menu button
 
Anton Líni er söngelskur Þingeyringur.
Viðtöl

Söngelskur Þingeyringur vekur athygli

Anton Líni Hreiðarsson er 19 ára gamall Þingeyringur sem er búsettur á Akureyri. Anton hefur verið viðloðandi tónlist frá unga aldri. Hann hefur vakið athygli fyrir sönghæfileika og lenti meðal annars í öðru sæti í söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrra. Anton semur lög og texta sjálfur og var að senda frá sér nýtt lag, One, á dögunum. Nánar »

Hreingerningardrottningin og Snapchat-stjarnan Sólrún Diego hér með Birni Braga sem aðstoðaði hana við útgáfu bókarinnar Heima.
Viðtöl

Tékklistar og hagnýt húsráð

Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Nánar »

Willum Þór, þingmaður Framsóknarflokksins og Vala Pálsdóttir, formaður Landsamtaka Sjálfstæðisflokksins.
Viðtöl

Vilja breyta menningunni

Kynferðisleg áreitni í stjórnmálum var rædd í Magasíninu. Vala Pálsdóttir, formaður Landsamtaka Sjálfstæðiskvenna og Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins fóru yfir áherslur og mikilvægi þess að tekið sé á hlutunum. Nánar »

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.
Viðtöl

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Nánar »

Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, þekkir gönguleiðirnar um Öræfajökul vel.
Viðtöl

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100. Nánar »

Sérstök vinkvennasýning verður í Laugarásbíói á myndinni Wonder.
Fréttir

Vinkvenna- og saumaklúbbssýning á Wonder

Miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20 er vinkonum og saumaklúbbum boðið á myndina Wonder í Laugarásbíói. Nánar »

Guðrún Árný Karlsdóttir heldur ferna tónleika í desember.
Fréttir

Búin að pakka inn jólagjöfunum

Söngkonan Guðrún Árný mun skapa hugljúfa jólastemningu á fernum tónleikum í desember. Hún er löngu komin í jólaskap enda hefur hún verið að undirbúa jólatónleikana frá í sumar. Hún mun leika sjálf á píanó og fá með sér góða gesti. Nánar »

Haukur Örn Birgisson tekur sjálfu með Íslandsmeisturunum Axeli Bóassyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur í sumar.
Viðtöl

Ísland með einstaka tölfræði í golfheiminum

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, verður næsti forseti Evrópska golfsambandsins eins og mbl.is greindi frá í gær. Hann kíkti í Magasínið til Huldu og Hvata á K100 í gær og ræddi forsetaembættið og stöðu íþróttarinnar hér á landi. Nánar »

Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum.
Fréttir

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Nánar »

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri K100.
Viðtöl

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Nánar »

Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman í Bandaríkjunum, samdi lag fyrir Dynasty-þátt sem sýndur var á dögunum.
Viðtöl

Alma með lag í Dynasty-þætti

Endurgerð Dynasty-þáttanna vestanhafs hefur vakið athygli og segir tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman, þættina þegar orðna mjög vinsæla í LA. Hún samdi lag fyrir þátt í hinni endurgerðu seríu ásamt Gladius James, sem einnig samdi með henni lagið Augnablik. Nánar »

Selma Ragnarsdóttir kynnir um helgina nýja fatalínu sem hún nefnir Z shapes.
Viðtöl

Selma Ragnars með nýja fatalínu

Um helgina mun klæðskera- og kjólameistarinn Selma Ragnarsdóttir kynna nýja fatalínu sem hún hefur gefið nafnið Z shapes, sem er stytting á Zelma shapes. Línan er sérhönnuð fyrir konur í stærðunum 40-50, eða aðeins stærri en þessi týpíska „módelstærð“ segir Selma. Nánar »

Helga Árnadóttir stofnaði Tulipop árið 2010 ásamt Signýju Kolbeinsdóttur sem nú hefur flutt til Bandaríkjanna til að fylgja vörunum á markað vestanhafs.
Viðtöl

160.000 séð Tulipop á YouTube

Helga Árnadóttir stofnandi Tulipop vörulínunnar segir fyrirtækið vera á góðri siglingu. Á dögunum var opnuð skrifstofa í Bandaríkjunum, hafin er sjónvarpsframleiðsla og búið er að opna búð á Skólavörðustígnum, allt í þeim tilgangi að styðja við vörumerkið. Nánar »

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Viðtöl

„Margir flokksmenn mínir eru stressaðir“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðismanna, segir að Facebook sé fíkn og hann hafi ákveðið að fara í fíknimeðferð með því að hætta á samfélagsmiðlinum. Greint var frá því í vikunni að Brynjar væri hættur á Facebook, en skrif hans þar hafa bæði verið vinsæl og umdeild. Nánar »

Sigurlaug Ingvarsdóttir og Gísli Magna tónlistarstjóri Léttsveitar Reykjavíkur.
Viðtöl

Hugarró að vera í kór

Það er orðin hefð hjá einum stærsta kvennakór landsins að halda jólatónleika. Um 120 konur, sem skipa Léttsveit Reykjavíkur, koma saman í Langholtskirkju í desember. Gísli Magna tónlistarstjóri og Sigurlaug Ingvarsdóttir ræddu málið í Magasíninu á K100. Þau segja það forréttindi að vera í kór. Nánar »

Andrea Ró­berts­dótt­ir seg­ir já­kvæða sál­fræði meira en ein­hver ham­ingju­fræði.
Viðtöl

60% starfa ekki enn til

Fjölmiðlakonan, starfsmannastjórinn og lífskúnstnerinn Andrea Róbertsdóttir hefur tekið sér margt fyrir hendur undanfarin ár. Síðustu misserin hefur hún lagt stund á nám í jákvæðri sálfræði í Háskóla Ísland, samhliða því að halda fyrirlestra og sinna verkefnum fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Nánar »

Ólafur Darri, Sigga og Víkingur í morgun.
Viðtöl

Sigga syngur jólin inn

Sigga Beinteins heldur jólatónleika í Hörpu í áttunda sinn í ár. Hún kom í spjall til Víkings, Ólafs Darra og Kristínar á K100 í morgun. Nánar »

Reynir sterki
Viðtöl

Jesús gaf Reyni kraftana

Kvikmyndargerðarmaðurinn og leikstjórinn Baldvin Z frumsýnir í kvöld heimildarmynd um hinn yfirnáttúrlega Reyni sterka, sem þekktur var fyrir ótrúlega krafta. Baldvin var gestur Sigga Gunnars á K100 í morgun. Nánar »

Birgir Skúlason er alþjóðlegur fríköfunarkennari sem  kennir afreksfólki að ná betri árangri með öndun.
Viðtöl

Tvöfalt fleiri armbeygjur með öndunartækni

Birgir Skúlason hefur alltaf kunnað vel við sig í vatni og er einn fremsti sérfræðingur landsins í fríköfun, eða köfunar án súrefnis. Sífellt fleiri nýta sér öndunartækni til að ná betri árangri. Nánar »

Viðtöl

Jóga Gnarr tekst á við áfallastreituröskun í nýrri bók

Jóga og Jón Gnarr ræddu bókina Þúsund tár sem kemur út í dag. Bókin fjallar um líf Jógu og hvernig bílslys breytti örlögum hennar og vegferð í gegnum lífið. Nánar »