þáttur Game of thrones sýndur of snemma!

Klaufaskapur hjá HBO espana og HBO nordic varð til þess að sjötti þáttur Game of thrones var gerður sýnilegur fjórum dögum of snemma. Nánar »

Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur og formaður félags áhugafólks um Downs heilkennið segist hissa á því að Landspítala finnist tölfræði fósturskimana eftir Downs-heilkenni enn eðlileg.
Fréttir

Hissa á viðbrögðum Landspítala

Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur og formaður félags áhugafólks um Downs-heilkenni ræddi við Magasínið á K100 um mikilvægi umræðu um skimun eftir Downs-heilkenni þar sem hún gagnrýndi meðal annars viðbrögð Landspítala. Nánar »

Orlando Bloom og Katy Perry eru sögð vera byrjuð aftur saman.
Fréttir

Bloom og Perry byrjuð aftur saman

Leikarinn Orlando Bloom og söngkonan Katy Perry hættu saman í mars á þessu ári. Skötuhjúin er nú sögð vera byrjuð að hittast aftur eftir nokkurra mánaða pásu. Nánar »

Sigríður Andersen segir umræðu um uppreist æru að hluta byggða á misskilningi um hvað felst í hugtakinu. Í viðtali á K100 talaði hún um mikilvægi þess að endurskoða lögin og útskýra betur hver skilyrðin eru.
Fréttir

Þörf fyrir frekari útskýringu

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var fyrr í dag í viðtali í þættinum Magasínið á K100 þar sem hún talaði meðal annars um endurskoðun laga um uppreist æru og misskilning um það hvað felst í því hugtaki. Nánar »

Fréttir

Nýtt lag frá Justin Bieber!

Nýtt lag frá söngvaranum kom út í gær, fimmtudag. Hinn 23 ára gamli Justin Bieber hefur ekki gefið út smáskífu einn síðan hann gaf út smáskífuna „Company“ sem er á plötunni Purpose frá 2015. Nánar »

Gunnar Karl Haraldsson ætlar að hlaupa 10 km í hjólastól ásamt Heimi Hallgrímssyni og fleirum.
Fréttir

Heimir fer 10 km í hjólastól

Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Nánar »

John Snorri og Lína Móey eiginkona hans í viðtali í Magasíninu á K100. Þar töluðu þau meðal annars um samskipti sín á meðan að á ferðalaginu stóð og heimkomuna.
Fréttir

Hringdi heim til þess að fá leyfi

John Snorri Sigurjónsson og Lína Móey eiginkona hans voru gestir í Magasíninu á K100 í dag þar sem þau töluðu meðal annars um samskipti sín á meðan á ævintýrum John Snorra stóð og heimkomuna. Nánar »

Hvati, Margrét, Þórunn Edda og Hulda.
Fréttir

Fær fiðring í magann fyrir sigurleiki

Þórunn Edda Bjarnadóttir frá Hvanneyri er aðalvinningshafi EM-tippleiks mbl.is og K100. Hún ætlar að bjóða Margréti Jósefsdóttur, sem einnig býr á Hvanneyri, með sér út til Hollands. Nánar »

Stefán Karl Stefánsson leikari kom í heimsókn á K100 í morgun.
Fréttir

„Laus í bili“ við krabbameinið

Stefán Karl Stefánsson leikari greinist ekki lengur með krabbamein eftir að hafa glímt við óværuna um nokkurt skeið. Hafði hann greinst með æxli í brishöfði í fyrra og meðferð við því gengið vel. Fyrr á þessu ári fékk hann hins vegar meinvörp í lifur eftir að krabbameinið hafði verið skorið burt og var staðan ekki björt. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist