menu button
Í loftinu hljóðnemi
Svali & Svavar
Alla virka daga milli 6:30 og 9

Mörg tækifæri til að gera betur

Hinsegin dagar fara fram í Reykjavík dagana 8. - 13. ágúst 2017 og er opnunarhátíðin haldin í Gamla bíói í kvöld. Af því tilefni bauð Magasínið Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, í heimsókn til að fara yfir stöðu mála hérlendis og vinnu framundan varðandi málefni hinsegin fólks. 

Samkvæmt heimildum ILGA-Europe  (International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association) uppfyllir Ísland 47% lagalegra skilyrða til að borgararéttindi hinsegin fólks séu tryggð og er því í 16. sæti í álfunni að meðaltali og jafnvel mun neðar, eða í 36. sæti, er kemur að málaflokki ráðherrans “Equality & non-discrimination".

Aðrar þjóðir metnaðarfyllri í málefnum hinsegin fólks

„Það er bara hundfúlt,“ segir ráðherra aðspurður um stöðu Íslands í þessum alþjóðasamanburði. „Við erum samfélag sem höfum einmitt verið mjög opið og framarlega myndi ég segja með umburðarlynt samfélag og mikill stuðningur við öflugt mannréttindaumhverfi. Almennt séð held ég að staða hinsegin fólks hafi verið sterk í íslensku samfélagi,  sérstaklega á undanförnum árum eftir áratuga baráttu fyrir auknum réttindum. Ég held hinsvegar að sú barátta hafi verið leidd áfram af samtökunum og forystufólki úr hópi hinsegin fólks en það er kannski orðið löngu tímabært að samfélagið taki svolítið allt undir í þessari baráttu því þetta er ekki einkamál hinsegin fólks.“ Hann bætir við að við höfum áður náð niður í 9. sæti og að við þurfum nú að taka okkur á enda hafi þróunin verið hröð og við látið okkar eftir liggja meðan aðrir hafa tekið á málefnum þessu tengdu.

Áherslan á trans og intersex 

Þorsteinn hefur gefið út að í undirbúningi sé aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks sem hann vonast til að hægt verði að leggja fyrir Alþingi í vetur. En hvar mun áhersla ráðherrans og ráðuneytisins liggja.

„Þar eru svona tvö til þrjú meginþemu sem ég held að við verðum að horfa sérstaklega á. Við þurfum að horfa sérstaklega á. Við þurfum að horfa sérstaklega á stöðu trans og intersex en þar sitjum mjög eftir í alþjóðlegum samanburði. Við þurfum að styrkja mjög réttarstöðu þessa hóps, sjálfsákvörðunarétt við til dæmis nafnabreytinga og skráningar á kyni í þjóðskrá og svo framvegis, þar þurfum við að styrkja réttarumhverfið verulega.“

Hann segir að almennt, þegar kemur að vernd gegn mismunun, þá vanti mismunarlöggjöf og það hafi ekki náð fram að ganga í tímahraki á síðasta þingi. Hann segist bjartsýnn á það það nái í gegn fyrir áramót.

Réttarstaða og málefni hinsegin fjölskyldna, flóttafólks sem hefur flúið heimaland sitt vegna ofsókna og intersex börn voru einnig rædd við Þorstein og má hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.


mbl.is
Auðunn Lúthersson sem fleiri þekkja sem tónlistarmanninn AUDUR kíkti í Magasínið í tilefni af nýútkomna laginu I´d Love.
Viðtöl

Bjartasta vonin frumflytur nýtt lag

Hinn eini sanni Auður mætti í Magasínið og heillaði alla upp úr skónum eins og við var að búast. Nýjasta lagið hans verður frumflutt í kvöld og má búast við algjörum tryllingi í Bíó Paradís í kvöld. Nánar »

Fjolla Shala vill að frístundakortin séu kynnt betur fyrir erlendum fjölskyldum.
Fréttir

Skiptir máli að ná til þessara barna

Fjolla Shala flutti hingað til lands fimm ára gömul ásamt foreldrum sínum sem eru frá Kósóvó. Hún hélt á dögunum erindi um börn erlendra fjölskyldna sem oft verða útundan í íþróttum og ástæður þess. Nánar »

Viðtöl

Þorgerður Katrín í kattarbúning

Þorgerður Katrín mætti í spjall til Svala&Svavars og ræddi við þá um kosningabaráttuna og hvernig lífið er í Viðreisn. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir því að fá Þorgerði til að tala um sín stefnumál og raunar um allt þetta helsta sem við kemur lífinu og tilverunni. Nánar »

Útvarpsstöðin K100 sem er í eigu Árvakurs hefur náð samningi við Logi Bergmann Eiðsson um dagskrárgerð á stöðinni.
Fréttir

„Hef meiri áhyggjur af gengi United en lögbanninu“

Magasínið sló á þráðinn til Loga Bergmann sem var staddur á Spáni en í dag var sett lögbann á störf hans. Nánar »

Natalie Gunnarsdóttir tónlistarkona er ein aðstandenda Vökunnar.
Fréttir

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir
Fréttir

Lenti næstum því á slæmu deiti

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF og fyrrverandi ráðherra mætti í Magasínið, og ræddi komandi kosningar, gott gengi Samfylkingar og ein öflugastu félagasamtök sem hún hefur verið í sem meðal annars forðuðu henni frá hræðilegu deiti. Nánar »

Fréttir

Fékk bara ódýrara rauðvín

Örn Árnason og Brynhildur Guðjónsdóttir kíktu í spjall til Svala og Svavars og ræddu um sýninguna Guð blessi Ísland. Þau voru kát en örlítið þreytt eftir loka rennslið á sýningunni í gær. Brynhildur sagði að það hefði svo margt verið algjörlega galið sem var í gangi á þessum hrun tíma. Nánar »

Fréttir

Þriggja barna móðir úr Mosó tekur þátt í Nordic Championship í fitness

Hilda Allans heldur til Svíþjóðar um helgina að keppa í opnum flokki í body fitness á Nordic Championship móti í fitness. Hilda er eini íslendingurinn sem keppir á þessu móti en hún segir samkeppnina harða. Nánar »

Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, forsprakki hljómsveitarinnar Sturla Atlas
Fréttir

Sturla Atlas í falsettu

Þúsundþjalasmiðurinn Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, betur þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Sturla Atlas, mun gerast smaladrengur í hlutverki sínu í Toscu í uppsetningu Íslensku Óperunnar. Hann gaf okkur tóndæmi af því sem koma skal í Magasíninu. Nánar »

Berta Daníelsdóttir framkvæmdstjóri Íslenska Sjávarklasans bauð þáttastjórnendum upp á ostakex og síldarlýsi.
Fréttir

Síldarlýsi út á salatið?

Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Nánar »

Svali & Svavar
Svali & Svavar