menu button

Mörg tækifæri til að gera betur

Hinsegin dagar fara fram í Reykjavík dagana 8. - 13. ágúst 2017 og er opnunarhátíðin haldin í Gamla bíói í kvöld. Af því tilefni bauð Magasínið Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, í heimsókn til að fara yfir stöðu mála hérlendis og vinnu framundan varðandi málefni hinsegin fólks. 

Samkvæmt heimildum ILGA-Europe  (International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association) uppfyllir Ísland 47% lagalegra skilyrða til að borgararéttindi hinsegin fólks séu tryggð og er því í 16. sæti í álfunni að meðaltali og jafnvel mun neðar, eða í 36. sæti, er kemur að málaflokki ráðherrans “Equality & non-discrimination".

Aðrar þjóðir metnaðarfyllri í málefnum hinsegin fólks

„Það er bara hundfúlt,“ segir ráðherra aðspurður um stöðu Íslands í þessum alþjóðasamanburði. „Við erum samfélag sem höfum einmitt verið mjög opið og framarlega myndi ég segja með umburðarlynt samfélag og mikill stuðningur við öflugt mannréttindaumhverfi. Almennt séð held ég að staða hinsegin fólks hafi verið sterk í íslensku samfélagi,  sérstaklega á undanförnum árum eftir áratuga baráttu fyrir auknum réttindum. Ég held hinsvegar að sú barátta hafi verið leidd áfram af samtökunum og forystufólki úr hópi hinsegin fólks en það er kannski orðið löngu tímabært að samfélagið taki svolítið allt undir í þessari baráttu því þetta er ekki einkamál hinsegin fólks.“ Hann bætir við að við höfum áður náð niður í 9. sæti og að við þurfum nú að taka okkur á enda hafi þróunin verið hröð og við látið okkar eftir liggja meðan aðrir hafa tekið á málefnum þessu tengdu.

Áherslan á trans og intersex 

Þorsteinn hefur gefið út að í undirbúningi sé aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks sem hann vonast til að hægt verði að leggja fyrir Alþingi í vetur. En hvar mun áhersla ráðherrans og ráðuneytisins liggja.

„Þar eru svona tvö til þrjú meginþemu sem ég held að við verðum að horfa sérstaklega á. Við þurfum að horfa sérstaklega á. Við þurfum að horfa sérstaklega á stöðu trans og intersex en þar sitjum mjög eftir í alþjóðlegum samanburði. Við þurfum að styrkja mjög réttarstöðu þessa hóps, sjálfsákvörðunarétt við til dæmis nafnabreytinga og skráningar á kyni í þjóðskrá og svo framvegis, þar þurfum við að styrkja réttarumhverfið verulega.“

Hann segir að almennt, þegar kemur að vernd gegn mismunun, þá vanti mismunarlöggjöf og það hafi ekki náð fram að ganga í tímahraki á síðasta þingi. Hann segist bjartsýnn á það það nái í gegn fyrir áramót.

Réttarstaða og málefni hinsegin fjölskyldna, flóttafólks sem hefur flúið heimaland sitt vegna ofsókna og intersex börn voru einnig rædd við Þorstein og má hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.


mbl.is
Sindri Ástmarsson og Daníel Snær innsigla samning um Söngkeppni framhaldsskólanna.
Fréttir

Fulltrúi Simon Cowell verður á söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna verður endurvakin á næsta ári en keppnin var ekki haldin í ár, í fyrsta skipti síðan 1990. Nánar »

Maja Ben heldur úti Facebook síðu og Snapchati þar sem hún kynnir ódýrar og sniðugar útfærslur sem gera heimilið fallegra.
Viðtöl

„Ég neita því að kaupa dýra hluti“

Anna María Benediktsdóttir, eða Maja Ben, nýtur þess að endurnýta hluti og gera hlutina á sniðugan en einfaldan og ódýran máta. Afraksturinn fær svo að njóta sín á Facebook síðunni „Ég er komin heim“ og þar deilir hún ýmsum ráðum sem geta nýst vel fyrir jól. Nánar »

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur í jólaboði K100 hjá Sigga Gunnars.
Live Lounge

Eitthvað fallegt með Kristjönu og Svavari

Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og Ragnheiður Gröndal halda jólatónleikana „Eitthvað fallegt“ á nokkrum stöðum á landinu. Kristjana og Svavar kíktu í Live Lounge jólaboð Sigga Gunnars á K100 og léku nokkur lög. Nánar »

Ísland tekur þátt á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi næsta sumar.
Viðtöl

Rússar spurðir um börn og birni

Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ, segir að rússneskir starfsbræður hans tali um að þeir fái alls konar skrítnar spurningar frá fólki víða um heiminn vegna HM í knattspyrnu, á borð við þá hvort óhætt sé að koma með börn til landsins og hvort birnir gangi þar allajafna lausnir. Nánar »

Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova sem fagnar 10 ára afmæli.
Viðtöl

Bankar ekki ómissandi en þjónustan er það

Í dag fagnar Nova 10 ára afmæli fyrirtækisins. Af því tilefni var ný þjónusta kynnt og ætlar fyrirtækið að vera raunverulegur valkostur við bankana til framtíðar að sögn Liv Bergþórsdóttur, forstjóri Nova. Í Magasíninu á K100 sagði hún frá nýjungum fyrirtækisins og áherslum til framtíðar. Nánar »

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Viðtöl

Meira en mælanlegu hlutirnir

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Nánar »

Berglind Ásgeirsdóttir var sendiherra Íslands í Frakklandi er karlalandsliðiðið í knattspyrnu tók þátt í EM í Frakklandi árið 2016.
Viðtöl

Boltasendiherrann klár í HM2018

Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Moskvu var sendiherra okkar Íslendinga í Frakklandi á meðan EM2016 í knattspyrnu fór þar fram. Hún hefur því reynslu af því að vera starfandi sendiherra í kringum þáttöku íslenska landsliðsins í stórkeppni. Nánar »

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.
Viðtöl

Stuðningsmannaskírteini á HM ígildi vegabréfsáritunar

Stuðningsmannaskilríki og rússneskt smásímaforrit er nokkuð sem þeir Íslendingar sem ætla á HM 2018 í Rússlandi verða að kynna sér. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, segir fólk þurfa að hafa miklu meiri fyrirvara á nú en í Frakklandi. Nánar »

Eyþór Ingi er fyrsti gestur í K100 Live Lounge.
Live Lounge

„Hefði verið skrýtið að vera með jólatónleika í maí“

Eyþór Ingi Gunnlaugsson heldur jólatónleika um allt land á aðventunni ásamt kórum í heimabyggð. Það er engan bilbug á honum að finna þrátt fyrir að verkefnið sé stórt í sniðum á tíma þar sem allra veðra er von. Nánar »

Pálmi Ragnar í stúdíóinu.
Viðtöl

„ZaZaZa“ næsti smellur?

Ný auglýsingaherferð Hagkaupa hefur vakið athygli undanfarnar vikur fyrir litríkt útlit og ekki síður skemmtilegt og grípandi lag. Höfundur lagsins er Pálmi Ragnar úr StopWaitGo sem útilokar ekki að gefa lagið út í fullri lengd. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist