menu button
Í loftinu hljóðnemi
Endalaus tónlist
(utan dagskrár)

Matarslagur ekki í myndinni

Bragi Þór Hinriksson leikstjóri fer yfir handritið með aðstoðarfólki sínu.
Bragi Þór Hinriksson leikstjóri fer yfir handritið með aðstoðarfólki sínu. Sighvatur Jónsson

Matarslagur í matsal á fótboltamóti í bókinni Víti í Vestmannaeyjum er ekki í kvikmyndahandriti sögunnar. Upptökur myndarinnar halda áfram í Hlégarði í Mosfellsbæ þar sem líkt er eftir matsal á nýloknu Orkumóti í Eyjum.

Magasínið á K100 fylgdist með upptökum í Mosfellsbæ í morgun þar sem 150 krakkar úr ýmsum íþróttaliðum voru samankomnir í Hlégarði. Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri myndarinnar, sagði að til stæði að taka upp atriði sem gerist í matsalnum en sökum mannfjölda á mótinu í Eyjum á dögunum voru eingöngu tekin víð skot í salnum þar.

Fjöldi foreldra kom með börnum sínum í Hlégarð í morgun. Faðir eins leikarans hafði á orði við leikstjórann hvort til stæði að mynda matarslag og vísaði til bókarinnar Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Bragi Þór leikstjóri brosti sínu breiðasta og viðurkenndi að það hefði verið ákveðið að sleppa því atriði úr myndinni.

Í viðtali við Magasínið sagði Bragi Þór Hinriksson að áformað hafi verið að taka upp rúmar 5 mínútur í dag sem samsvari sama fjölda blaðsíðna í handriti. Í kvikmyndabransanum teljist það góð afköst á einum degi.

Með viðtalinu úr Magasíninu eru myndir frá upptökunum í morgun.

Hluti Orkumótsins er fluttur frá Eyjum í Mosfellsbæ við upptökur ...
Hluti Orkumótsins er fluttur frá Eyjum í Mosfellsbæ við upptökur myndarinnar. Sighvatur Jónsson
Frá upptökum í Hlégarði í morgun.
Frá upptökum í Hlégarði í morgun. Sighvatur Jónsson
Stóran ljóskastara þarf til að lýsa upp salinn fyrir kvikmyndatökuna.
Stóran ljóskastara þarf til að lýsa upp salinn fyrir kvikmyndatökuna. Sighvatur Jónsson
mbl.is
Viðtöl

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Nánar »

John Snorri Sigurjónsson.
Fréttir

Stefnir á topp K2 á fimmtudag

John Snorri Sigurjónsson sem reynir fyrstur Íslendinga að komast á topp fjallsins K2 segir að hópur sinn áformi að vera þar á fimmtudag. Nánar »

Red Robertsson og Stefanía Svavars.
Viðtöl

Blikksmiður á daginn, plötusnúður á kvöldin!

Ingi Björn Róbertsson starfar sem blikksmiður á Akranesi á daginn en á kvöldin bregður hann sér í líki Red Robertssonar plötusnúðar, sem sendi frá sér sitt fyrsta frumsamda lag um helgina. Nánar »

Fréttir

Ný plata væntanleg frá Adam Lambert

Adam Lambert er nú að túra með hljómsveitinni Queen en hann hefur tilkynnt að von sé á nýrri plötu frá honum á næstunni. Nánar »

Þóra og Jói stigu trylltan dans í morgun.
Fréttir

Danskeppni þátta

Óvanaleg keppni hefur komið upp milli Þóru og Jóa í morgunþættinum á K100 og Rikku og Hvata í síðdegisþættinum Magasíninu. Nánar »

Fréttir

Þarf sex lífverði til að gæta sín dag og nótt

Harry Styles er nú komin með sex lífverði sem gæta hans allan sólarhringinn á meðan hann er að kynna stórmyndina Dunkirk. En af hverju þarf Harry svona mikla gæslu? Nánar »

Siggi Gunnars gaf allt í dansinn.
Fréttir

Siggi Gunnars rústar danskeppni K100

Danskeppni dagskrárgerðarfólks K100 náði nýjum hæðum í morgun þegar Siggi Gunnars steig afar trylltan dans í hljóðverinu. Nánar »

Viðtöl

Ari Eldjárn með uppistand á Edinborgarhátíðinni í ágúst

Grínsnillingurinn Ari Eldjárn kíkti í spjall til Kristínar og Valtýs á K100 og sagði þeim frá uppistandinu Iceland vs. Finland. Ari Eldjárn mun líka vera með uppistand á Edinborgarhátíðinni í ágúst. Nánar »

Ingvi Gautsson í Magasíninu.
Viðtöl

Finn uppskrift að túnfisksalati fyrir sólmyrkvann

Ingvi Gautsson hefur stofnað viðburð á Facebook fyrir sólmyrkva sem verður 11. júní 2048. Nánar »

Fréttir

Ed Sheeran í The Simpsons

Ed Sheeran mun fara með hlutverk í næstu þáttaröð af Simpsons sem sýnd verður í vetur. Sheeran mun ljá karekternum Brendan rödd sína en hann mun verða næsta ást Lisu. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist