menu button
Í loftinu hljóðnemi
Erna Hrönn
Alla virka daga milli 12 og 16

Saknar matarins og sundlauganna

John Snorri

K100 hringdi á K2 í dag þegar Magasínið heyrði í John Snorra Sigurjónssyni sem var staddur í grunnbúðum fjallsins. Hann var nokkuð kátur og stefnir á toppinn eftir helgina ef allt gengur að óskum. Týndur uxi, lifandi hænur, þakklæti og fleira kom til tals í viðtalinu.

John Snorri hefur klifið nokkra af hærri tindum heims en nú ætlar hann sér að klífa fjallið K2. Fjallið er 8.611 metra hátt og er talið eitt af erfiðustu fjöllum jarðar að klífa. Ef markmiðið næst verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið, en aðeins 240 manns hefur tekist að klára verkefnið. 

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári Schram mun fylgja John Snorra eftir og í framhaldinu ætlar Kári að gera heimildarmynd um leiðangurinn.

John Snorri fór utan 3. apríl og segir hann áskorunina ekki bara vera að klífa fjallið heldur fjarveran frá fjölskyldunni en hann er fimm barna faðir og eitt barn er á leiðinni. Auk sinna nánustu segist hann sakna þess að fá sér saltfisk og lambalæri. Einnig segist hann sakna þess að komast í íslensku sundlaugarnar þegar hann er svona fjarri Íslandi.

John Snorri hafði gaman af símtali að heiman og lýsti sínum hversdagsleika á svæðinu fyrir hlustendum.

„Það sem maður gerir daglega þegar maður er ekki í fjallinu þá er maður að taka tjaldið í burtu og slétta undir því og reyna að hlaða í kringum það og þvo þvott og borða og spila og fara í göngutúra. Maður er svona að láta tímann líða og reyna að vera þolinmóður.“

Hann segist vera búinn að koma línum og súrefni upp fyrir búðir 3 og nú bíði þeir eftir veðurglugga eða því að vindurinn fari niður í svona 25 metra á klukkustund.
„Eins og veðrið lítur út núna langt fram í tímann þá vonumst við til að komast upp þann tuttugasta.“

Hann lýsir því hvernig hann er kominn á grænmetisfæði og hvernig var verið að koma með lifandi hænsni og uxa upp til búðanna. Það gekk ekki áfallalaust og stakk uxinn af og sagði John hann ekki fundinn og enn sé leitað.

Honum þykir vænt um allar kveðjurnar á Facebook og segir þær skipta máli.

Samhliða göngunni safnar hinn fimm barna faðir áheitum til styrktar Líf. Þeir sem vilja styðja John Snorra í þessu ferðalagi og um leið Líf – geta gert það hér eða hringt í áheitasímann 908-1515. 

Hér má hlusta á viðtalið í heild. 

mbl.is
Eivør kemur í heimsókn hingað til lands í desember.
Viðtöl

Gyðjan sem hreyfir við hjörtum

Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir á stað í hjörtum margra Íslendinga enda má segja að ferill hennar hafi hafist fyrir alvöru þegar hún var búsett hér um hríð. Eivør er nú búsett í Kaupmannahöfn og er mikið að gera hjá henni. Nánar »

Ólafur Darri, María, Kristín Þóra og Víkingur á K100 í morgun.
Viðtöl

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Nánar »

Fréttir

Beverly Hills stjörnur smakka bjór í Borgarfirði

Stórstjörnurnar Tori Spelling og Ian Ziering eru á ferðalagi um Ísland ásamt mökum sínum. Nánar »

Hera Björk heldur 14 jólatónleika í desember.
Viðtöl

Fasteignasalinn og jóladívan Hera Björk

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona hefur hafið forsölu á jólatónleika sína „Ilmur af jólum“. Í hressilegu viðtali í Magasíninu á K100 sagðist hún vera að læra að verða fasteignasali. Nánar »

Fida Abu Libdeh og Ágústa Valgeirsdóttir frá GeoSilica.
Viðtöl

Vörur GeoSilica í sölu á Amazon

Fida Abu Libdeh, einn stofnenda GeoSilica, og Ágústa Valgeirsdóttir verkefnisstjóri ræddu við Huldu og Hvata í Magasíninu um vörurnar, fyrirtækið og markaðssetninguna erlendis. Nánar »

Nýdönsk sendi frá sér plötuna Á pláhnetunni jörð í síðustu viku.
Viðtöl

Sjálfshátíð í Hörpu í kvöld

Nýdönsk fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og hefur af því tilefni gefið út nýja hljóðversplötu. Liðsmenn sveitarinnar fagna tímamótunum svo í kvöld í Hörpu. Nánar »

Fréttir

„Ég var alveg í ruglinu“

Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Nánar »

Fannar og Benni hásetar um borð í Hrafni Sveinbjarnarssyni.
Viðtöl

Reglulega í kaffi hjá Ragga Bjarna

Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar hafa slegið rækilega í gegn undanfarið með þáttunum Hásetar á RÚV. Þeir ræddu þættina og óvenjulegan vinskap Benna og Ragga Bjarna hjá Sigga Gunnars á K100 í morgun. Nánar »

Fréttir

Nagdýrið líklega með spínatinu

Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Nánar »

Fréttir

„Ég keyrði á besta vin minn“

Okkar eigin Svali tekur þátt í herferð Landsbjargar sem nefnist „Vertu snjall undir stýri“. Herferðin er gerð til þess að draga úr notkun síma undir stýri. Nánar »

Erna Hrönn
Erna Hrönn