menu button
Í loftinu hljóðnemi
Erna Hrönn
Alla virka daga milli 12 og 16

Óvissa um K2 leiðangur vegna snjóflóðs

Skjáskot úr kynningarstiklu heimildarmyndar um John Snorra.
Skjáskot úr kynningarstiklu heimildarmyndar um John Snorra. Kári Schram

Snjófljóð féll í hlíðum fjallsins K2 í nótt en John Snorri Sigurjónsson hyggst reyna að verða fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp þess. Engan sakaði í hópi Íslendinganna en óvíst er um framhald leiðangurins.

Óvíst um búnað íslenska hópsins

Hjördís Guðmundsdóttir, frá styrktarfélaginu Lífi, sem John Snorri styður með fjallgöngu sinni, sagði í Magasíninu á K100 í dag að snjófljóð hafi fallið efst í fjallinu K2 í nótt. Hún segir að John Snorri hafi sent sér upplýsingar um málið í netskilaboðum. Óvíst sé hvort flóðið hafi haft einhver áhrif á búnað sem var búið að koma fyrir í fjallinu vegna leiðangursins. Á Facebooksíðu verkefnisins kemur fram að flóðið hafi líklega „tekið búðir 3 og allan þann búnað sem þar er.“

Aðstæður kannaðar á morgun

Aðstoðarmenn John Snorra skoða aðstæður í fjallinu á morgun og fá þá úr því skorið hver staðan er á ýmsum búnaði vegna fjallgöngunnar, svo sem línum, tjöldum og súrefnisbúnaði. Óvíst er því um framhald leiðangursins en í það minnsta má búast við að einhver töf verði á því að John Snorri hefji för sína upp fjallið.

Klífur til styrktar Lífi

Samhliða fjallgöngunni safnar hinn fimm barna faðir áheitum til styrktar Lífi. Þeir sem vilja styðja John Snorra og styrktarfélagið Líf geta gert það á heimasíðunni Lífsspor.is eða með því að hringja í áheitasímann 908-1515.

Sjáðu viðtalið við Hjördísi í Magasíninu á K100 í dag.

Hlustaðu á viðtal við John Snorra úr grunnbúðunum í gær.

Enginn var í fjallinu þegar flóðið féll þar sem allir ...
Enginn var í fjallinu þegar flóðið féll þar sem allir eru í grunnbúðunum. Af Facebook síðunni Lífsspor á K2
mbl.is
Eivør kemur í heimsókn hingað til lands í desember.
Viðtöl

Gyðjan sem hreyfir við hjörtum

Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir á stað í hjörtum margra Íslendinga enda má segja að ferill hennar hafi hafist fyrir alvöru þegar hún var búsett hér um hríð. Eivør er nú búsett í Kaupmannahöfn og er mikið að gera hjá henni. Nánar »

Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í morgun.
Viðtöl

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Nánar »

Fréttir

Beverly Hills stjörnur smakka bjór í Borgarfirði

Stórstjörnurnar Tori Spelling og Ian Ziering eru á ferðalagi um Ísland ásamt mökum sínum. Nánar »

Hera Björk heldur 14 jólatónleika í desember.
Viðtöl

Fasteignasalinn og jóladívan Hera Björk

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona hefur hafið forsölu á jólatónleika sína „Ilmur af jólum“. Í hressilegu viðtali í Magasíninu á K100 sagðist hún vera að læra að verða fasteignasali. Nánar »

Fida Abu Libdeh og Ágústa Valgeirsdóttir frá GeoSilica.
Viðtöl

Vörur GeoSilica í sölu á Amazon

Fida Abu Libdeh, einn stofnenda GeoSilica, og Ágústa Valgeirsdóttir verkefnisstjóri ræddu við Huldu og Hvata í Magasíninu um vörurnar, fyrirtækið og markaðssetninguna erlendis. Nánar »

Nýdönsk sendi frá sér plötuna Á pláhnetunni jörð í síðustu viku.
Viðtöl

Sjálfshátíð í Hörpu í kvöld

Nýdönsk fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og hefur af því tilefni gefið út nýja hljóðversplötu. Liðsmenn sveitarinnar fagna tímamótunum svo í kvöld í Hörpu. Nánar »

Fréttir

„Ég var alveg í ruglinu“

Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Nánar »

Fannar og Benni hásetar um borð í Hrafni Sveinbjarnarssyni.
Viðtöl

Reglulega í kaffi hjá Ragga Bjarna

Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar hafa slegið rækilega í gegn undanfarið með þáttunum Hásetar á RÚV. Þeir ræddu þættina og óvenjulegan vinskap Benna og Ragga Bjarna hjá Sigga Gunnars á K100 í morgun. Nánar »

Fréttir

Nagdýrið líklega með spínatinu

Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Nánar »

Fréttir

„Ég keyrði á besta vin minn“

Okkar eigin Svali tekur þátt í herferð Landsbjargar sem nefnist „Vertu snjall undir stýri“. Herferðin er gerð til þess að draga úr notkun síma undir stýri. Nánar »

Erna Hrönn
Erna Hrönn