menu button
Í loftinu hljóðnemi
Erna Hrönn
Alla virka daga milli 12 og 16

Alla virka daga milli 12 og 16

Erna Hrönn

Erna Hrönn var aðeins þriggja ára þegar hún ákvað að verða leik- og söngkona. Níu ára byrjaði hún í klassísku söngnámi sem hún stundaði í tíu ár en poppið heillaði meira svo hún sneri sér að því um tvítugt. Árið 2004 flutti Erna Hrönn að norðan í höfuðborgina og hefur verið áberandi síðustu ár í íslensku tónlistarlífi. Ferillinn er langur en hún var m.a. söngkona sveitarinnar Bermuda, Frostrós, auk þess sem hún hefur verið Eurovision-keppandi og tekið þátt í tónleikasýningum af ýmsu tagi. Hún er einnig vel þekkt sem ein af bakröddum Íslands. Samhliða söngverkefnunum, söngkennslu og barnauppeldi hefur Erna Hrönn starfað um árabil við dagskrárgerð í útvarpi.

Hlustaðu eða horfðu á K100 fm 100,5, K100.is, mbl.is eða á rás 9 á Sjónvarpi Símans. Finndu upptökur úr þáttunum, heila þætti og vel valdar hljóðklippur á k100.is.

Erna Hrönn
Erna Hrönn