menu button
Í loftinu hljóðnemi
Endalaus tónlist
(utan dagskrár)

Saknar matarins og sundlauganna

John Snorri

K100 hringdi á K2 í dag þegar Magasínið heyrði í John Snorra Sigurjónssyni sem var staddur í grunnbúðum fjallsins. Hann var nokkuð kátur og stefnir á toppinn eftir helgina ef allt gengur að óskum. Týndur uxi, lifandi hænur, þakklæti og fleira kom til tals í viðtalinu.

John Snorri hefur klifið nokkra af hærri tindum heims en nú ætlar hann sér að klífa fjallið K2. Fjallið er 8.611 metra hátt og er talið eitt af erfiðustu fjöllum jarðar að klífa. Ef markmiðið næst verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið, en aðeins 240 manns hefur tekist að klára verkefnið. 

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári Schram mun fylgja John Snorra eftir og í framhaldinu ætlar Kári að gera heimildarmynd um leiðangurinn.

John Snorri fór utan 3. apríl og segir hann áskorunina ekki bara vera að klífa fjallið heldur fjarveran frá fjölskyldunni en hann er fimm barna faðir og eitt barn er á leiðinni. Auk sinna nánustu segist hann sakna þess að fá sér saltfisk og lambalæri. Einnig segist hann sakna þess að komast í íslensku sundlaugarnar þegar hann er svona fjarri Íslandi.

John Snorri hafði gaman af símtali að heiman og lýsti sínum hversdagsleika á svæðinu fyrir hlustendum.

„Það sem maður gerir daglega þegar maður er ekki í fjallinu þá er maður að taka tjaldið í burtu og slétta undir því og reyna að hlaða í kringum það og þvo þvott og borða og spila og fara í göngutúra. Maður er svona að láta tímann líða og reyna að vera þolinmóður.“

Hann segist vera búinn að koma línum og súrefni upp fyrir búðir 3 og nú bíði þeir eftir veðurglugga eða því að vindurinn fari niður í svona 25 metra á klukkustund.
„Eins og veðrið lítur út núna langt fram í tímann þá vonumst við til að komast upp þann tuttugasta.“

Hann lýsir því hvernig hann er kominn á grænmetisfæði og hvernig var verið að koma með lifandi hænsni og uxa upp til búðanna. Það gekk ekki áfallalaust og stakk uxinn af og sagði John hann ekki fundinn og enn sé leitað.

Honum þykir vænt um allar kveðjurnar á Facebook og segir þær skipta máli.

Samhliða göngunni safnar hinn fimm barna faðir áheitum til styrktar Líf. Þeir sem vilja styðja John Snorra í þessu ferðalagi og um leið Líf – geta gert það hér eða hringt í áheitasímann 908-1515. 

Hér má hlusta á viðtalið í heild. 

mbl.is
Viðtöl

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Nánar »

John Snorri Sigurjónsson.
Fréttir

Stefnir á topp K2 á fimmtudag

John Snorri Sigurjónsson sem reynir fyrstur Íslendinga að komast á topp fjallsins K2 segir að hópur sinn áformi að vera þar á fimmtudag. Nánar »

Red Robertsson og Stefanía Svavars.
Viðtöl

Blikksmiður á daginn, plötusnúður á kvöldin!

Ingi Björn Róbertsson starfar sem blikksmiður á Akranesi á daginn en á kvöldin bregður hann sér í líki Red Robertssonar plötusnúðar, sem sendi frá sér sitt fyrsta frumsamda lag um helgina. Nánar »

Fréttir

Ný plata væntanleg frá Adam Lambert

Adam Lambert er nú að túra með hljómsveitinni Queen en hann hefur tilkynnt að von sé á nýrri plötu frá honum á næstunni. Nánar »

Þóra og Jói stigu trylltan dans í morgun.
Fréttir

Danskeppni þátta

Óvanaleg keppni hefur komið upp milli Þóru og Jóa í morgunþættinum á K100 og Rikku og Hvata í síðdegisþættinum Magasíninu. Nánar »

Fréttir

Þarf sex lífverði til að gæta sín dag og nótt

Harry Styles er nú komin með sex lífverði sem gæta hans allan sólarhringinn á meðan hann er að kynna stórmyndina Dunkirk. En af hverju þarf Harry svona mikla gæslu? Nánar »

Siggi Gunnars gaf allt í dansinn.
Fréttir

Siggi Gunnars rústar danskeppni K100

Danskeppni dagskrárgerðarfólks K100 náði nýjum hæðum í morgun þegar Siggi Gunnars steig afar trylltan dans í hljóðverinu. Nánar »

Viðtöl

Ari Eldjárn með uppistand á Edinborgarhátíðinni í ágúst

Grínsnillingurinn Ari Eldjárn kíkti í spjall til Kristínar og Valtýs á K100 og sagði þeim frá uppistandinu Iceland vs. Finland. Ari Eldjárn mun líka vera með uppistand á Edinborgarhátíðinni í ágúst. Nánar »

Ingvi Gautsson í Magasíninu.
Viðtöl

Finn uppskrift að túnfisksalati fyrir sólmyrkvann

Ingvi Gautsson hefur stofnað viðburð á Facebook fyrir sólmyrkva sem verður 11. júní 2048. Nánar »

Fréttir

Ed Sheeran í The Simpsons

Ed Sheeran mun fara með hlutverk í næstu þáttaröð af Simpsons sem sýnd verður í vetur. Sheeran mun ljá karekternum Brendan rödd sína en hann mun verða næsta ást Lisu. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist